22. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

13.04.2023

22. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku fimmtudaginn 13. apríl kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Haraldur Bóasson, Eygló Sófusdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir, Knútur Emil Jónasson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Eyþór Kári Ingólfsson og Arnór Benónýsson.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 


Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá því hún hóf störf. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

Kynnt

 

   

2.

Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga - 2211029

 

Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga frá 20. mars sl. lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

3.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Fundargerð 50. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 15. mars sl. lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

4.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Fundargerð 51. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

5.

Ársþing SSNE 2023 - 2303057

 

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 31. mars sl. þar sem boðað er til ársþings á Siglufirði 14. og 15. apríl nk.

 

Fulltrúar Þingeyjarsveitar á ársþing SSNE eru Gerður Sigtryggsdóttir, Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

 

Lagt fram

 

   

6.

Aðalfundur Norðurorku 2023 - 2303058

 

Lagt fram boð á aðalfund Norðurorku hf. sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi Akureyri þriðjudaginn 25. apríl. nk.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

7.

Snorri Már Snorrason - Erindi vegna símasambands - 2303050

 

Lagt fram bréf frá Snorra Má Snorrasyni frá 22. mars sl. þar sem hann vekur athygli á slæmu símasambandi við Brún í Reykjadal. Sl. vor var aðili á vegum Neyðarlínunnar að kortleggja staði þar sem bæta þyrfti GSM samband á svæðinu en að sögn Snorra var ekki til fjármagn til framkvæmda. Snorri óskar eftir því við sveitarstjórn að styrkja framkvæmdir sem bæta símasamband kringum Brún í Reykjadal.

 

Til máls tók:
Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur af símasambandi á Brún og fleiri stöðum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna samantekt um farsímasamband í sveitarfélaginu og óska eftir fundi með Fjarskiptastofu vegna málsins þar sem óskað verður eftir aðkomu að samstarfsverkefni fjarskiptafélaganna og íslenska ríkisins um að bæta farsímasamband í sveitarfélaginu.

 

Samþykkt

 

   

8.

Breiðumýri - umsókn um leigu - 2304002

 

Á 20. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var sveitarstjóra og oddvita falið að auglýsa félagsheimilið Breiðumýri til leigu í sumar. Jafnframt var þeim falið að ræða við þá aðila sem koma að nýtingu hússins. Þann 27. mars sl. var Félagsheimilið Breiðumýri auglýst til leigu og var auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka þátt í tilraunaverkefni um samvinnu varðandi afnot af félagsheimilinu.


 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson.

Ein umsókn barst um leigu á Félagsheimilinu Breiðumýri frá Úr héraði sem er í eigu Guðrúnar Boyd og Ólafs Sólimanns.

Sveitarstjóra er falið að ganga til viðræðna um leigu á Félagsheimilinu Breiðumýri í samræmi við þær kröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Leigutími er frá miðjum maí til loka september. Leigutaki yfirtekur innkomnar bókanir á leigutíma og ber ábyrgð á þeim. Gerð er krafa á að húsnæðið sé aðgengilegt félagsstarfsemi svæðisins svo fremi það komi ekki niður á rekstrarforsendum aðila. Rekstraraðili þarf að hafa tilskilin leyfi fyrir þeim rekstri sem fyrirhugaður er í húsnæðinu. Áður en til samninga kemur er sveitarstjóra jafnframt falið að kanna hvort viðkomandi rekstur kalli á einhverhverjar úrbætur að hálfu húseiganda.

 

   

9.

Innkaupareglur og innkaupastefna Þingeyjarsveitar - 2210018

 

Lögð fram drög að innkaupareglum og innkaupastefnu Þingeyjarsveitar.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að birta innkaupastefnu og innkaupareglum Þingeyjarsveitar á vefsíðu sveitarfélagsins.

 

   

10.

Persónuverndarstefna Þingeyjarsveitar - 2303044

 

Lögð fram drög að persónuverndarstefnu Þingeyjarsveitar.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög með breytingum og felur sveitarstjóra að birta persónuverndarstefnu Þingeyjarsveitar á vefsíðu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

11.

Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022-2026 - 2302009

 

Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026.

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að birta siðareglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt leggur sveitarstjórn til að unnin verði samskiptasáttmáli.

