23. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

27.04.2023

23. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Breiðamýri fimmtudaginn 27. apríl kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Eygló Sófusdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

 

1.  Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson.

2.  Sparisjóður Suður-Þingeyinga aðalfundaboð 2023 - 2304013

Lagt fram boð á aðalfund Sparisjóðs-Suður Þingeyinga ses. sem haldinn verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit, föstudaginn 28. apríl 2023.

Til máls tóku:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt

 

3.  Fundur um málefni þjóðlenda - 2304026

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytingu dags. 24. mars sl. þar sem boðað er til fundar um málefni þjóðlenda. Fundurinn fer fram í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík 25. maí nk.

Til máls tóku:

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins jafnframt hefur fjallskilastjórum verið sent fundarboðið eins og óskað var eftir af hálfu forsætisráðuneytisins.

Samþykkt

 

4.  Umboðsmaður Alþingis - Landeigendur Reykjahlíðar - 2304009

Lagt fram bréf frá Umboðsmanni Alþingis dags. 4. apríl sl. þar sem landeigendur Reykjahlíðar hafa leitað til umboðsmanns vegna samskipta við sveitarfélagið. Telja þeir að ekki hafi verið brugðist við erindum þeirra sem lúta að meintum rekstri hitaveitu Jarðbaðanna við Jarðbaðshóla við Mývatn.

Umboðsmaður Alþingis óskar eftir að umbeðnar upplýsingar berist eigi síðar en 18. apríl.

Erindi umboðsmanns Alþingis barst sveitarfélaginu 13. apríl sl. Sveitarstjóri óskaði eftir fresti til að skila inn umbeðnum upplýsingum og veitti umboðsmaður frest til 28. apríl.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindi umboðsmanns í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

Samþykkt

 

5.  Tilnefning í stjórn SSNE - 2304016

Á ársþingi SSNE sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl síðastliðinn var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélag á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE, nema Akureyrarbær sem skipar tvo.

Því óskar SSNE eftir að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skipi bæði aðalfulltrúa- og varafulltrúa í stjórn SSNE.

Til máls tóku:

Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tilnefnir sveitarstjóra í stjórn SSNE og Gerði Sigtryggsdóttur til vara.

 

6.  Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra - Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Helluland - 2304004

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 11. apríl sl. þar sem Hallgrímur Óli Guðmundsson sækir um rekstrarleyfi , flokkur II G Íbúðir að Hellulandi 2, 641 Húsavík.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnaeftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

Samþykkt

 

7.  Umsókn um styrk vegna útgáfu bókar - 2304014

Lagt fram bréf frá Veraldarofsa ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu bókar um sögu mannlífs, veiða, umhverfis og náttúru Laxár í Þingeyjarsýslu frá Mývatni að Laxárgljúfrum.

Til máls tók.

Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn vísar umókn Veraldarofsa ehf. til íþrótta-, tómstunda-, og menningarnefndar.

Samþykkt

 

8.  Fornleifaskráning á Flateyjardal og í Náttfaravíkum - 2101013

Lagt fram bréf frá Kristborgu Þórisdóttur fornleifafræðingi hjá Fornleifastofnun Íslands, dags. 12. apríl sl. þar sem hún óskar eftir að sveitarfélagið gangi til samninga við Fornleifastofnun um styrk vegna skráningar fornleifa í Náttfaravíkum.

Á 310. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar 9. desember 2021 var samþykkt að styrkja verkefnið til tveggja ára um samtals 2 millj. á tveim árum vegna fornleifaskráningar á Flateyjardal og í Náttfaravíkum svo fremi að styrkur fengist til verkefnisins frá Fornminjasjóði. Fyrri hluti verkefnisins hefur þegar verið unnin og styrkti fornminjasjóður verkefnið um 4,5 milljónir. Í mars síðastliðnum veitti fornminjasjóður verkefninu áframahaldandi styrk fyrir árið 2022. Fornleifastofnun óskar eftir því við sveitarfélagið að undirritaður verði samningur um seinni hluta verkefnisins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samning við Fornleifastofnun að upphæð 1 milljón króna í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 9. desember 2021 og jafnframt gera viðauka við fjárhagsáætlun áður en til útgreiðslu kemur.

 

9.  Sóknarnefnd Ljósavatnssóknar - Nýr kirkjugarður við Þorgeirskirkju - 2304017

Lagt fram bréf dags. 15. apríl sl. frá Sigurði Birgissyni f.h. sóknarnefndar Ljósavatnssóknar þar sem fram kemur að gamli Ljósavatnskirkjugarður sé að verða fullsetinn.

Samkvæmt viðmiðunarreglum kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. júlí 2015 sem og lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu lög nr. 36/1993 hafa sveitarfélög ríka aðkomu að slíkum framkvæmdum. Sóknarnefnd Ljósavatnssóknar óskar eftir fundi með fulltrúa sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa vegna málsins.

