20. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

09.03.2023

20. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn á Breiðumýri fimmtudaginn 09. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir, Eygló Sófusdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Haraldur Bóasson, Knútur Emil Jónasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Eyþór Kári Ingólfsson og Arnór Benónýsson.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

 

   

1.

Umhverfisnefnd - 7 - 2302006F

 

Lögð fram fundargerð 7. fundar Umhverfisnefndar frá 2. mars sl. Fundargerð umhverfisnefndar er í tveimur liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru lagðir fram til kynningar.

 

Staðfest

 

1.1

2302026 - Kynning á starfsemi Terra

   
 

1.2

2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar

   

 

   

2.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 6 - 2302003F

 

Lögð fram fundargerð Íþrótta,- tómstunda- og menningarnefndar frá 7.3.2023. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 2, 3 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liður eru lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerð 7. fundar Íþrótta- tómstunda og menningarnefndar lögð fram.

 

2.1

2212002 - Umsóknir um styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

Sveitarstjórn staðfestir tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar.

 

2.2

2210021 - Félagsstarf eldri borgara 2022-2023

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að félagsstarf aldraðra verði fært í húsnæði Mikleyjar við Hlíðarveg 6 auk þess fær Félag eldri Mývetninga veitt afnot af húsnæði Mikleyjar utan þess tíma sem félagsstarf eldri borgara á vegum sveitarfélagsins fer fram í húsnæðinu.

Afnotin miðast við eitt ár til að byrja með og að þeim tíma liðnum verður kannað hvort vilji er til áframhaldandi samstarfs. Sveitarstjórn samþykkir að veita Félagi eldri Mývetninga styrk til að standa straum af húsaleigu.

 

2.3

2303005 - Erindi ÍMS

 

Sveitarstjórn þakkar framlagðar ábendingar og felum sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála að ræða við aðila sem að málinu koma.

 

2.4

2303004 - Aðstaða fyrir Mývatnsstofu

 

Til máls tók:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Sveitarstjórn samþykkir að jólasveinaverkefni Mývatnsstofu fái aðstöðu í kjallara Skjólbrekku.

 

2.5

2211054 - Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra

   
 

2.6

2303016 - Samvinnuverkefni Úr héraði

 

Til máls tók:
Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn getur ekki komið að umræddu samstarfsverkefni. Sveitarstjórn lítur jákvæðum augum á leigu á félagsheimilum sveitarfélagsins. Unnið er að heildstæðu mati á framtíðarnýtingu félagsheimilanna. Í ljósi þess sér sveitarfélagið sér ekki fært að leigja félagsheimilið Breiðumýri til lengri tíma en felur sveitarstjóra og oddvita að ræða við þá aðila sem koma að nýtingu hússins með það fyrir augum að auglýsa það til leigu, með ákveðnum skilmálum, í sumar til reynslu.

 

   

3.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5 - 2303001F

 

Lögð fram fundargerð 5. fundar Atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 7.3.2023. Fundargerðin er í 3 liðum, liðir nr. eitt og tvö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liður þrjú er lagður fram til kynningar.

 

Lögð fram fundargerð 5. fundar Atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 7.3.2023. Fundargerðin er í 3 liðum, liðir 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, hinir eru lagðir fram til kynningar.

 

Staðfest

 

3.1

2211054 - Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn felur formanni Atvinnu- og nýsköpunarnefndar og formanni Íþrótta- og tómstundanefndar að fara heildstætt yfir málefni félagsheimila í sveitarfélaginu og leggja minnisblað fyrir sveitarstjórn.

 

3.2

2209027 - Nýsköpun í Norðri, staða verkefna í sameinuðu sveitarfélagi

 

Til mál tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi varðandi ráðningu starfsmanns sem færi með atvinnu- og nýsköpunarmál hjá sveitarfélaginu. Nú standa yfir ráðningar í ný og laus störf hjá sveitarfélaginu og er sveitarstjóra falið að kanna hvort verkefnið geti farið saman með öðru starfi.

 

3.3

2301026 - Önnur mál, opin umræða.

   
     

4.

