21. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

23.03.2023

21. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku fimmtudaginn 23. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir, Eygló Sófusdóttir, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Eyþór Kári Ingólfsson, Arnór Benónýsson og Anna Bragadóttir

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

1.

Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 22.02.2023 - 2303041

 

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 22.02.2023. Fundargerðin er í 14 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

2.

Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Mývatns 2023 - 2303026

 

Lögð er fram til kynningar, fundargerð aðalfundar Veiðifélags Mývatns sem haldinn var á Sel Hóteli 19.2. sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

3.

Boð á aðalfund Mýsköpunar ehf. 30.03.2023 - 2303040

 

Lagt fram boð á aðalfund aðalfund Mýsköpunar ehf. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30.3. kl. 17.00 í fundarsal Berjaya Iceland Hotel Reynihlíð.

 

Sveitarstjórn felur Önnu Bragadóttur að sitja fundinn fyrir hönd Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Samstarfssamningur sveitarfélaganna vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra - 2303019

 

Lagt fram bréf frá SSNE dags. 6. mars sl. þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn taki til umræðu drög að uppfærðum samstarfssamning vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

 

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

5.

Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042

 

Málið var síðast á dagskrá 9. fundar skipulagsnefndar 15.2.23. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar barst þann 15. mars s.l. erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem áframsendur er tölvupóstur frá einstaklingi sem óskar þess að innviðaráðuneytið hafni beiðni sveitarfélagsins um veitingu undanþágu frá d. lið í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Ráðuneytið veitir sveitarstjórn tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en tekin verður afstaða til undanþágubeiðninnar.

 

Sveitarfélagið hefur þegar samþykkt breytingu á deiliskipulagi og fól skipulagsfulltrúa að leita undanþágu frá d. lið í 5.3.2.5. skipulagsreglugerðar. Afstaða sveitarstjórar til málsins er óbreytt og sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara erindi ráðuneytisins.

 

Samþykkt

 

   

6.

Gestastofa við Mývatn - 2303043

 

Sveitarstjórn hefur borist erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði og Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir áliti sveitarstjórnar á nafninu "Gígur" fyrir gestastofu Vatnajökulþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit.

 

Til máls tók:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með að nafnið "Gestastofan Gígur" verði formfest enda hefur það mikla skírskotun til svæðisins.

 

Samþykkt

 

   

7.

Þeistareykjaskáli gjaldskrá 2023 - 2303025

 

Lagt fram minnisblað um stöðu Þeistareykjaskála og tillögu að breytingu á gjaldskrá fyrir gistingu í skálanum.
Lagt er til að samþykkt verði ný gjaldskrá fyrir gistingu í skálanum árið 2023.
Gisting verði 4.500 kr. pr. nótt og verð fyrir hest verði 500 kr.á sólahring.


 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrá Þeistareykjaskála fyrir árið 2023 og felur sveitarstjóra að birta gjaldskrána á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

8.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Svartaborg ehf. - 2303020

 

Borist hefur erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett 8.3.2023 þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar við umsókn Svörtuborgar ehf., kt. 640519-1850 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV-B, stærra gistiheimili.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

 

Samþykkt

 

   

9.

Fjárhagsáætlun 2023 - Viðauki #3 - 2303015

 

Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2023. Endurbætur við Slökkvistöðina á Laugum að fjárhæð 4.000.000 kr.

 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka að fjárhæð 4.000.000,- sem verður mætt með handbæru fé.

 

Samþykkt

 

   

10.

Breyting á afgreiðslu Póstsins - 2303013

 

Borist hefur erindi frá Byggðastofnun vegna breyttrar póstþjónustu í sveitarfélaginu. Í ljósi þess að umfang afgreiðslna hefur dregst verulega saman hyggst Íslandspóstur leggja af hefðbundna póstþjónustu í Reykjahlíð og á Laugum en í stað hennar mun pósturinn bjóða upp þjónustu póstbíls og sett verða upp Póstbox á báðum stöðum þannig að íbúum er áfram gert kleift að nýta póstþjónustuna þótt hún verði í öðru formi en áður. Breytingin mun taka gildi við lok núgildandi samnings þann 31. ágúst nk.
Áður hafði verið fundað með þáverandi sveitarstjóra vegna málsins

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn telur mikilvægt að við þessa breytingu skerðist ekki þjónusta við íbúa svæðisins. Sveitarstjórn telur þó afturför þegar opinber starfsemi dregst saman í sveitarfélaginu

 

Lagt fram

 

   

11.

Stýrihópur um skólastefnu fundargerðir - 2303003

 

Lögð fram fundargerð 1. fundar stýrhóps um skólastefnu frá 28. febrúar sl.

 

Sveitarstjórn fagnar því að vinna við nýja skólastefnu sé hafin og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í fyrirhuguðum íbúafundum.

 

Lagt fram

 

   

12.