 

Samþykkt

 

   

12.

Áætlun Þingeyjarsveitar um jafnrétti - 2303002

 

Lögð fram drög að áætlun Þingeyjarsveitar um jafnrétti ásamt aðgerðaáætlun.

 

Til máls tók:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að áætlun Þingeyjarsveitar um jafnrétti og felur sveitarstjóra að birta hana á vefsíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn vísar meðfylgjandi aðgerðaáætlun til frekari vinnslu hjá fræðslu- og velferðarnefnd.

 

Samþykkt

 

   

13.

Skipun stjórnar Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ehf. - 2211005

 

Í samþykktum Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ehf. er gert ráð fyrir að fulltrúar í stjórn félagsins séu þeir sömu og kjörnir eru í sveitarstjórn, en jafnframt tekið fram að þeir skuli vera sjö. Fyrirtækjaskrá hefur hafnað skráningu níu stjórnarmanna vegna þessa misræmis. Sveitarstjórn þarf því að velja sjö fulltrúa úr sínum hópi til setu í stjórn þar til samþykktir félagsins hafa verið endurskoðaðar.

 

Sveitarstjórn skipar eftirtalda til setu í stjórn Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ehf.
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Eygló Sófusdóttur
Eyþór Kári Ingólfsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Arnór Benónýsson
Árni Pétur Hilmarsson

 

Samþykkt

 

   

14.

Vinabæjarsamstarf Suður Frón (Sor-Fron) - 2304007

 

Lagt fram bréf dags. 11. apríl sl. frá Kristni Ólasyni sóknarpresti á Suður Fróni, f.h. sveitarfélagsins Suður-Fróns þar sem óskað er eftir áframhaldandi vinabæjarsambandi við Þingeyjarsveit, en Suður-Frón var í vinabæjarsambandi við Skútustaðahrepp. Jafnframt er sveitarstjóra ásamt 2-3 sveitarstjórnarfulltrúum boðið til Suður-Frónar í byrjun ágústmánaðar 2023 til að skoða sveitarfélagið og ræða um möguleika á frekara samstarfi.

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að þekkjast boðið og kanna grundvöll fyrir frekara samstarfi.

 

   

15.

Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar - 2010025

 

Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar þann 18. apríl nk.

 

Sveitarstjórn felur Haraldi Bóassyni að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

16.

Skipun starfshóps um stjórnskipulag og húsnæðismál stjórnsýslu sveitarfélagsins - 2304008

 

Sveitarstjórn leggur til að stofnaður verði starfshópur til að ljúka vinnu við stjórnskipulag sveitarfélagsins og húsnæðismál stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hlutverk hópsins er að ljúka vinnu við stjórnskipulag byggt á þrem stoðum; fjölskyldusvið, fjármála- og stjórnsýslusvið og umhverfis- og framkvæmdasvið.
Hópurinn skal samhliða skoða hvort skipa eigi byggðaráð með það að markmiði að gera stjórnsýslu sveitarfélagsins skilvirkari.
Starfshópnum er falið að leggja fram tillögu að stjórnskipulagi fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Í framhaldi vinni starfshópurinn tillögu að framtíðarfyrirkomulagi húsnæðismála stjórnsýslu sveitarfélagsins og skili niðurstöðu fyrir sveitarstjórnarfund 11. maí nk.

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar skipa starfshópinn:
Gerður Sigtryggsdóttir, til vara Knútur Emil Jónasson,
Eyþór Kári Ingólfsson, til vara Anna Bragadóttir,
Arnór Benónýsson, til vara Jóna Björg Hlöðversdóttir.

 

Samþykkt

 

   

17.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 7 - 2303004F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 4. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liðir 1, 2, og 4, þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

17.1

2212005 - Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar.

 

17.2

2212001 - Umsóknir um styrki til lista og menningarmála

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar á lið a), b), c) og e).
Liður d) í fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir styrk til félags eldri borgara í Þingeyjarsveit að upphæð kr. 629 þúsund

 

17.3

1904017 - Heilsueflandi samfélag

   
 

17.4

2303039 - Íþróttavellir

 

Sveitarstjórn staðfestir tillögu íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar.

 

17.5

2301016 - Myndavélasafn Arnar

   

 

   

Fundi slitið kl. 13:45.