Forsætisráðuneytið - Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum - 2302025

 

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit verði þátttakandi í samráðsverkefni um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum. Hluti þess verkefnis er að útfæra hugmyndir um hvernig stefnumótun á þessu sviði getur mótast í samráði við og með beinni þátttöku almennings. Verkefnið er í tveim hlutum og gert er ráð fyrir því að það hefjist í mars og ljúki í maí. Forsætisráðuneytið óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Þingeyjarsveitar um verkefnið.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að svara erindinu og boða sveitarstjórn til fundar með fulltrúm forsætisráðuneytisins.

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að svara erindinu og boða sveitarstjórn til fundar með fulltrúum forsætisráðuneytisins.

 

Samþykkt

 

   

5.

Boð um þátttöku í grænum skrefum (Græn skref) - 2303009

 

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 25. janúar sl. þar sem sveitarfélögum á Norðurlandi eystra er boðin þátttaka í Grænum skrefum SSNE.
Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Verkefnið byggir á Grænum skrefum í ríkisrekstri sem Umhverfisstofnun hefur haft umsjón með frá árinu 2014, en aðlöguð að starfsemi sveitarfélaga og taka auk þess mið af Sóknaráætlun landshlutans. Stuðst verður við efni á heimasíðunni www.graenskref.is ásamt verkfærakistu Loftslagsvænni sveitarfélaga á www.loftslagsstefna.is. Haldinn verður upplýsingafundur fyrir þau sveitarfélög sem óska eftir að taka þátt í verkefninu.

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn lýsir áhuga á þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að skrá Þingeyjarsveit í Græn skref SSNE.

 

Samþykkt

 

   

6.

Dóra Rún Kristjánsdóttir - Húsnæði leikskólans Tjarnaskjóls - 2302024

 

Lagt fram bréf frá Dóru Rún Kristjánsdóttir starfandi deildarstjóra Tjarnaskjóls, Birnu Davíðsdóttur skólastjóra Stórutjarnaskóla og Hönnu Berglindi Jónsdóttur deildarstjóra Tjarnarskjóls dags. 24. febrúar sl. Þar kemur m.a. fram að þær telji að húsnæði leikskólans taki ekki mið af þörfum barnanna og þeirri starfsemi sem fram fer í leikskóla.

 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir stöðu Leikskólans Tjarnaskjóls og tekur undir mikilvægi þess að leikskólahúsnæði uppfylli þarfir barna sem þar dvelja.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að á fyrri hluta kjörtímabilsins verði málefnum leikskólans Tjarnaskjóls komið í farveg og felur jafnframt verkefnastjóra framkvæmda og skólastjórnendum að útfæra hugmyndir að framtíðarlausn leikskólans í áframhaldandi samstarfi við grunnskólann og verði vinnunni lokið fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

 

Samþykkt

 

   

7.

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 - 2208046

 

Lagður fram viðaukni nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023.
Viðaukinn er vegna leiðréttinga milli liða samkvæmt framlögðum gögnum og felur í sér kostnaðarauka upp á 5.009 þúsund kr. sem mætt verður af handbæru fé.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

8.

Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2026 - 1904020

 

Lögð fram drög að Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2023 sem sveitarstjórnarfulltrúar hafa þegar fengið senda og kynnt sér ítarlega.

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og verður hún birt á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

 

Samþykkt

 

   

9.

BH Bygg ehf.- Íbúðir á lóðinni Klappahrauni 9 - 2301003

 

Lagður fram undirritaður samningur við BH bygg ehf. um kaup á tveimur íbúðum við Klappahraun 9 í Reykjahlíð samkvæmt bókun sveitarstjórnar á 19. fundi 23. febrúar sl. Íbúðirnar eru 117 m2. Kaupverð 58.500 millj. kr.

 

Til máls tók:
Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn staðfestir framlagðan samning með 8 atkvæðum. Halldór Þorlákur Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

Samþykkt

 

   

10.

Fjárhagsáætlun 2023 - 2303015

 

Lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2023.
Viðaukinn er til kaupa á tveimur íbúðum að stærð 117 m2 hvor að Klappahrauni 9, Reykjahlíð. Heildarkaupverð er 117 milljónir króna. Fjárfestingunni verður mætt með lántöku að upphæð 78 milljónir króna og 39 milljónir króna af handbæru fé.