Oddvita, sveitarstjóra og skipulagsfulltúra falið að funda með bréfritara.

Samþykkt

 

10.  Málefni Höfða Mývatnssveit - 2304021

Lagt fram bréf frá Birki Fanndal dags. 18. apríl sl. þar sem hann fer yfir það sem vel er gert og það sem má bæta við Höfða í Mývatnssveit.

Til máls tók:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Sveitarstjórn þakkar Birki Fanndal fyrir gagnlegar ábendingar. Í gildi er deiliskipulag fyrir Ytri Voga og Höfða sem sveitarstjórn mun byggja áframhaldandi vinnu á.

Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar til kynningar.

 

11.  Samningur um mannauðsráðgjöf - 2304034

Lögð fram drög að samingi við Attentus um mannauðsráðgjöf hjá sveitarfélaginu. Fjölmörg verkefni liggja fyrir varðandi mannauðsmál sem rekja má til sameiningar sveitarfélaganna og brýnt er að ljúka sem fyrst. Helstu verkefnin eru kjaramál, starfslýsingar, ráðningasamningar, mannauðsstefna, fræðsluáætlun og fl.

Til máls tóku:

Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson og Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Kostnaði vegna samningsins verður mætt með sameiningarframlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Samþykkt

 

12.  Verksamningur um skjalastjórnun - 2304033

Lögð fram drög að verksamningi um skjalastjórnun við Skipulag og skjöl ehf. Samningurinn kveður á um ráðgjöf í skjalastjórnun fyrir Þingeyjarsveit. Um er að ræða greiningu á stöðunni, skráningu verklags ásamt innleiðingu og fræðslu. Lokaafurð verða innleiðing veklags og handbókar um skjalastjórnun sameinaðs sveitarfélags ásamt handleiðslu um frágang óvirkra skjala Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Í lok verkefnisins verði handleiðsla og fræðsla fyrir starfsmenn í sveitarfélaginu í völdu skjalakerfi.

Til máls tók:

Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi verksamning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Kostnaður við samninginn fellur undir sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samþykkt

 

13.  Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2023 - 2304036

Oddviti fer yfir stöðuna á vinnu við ársreikning sveitarfélagsins.

Sameining á bókhaldi gömlu sveitarfélaga er í vinnslu, en það hefur tafist nokkuð m.a. vegna mannekklu. Einnig hefur gengið erfiðlega að fá tæknilega aðstoð sem þarf á að halda vegna sameiningar á bókhaldi.

Gerð ársreiknings mun dragast vegna þessa.

Til máls tóku:

Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Kynnt

 

 14.  Starfshópur um stjórnskipulag og húsnæðismál stjórnsýslu sveitarfélagsins - 2304008

Lagt fram minnisblað og tillaga um nýtt stjórnskipulag Þingeyjarsveitar frá starfshópi um stjórnskipulag sem skipaður var á fundi 22. fundi sveitarstjórnar þann 13. apríl sl. Starfshópnum var falið að ljúka vinnu við stjórnskiplag og leggja tillög fyrir sveitarstjórnarfund.

Tillagan felur í sér stjórnskipulag sem byggir á þremur sviðum; fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið og umhverfis- og framkvæmdasvið. Fjármála- og stjórnsýslusvið er sett fram sem stoðsvið. Starfshópurinn leggur til að ráðnir verði sviðsstjórar sem bera ábyrgð á verkefnum hvers sviðs.

Í ljósi verkefnastöðu í kjölfar sameiningar leggur starfshópurinn til að stofnuð verði ný fastanefnd sveitarstjórnar, byggðarráð. Byggðarráð hefur að meginstefnu til það hlutverk að undirbúa ákvarðanir sveitarstjórnar og hafa eftirlit með því að ákvarðanir sem hún tekur séu framkvæmdar. Byggðarráð hefur því almennt ekki það meginhlutverk að taka ákvarðanir fyrir hönd sveitarstjórnarinnar, fremur ber að líta á byggðarráð sem framkvæmdanefnd fyrir sveitarstjórnina.

 

Til máls tóku:

Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson, Arnór Benónýsson og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Í kjölfar sameiningar tók til starfa níu manna sveitarstjórn með undanþágu innviðaráðuneytisins. Til að auka skilvirkni í stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna aukinna verkefna í kjölfar sameiningar er farin sú leið að skipa byggðaráð. Sveitarstjón metur árangur innleiðingar byggðarráðs að ári liðnu.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins og felur sveitarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum í samræmi við tillöguna sem og reglum um starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa stöður sviðstjóra í samstarfi við ráðingastofu.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að sameiningarnefnd sem stofnuð var á 5. fundi sveitarstjórnar 15. ágúst 2022 verði lögð niður frá og með deginum í dag.

Samþykkt

 

15.  Borgað þegar hent er - 2304037

Lagðir fram tölvupóstar og kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og SSNE um Borgað þegar hent er (BÞHE) hraðli og drög að viljayfirlýsingu þátttökusveitarfélaga.