Styrkbeiðni vegna Músík í Mývatnssveit 2023 - 2303045

 

Lagt fram bréf frá Laufeyju Sigurðardóttur þar sem hún óskar eftir því að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við að stilla hljóðfæri fyrir hátíðina Músík í Mývantssveit sem fram fer í dymbilviku. Kostnaðurinn felur í sér flug og bílaleigubíl ásamt stillingu og er áætlaður heildarkostnaður 115.470 kr.

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Í kjölfar sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar stendur yfir viðamikil samræming og stefnumótun í öllum málaflokkum. Meðan á henni sendur er tekin afstaða til hvers erindis fyrir sig. Að samræmingarvinnu lokinni verður erindum sem þessu vísað til afgreiðslu viðkomandi nefndar. Sveitarstjórn samþykkir að greiða fyrir stillingu á hljóðfæri í Skjólbrekku og kostnaði sem af því hlýst.

 

Samþykkt

 

   

13.

Tímabundin skipan í nefndir vegna leyfis frá sveitarstjórnarstörfum - 2303047

 

Helga Héðinssyni hefur verið veitt tímabundin lausn frá störfum í sveitarstjórn til loka september 2024.

 

Vegna tímabundins leyfis Helga Héðinssonar er lögð fram eftirfarandi tillaga að skipun: Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga aðalmaður Arnór Benónýsson
Samtök sveitarfélga á Norðurlandi eystra, varamaður á þing SSNE, Arnór Benónýsson.

 

Samþykkt

 

   

14.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá því hún hóf störf. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

Til máls tók.
Eyþór Kári Ingólfsson lagði til við sveitarstjóra að skýrsla sveitarstjóra verði fyrsti liður á dagsrká hvers sveitarstjórnarfundar.

 

   

15.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 8 - 2303003F

 

Lögð fram fundargerð fræðslu- og velferðarnefndar frá 15.3.2023. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 2, 3, 4, 5, og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 9. fundar Fræðslu- og velferðarnefndar frá 15.3.2023. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 2, 3, 4, 5, og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

15.1

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn fagnar að hafin er vinna við nýja skólastefnu. Sveitarstjórn tekur undir bókun Fræðslu- og velferðarnefndar og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í fyrirhuguðum íbúafundum.

 

15.2

2303033 - Málefni Reykjahlíðarskóla

 

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur nefndarinnar og mikilvægi þess að finna lausn á þeim vanda sem leikskólinn stendur frammi fyrir.
Nú þegar hefur sveitarfélagið staðfest kaup á tveimur íbúðum við Klapparhraun 9, einnig eru í gangi viðræður um kaup á tveim íbúðum til viðbótar. Sveitarfélagið er einnig í viðræðum við Brák hses. um aðkomu að byggingu íbúða í Reykjahlíð. En ljóst er að leita þarf leiða til að leysa húsnæðisvanda til skammst tíma.

 

15.3

2211027 - Reglur um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

15.4

2211028 - Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

15.5

2303030 - Reglur um leikskólavist í öðru sveitarfélagi

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

15.6

2301009 - Málefni Þingeyjarskóla

 

Sveitarstjórn staðfestir tillögu fræðslu- og velferðanefndar um aukinn stuðning og felur skrifstofustjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna launakostnaðar.

 

15.7

2303018 - Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

   

 

   

16.

Skipulagsnefnd - 10 - 2302005F

 

Lögð fram fundargerð 10 fundar skipulagsnefndar frá 15.3.2023. Fundargerðin er í 12 liðum. Liður 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerð 10. fundar skipulagsnefndar frá 15. mars lögð fram til kynningar og, eftir atvikum, til staðfestingar á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023, sbr. bókun sveitarstjórnar við einstaka dagskrárliði í fundargerðinni.

 

16.1

2303035 - Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.2

2303032 - Hitastigulshola vegna rannsókna á jarðhita sunnan Bæjarfjalls

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

Til máls tóku:
Einar Örn Kristjánsson vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu.
Arnór Benónýsson.
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn vísar erindinu til umsagnar samstarfshóps Landsvirkjunar og þingeyjarsveitar.

 

16.3

2303027 - Stofnun lóða í Brekku

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.4

2303036 - Sameining lóða í Brekku, Aðaldal

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.5

2303034 - Fyrirspurn um byggingarheimild við Kotasælu, Björk

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.6

2301002 - Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.7

2002013 - Þeistareykir - deiliskipulag

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.8

2212003 - Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.9

2302015 - Deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - Lóðir 10 og 12

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.10

2303022 - Breyting á deiliskipulagi Stekkjabyggðar

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.11

2303028 - Stofnun lóða að Skógalandi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

16.12

2210001 - Beiðni um umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 10. fundi hennar þann 15. mars s.l. var kynnt á 21. fundi sveitarstjórnar þann 23.03.2023.

 

   

Fundi slitið kl. 15:00.