 

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 er samþykktur með átta atkvæðum Halldór Þorlákur Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

Samþykkt

 

   

11.

Kálfaströnd leigusamningar - 2206023

 

Lagt er fram erindi í tveimur liðum frá Halldóri Árnasyni, Garði Mývatnssveit.
Í fyrsta lagi leggur hann fram tilboð í veiðirétt Kálfastrandar 1 og 2 sumar og vetrarveiði frá og með 2022 til loka árs 2030.

Í öðru lagi er beiðni um nýtingu túna og beitar á Kálfaströnd. Óskar hann eftir að slá og hirða Sviðning, Hörgur og Þorlákshöfða. Sumarbeit fyrir fé í Hrútey og Selhaga og vor og haustbeit í Belgjarnesi innan núverandi girðingar, haustbeit Selhaga og Sviðning auk Þorlákshöfða.

 

Til máls tók:
Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn hyggst ekki bjóða út veiðirétt Kálfastrandar árið 2023.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Halldórs Árnasonar um nýtingu túna og beitar á Kálfaströnd og felur sveitarstjóra að gera samning þar um.

 

Samþykkt

 

   

12.

Starfshópur um greiningu á áhættu og áfallaþoli sveitarfélaga - 2303010

 

Lagt fram erindi frá Bjarna Höskuldssyni slökkviliðsstjóra þar sem hann vekur athygli á hlutverki sveitarfélaga þegar kemur að almannavörnum.
Í byrjun árs 2022 var send könnun á öll sveitarfélög landsins um stöðu viðbragðsáætlana. Í framhaldi af því var farið að bjóða upp á námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélaga er varðar leiðbeiningar við greiningu á áhættu og áfallaþoli í sveitarfélögum þegar kemur að almannavarnavörnum. Þrír starfsmenn Þingeyjarsveitar sóttu námskeiðið og ljóst er að nokkur vinna er fyrirliggjandi innan sveitarfélagsins í mati á áhættu- og áfallaþoli sveitarfélagsins er varða almannavarnir.
Í ljósi þess leggur slökkviliðsstjóri að sveitarstjórn setji á fót þverfaglegan starfshóp til að greina áhættu- og áfallaþol sveitarfélagsins.

 

Með vísan í 16. gr. laga nr. 82/2008 leggur sveitarstjórn til að settur verið á fót starfshópur og verði honum falið að greina áhættu og áfallaþol sveitarfélagsins og leggur til að eftirtaldir aðilar eigi sæti í hópnum:
Anna Bragadóttir landfræðingur, Atli Sveinbjörnsson skipulagsfulltrúi, Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri, Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri/forstöðumaður áhaldahúss og
Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari. Starfsmaður hópsins verði Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri.

 

Samþykkt

 

   

13.

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar -umsókn um að halda snowcross keppni - 2302027

 

Lögð fram beiðni Akstursíþróttafélags Mývatnssveitar um samþykki sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar vegna fyrirhugaðrar Snowcross keppni sem halda á í landi Reykjahlíðar við Kröflu í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 507/2007.

 

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina enda liggur skriflegt leyfi landeigenda.

 

Samþykkt

 

   

14.

Ósk um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum - 2303011

 

Lagt fram bréf frá Helga Héðinssyni sveitarstjórnarfulltrúa dags. 6. mars sl. þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn til haustsins 2024.

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Með vísan í 30. gr. laga nr. 138/2011 samþykkir sveitarstjórn framlagða beiðni.
Á næsta fundi sveitarstjórnar verður skipað þær í nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins sem Helgi Héðinsson sveitarstjórnarfulltrúi situr í.

 

Samþykkt

 

   

15.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram.

 

Kynnt

 

   

16.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - 144.mál -Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 1232010 - 2210001

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent sveitarfélögum til umsagnar, tillögur að breytingum við 144. mál skipulagsmál. Umsagnir þurfa að berast fyrir 14. mars. Málið var áður á dagskrá skipulagsnefndar 20. október 2022.

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagnefndar og felur henni að senda inn umsögn.

 

   

17.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá því hún hóf störf. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

Lagt fram

 

Fundi slitið 14:05