Markmið með hraðlinum er að útfæra nánar innleiðingu BÞHE við innheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Kostnaður við þátttöku er styrktur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga með ráðstöfun styrks frá umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu.

Til máls tók:

Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitastjóra að undirrita viljayfirlýsingu þess efnis og senda umhverfisnefnd málið til kynningar.

Samþykkt

 

Halldór Þorlákur Sigurðsson vék af fundi kl. 13:46.

 

16.  Kálfaströnd - 2202005

Á 18. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 9. febrúar sl. voru lagðir fram leigusamningar við Halldór Þ Sigurðsson og Björgu Jónasdóttur um a) leigu á 2.500m2 lóð úr landi Kálfastrandar 1 í Mývatnssveit og b) um leigu á 8.11 ha. landspildu úr sömu jörð. Samningur um leigu á 2500m2 lóð að Kálfaströnd í Mývatnssveit var þar samþykktur. Hins vegar var leiga á landspildu ekki samþykkt og gert ráð fyrir frekari viðræðum um efni þess samnings. Nú liggur fyrir að samningur um landspildu verður ekki gerður samhliða fyrrnefndum samningi um lóð. Sveitarstjóra er falið að undirrita viðauka varðandi samninginn um 2.500 m2 lóðina. Jafnframt að vinna að þinglýsingu samningsins og aflýsingu eldri samninga sem falla niður.

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson.

Nú liggur fyrir sveitarstjórn að samningur um landspildu verður ekki gerður samhliða fyrrnefndum samningi um lóð. Sveitarstjóra er falið að undirrita viðauka varðandi samninginn um 2.500 m2 lóðina. Jafnframt að vinna að þinglýsingu samningsins og aflýsingu eldri samninga sem falla niður.

Samþykkt

Halldór Þorlákur Sigurðsson kom aftur til fundar kl. 13:56

 

17.  Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 108. og 109. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 8. mars sl. og 13. apríl sl.

Lagt fram

 

18.  Öldungaráð- fundargerðir - 2109024

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar öldungaráðs Norðurþings frá 6. mars sl.

Lagt fram

 

19.  Mývatnsstofa; Fundargerðir - 2009031

Lögð fram til kynningar fundargerð aðildarfélags Mývatnsstofu frá 21. mars sl.

Lagt fram

 

20.  RAMÝ árskýrsla 2022 - 2304030

 

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Náttúrurannsóknarstöðvar við Mývatn fyrir árið 2022

 

Til máls tók:

Jóna Björg Hlöðversdóttir.

 

Lagt fram

 

23.  Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi dansleikur í Ljósvetningabúð - 2304038

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 26. apríl sl. þar sem Ólafur Ingólfsson sækir um tækifærisleyfi til dansleikjahalds menntaskólanema í Ljósvetningabúð þann 6. maí.

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um jákvæðar umsagnir slökkviliðs og heilbrigðseftirlits en beinir því sérstaklega til leyfisveitanda að sjá til þess að gæsla verði fullnægjandi þar sem hluti gesta eru ólögráða ungmenni.

Samþykkt

21.  Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6 - 2304001F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 17. apríl sl. Fundargerðin er í 2 liðum sem báðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

21.1  2303048 - Atvinnustefna Þingeyjarsveitar

Til máls tóku:

Eyþór Kári Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í að farið verið í mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir Þingeyjarsveit felur sveitarstjóra að skoða kostnað við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið svo vinna geti hafist á haustmánuðum.

 

21.2  2304015 - Brú yfir Skjálfandafljót vegur 85

Til máls tóku:

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Knútur Emil Jónasson, Eyþór Kári Ingólfsson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að funda með fulltrúum vegagerðarinnar vegna aksturs þungra bifreiða yfir brúnna. Jafnframt er þeim falið að funda með innviðaráðherra vegna ástands brúarinnar stöðu hennar á samgönguáætlun sem og vegamála almennt í sveitarfélaginu.

21.3  2301026 - Önnur mál, opin umræða.

 

22.  Skipulagsnefnd - 11 - 2303008F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 11. fundar skipulagsnefndar frá 19. apríl sl. Fundargerðin er í 8 liðum.

Liður 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar

 

22.1  2208052 - Beiðni um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022

Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku breytingarinnar sk. 2. mgr. 32. gr. skiplaga nr. 123/2010.

 

22.2  2303056 - Skógar, Umsókn um byggingarleyfi f ferðaþjónustuhúsi

22.3  2303038 - Vallakot, byggingarheimild

22.4  2304010 - Litluvellir - smáhýsi

22.5  2304011 - Stiklur - byggingarleyfi íbúðarhúss

22.6  2304012 - Búvellir - ferðaþjónustuhús

22.7  2212011 - Byggingarleyfi að Hróarstungu 3

22.8  2211038 - Svartárkot - gróðurhús og fjölnotahús - Umsókn um byggingarleyfi

 

Fundi slitið kl. 14.19.