19.fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

23.02.2023

19.fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Ýdölum fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Eygló Sófusdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Starfsmenn

Magnús Már Þorvaldsson

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir samþykki fundarmanna fyrir því að taka á dagskrá með afbrigðum eftirtalin mál:

 

  1. Starfsmannamál
  2. Fundargerð ársfundar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar
  3. Fundargerð 27. fundar stjórnar Leigufélags Þingeyjarsveitar
  4. Erindi frá foreldrum nemenda í Stórutjarnaskóla
  5. Húsnæðismál

 

Samhljóða samþykkt.

 

  1. Starfsmannamál - 2301012

Fyrirliggjandi er ráðningarsamningur við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur í starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Ragnheiður Jóna var ein af umsækjendum um starf sveitarstjóra þegar það var auglýst sl. sumar. Hún var sveitarstjóri í Húnaþingi vestra á síðasta kjörtímabili og þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Ragnheiður Jóna starfaði í 10 ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.

Oddviti hefur undirritað ráðningarsamning með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Arnór, Jóna Björg, Gerður og Knútur Emil.

Sveitarsjórn samþykkir samhljóða ráðningarsamning við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur í starf sveitarstjóra og býður hana velkomna til starfa.

 

  1. Hofsstaðir - Menningarsetur - 2108029

Lagt fram til kynningar bréf frá Minjastofnun þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að rekstri og nýtingu Hofsstaða. Framkvæmdasýsla ríkisins - Ríkiseignir eignuðust Hofsstaði í Mývatnssveit af bræðrunum Ásmundi og Guðmundi Jónssonum gengnum árið 2014. Minjastofnun hefur haft umsjón með eigninni.

Til máls tóku: Árni Pétur og Knútur Emil.

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og ítrekar mikilvægi þess að Minjastofnun komi að rekstri Hofsstaða enda um merkt minjasvæði að ræða. Forsenda þess að slíkur rekstur gangi er að tekjur svæðisins, s.s. arður af eignum skili sér beint til reksturs Hofsstaðasvæðisins.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Starfshópur um úrgangsmál 2023 - 2302020

Sveitarstjórn skipaði starfshóp um úrgangsmál á 16. fundi sínum þann 19.01.2023. Lögð er fram verkáætlun starfshópsins til kynningar.

Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með verkáætlun starfshópsins.

 

  1. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Tónkvíslin - 2302013

Tekið fyrir erindi Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, dagsett 13. febrúar 2023, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Andra Hnikarrs Jónssonar f.h. Framhaldsskólans á Laugum um tækifærisleyfi vegna Tónkvíslar - söngkeppni skólans sem áætlað er að halda í íþróttahúsinu á Laugum þann 11. mars 2023.

Til máls tóku: Árni Pétur og Eygló.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfinsins.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Samorka - Aðalfundarboð - 2302017

Lagt er fram til kynningar, aðalfundarboð Samorku. Aðalfundurinn verður haldinn í Hvammi á Grand Hotel í Reykjavík þann 15. mars nk.

Sveitarstjórn samþykkir að Gerður fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landeigendafélag Voga - Málefni hitaveitu - 1712010

Lögð fram gögn varðandi áralangan ágreining Skútustaðahrepps og Landeigenda í Vogum um málefni hitaveitu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2026 - 1904020

Á 18. fundi sveitarstjórnar þann 9.2.2023 var Árna Pétri Hilmarssyni og Knúti Emil Jónassyni falið að fullvinna áætlunina. Vinnan stendur yfir og verður áætlun skilað innan tímamarka og staðfest á næsta fundi sveitarstjórnar.

Til máls tók: Jóna Björg.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Garðar Finnsson: Umsókn um hænsnahald - 1703014

Garðar Finnsson sækir um endurnýjun á leyfi til hænsnahalds í Birkihrauni 12. Leyfið var upphaflega veitt á grundvelli reglugerðar Skútustaðahrepps um hænsnahald í þéttbýli. Reglugerðin var staðfest af sveitarstjórn Skútustaðahrepps 2017.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlengingu leyfisins og felur sveitarstjóra afgreiðslu þess.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. SSNE - Líforkuver - 2109033

Meðfylgjandi eru drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði sem óskað er eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau séu tilbúin til að standa að.

 

Varðandi kostnað þann sem yrði á hendi sveitarfélaganna í þessu skrefi, þá hefur stjórn SSNE ákveðið að leggja til að þetta verði hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar og verður því vonandi fjármagnað í gegnum þann farveg.

Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa við líforkuver í Eyjafirði og felur sveitarstjóra að undirrita yfirlýsinguna þegar hún liggur fyrir. Komi til þess að sveitarfélögin fjármagni næstu skref í undirbúningi, mun sveitarstjórn taka það sérstaklega fyrir.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík - 2209005

Fyrir liggur viðauki við verksamning um byggingu nýs 60 íbúða hjúkrunarheimilis á Húsavík. Drög að verksamningi voru samþykkt af sveitarstjórn þann 19.01.2023. Fyrir liggur að Heilbrigðisráðuneytið samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti. Næstu skref eru þau að á grundvelli undirritaðs samnings munu Ríkiseignir óska eftir útboðsheimild hjá Fjármálaráðuneyti. Útboðsferillinn er 3 mánuðir og verkframkvæmd er áætluð 30 mánuðir.

Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn staðfestir framlagðan viðaukasamning og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. SSNE - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 Tilaga til kynningar - 2302014

Lögð fram til kynningar, tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012.

Tillagan hefur verið auglýst og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.

Til máls tók: Gerður

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

 

  1. Starfsmannamál - 2301012

Niðurstaða liggur fyrir í ráðningaferli verkefnastjóra fjölskyldumála. Mögnum ráðningar annaðist ráðgjöf í ráðningaferlinu.

Sjö aðilar sóttu um og var Ásta Fönn Flosadóttir metin hæfust í starfið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Ástu Fönn Flosadóttur og býður hana velkomna til starfa.

 

  1. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir - 2208004

Lögð fram fundargerð ársfundar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar.

 

 

  1. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir - 2208004

Lögð fram fundargerð 27. fundar stjórnar Leigufélags Þingeyjarsveitar.

 

 

  1. Foreldrar nemenda við Stórutjarnaskóla - bygging sparkvallar á skólalóð Stórutjarnaskóla - 2302023

Lagt fram erindi til sveitarstjórnar frá foreldrum nemenda í Stórutjarnaskóla þar sem óskað eftir því að sparkvöllur verði byggður á lóð skólans.

Til máls tók: Knútur

Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til frekari umjöllunar í fræðslu- og velferðarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. BH Bygg ehf.- Íbúðir á lóðinni Klappahrauni 9 - 2301003

Á fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2023 var Knúti Emil og Árna Pétri falið að ganga til samninga við BH bygg um kaup á tveimur 117fm í búðum við Klappahraun í Reykjahlíðarþorpi.

Tillaga til sveitarstjórnar:

Að sveitastjórn samþykki að sveitarstjóri undirriti samning um kaup á tveimur 117 m2 fullkláruðum íbúðum við BH bygg ehf, á umræddum forsendum.

Þá vísar sveitarstjórn því til Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. að ganga til samninga við Jarðböðin hf um kaup á íbúðum sem eru í byggingu á þeirra vegum.

Að sveitarstjóri feli byggingarfulltrúa að uppfæra stöðu lóðaframboðs á vegum sveitarfélagsins fyrir komandi viðræður.

Til máls tóku: Árni Pétur, Gerður og Jóna Björg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við BH bygg ehf um kaup á tveimur íbúðum sem stendur til að byggja við Klappahraun. Samningur verði svo lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

Þá vísar sveitarstjórn því til Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. að ganga til samninga við Jarðböðin um kaup á íbúðum sem eru í byggingu á þeirra vegum.

Byggingarfulltrúa/skipulagsfulltrúa er falið að taka saman yfirlit um framboð á lóðum á vegum sveitarfélagsins fyrir næstu skref í húsnæðisuppbyggingu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Íþrótta- og tómstundanefnd - 5 - 2301002F

Lögð fram fundargerð Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 7.2. 2023. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 5. fundar íþrótta- og tómstundanefndar dags 7. febrúar 2022.

 

Samhljóða staðfest.

12.1 2212005 - Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar

 

12.2 2208049 - Gafl félag um þingeyskan byggingararf - Gerð húskannana í Þingeyjarsveit

 

12.3 2210021 - Félagsstarf eldri borgara 2022-2023

 

12.4 2208027 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar

 

12.5 2301010 - Endurnýjun á samningi

 

12.6 2211054 - Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra

 

12.7 2301020 - Mývetningur- Fundargerðir

 

12.8 2301019 - Erindi frá stjórn Mývetnings, málefni ÍMS

 

12.9 2301017 - Fjallahringur Mývetnings

 

12.10 2301016 - Myndavélasafn Arnar

 

12.11 2212002 - Umsóknir um styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

12.12 2302002 - Afnot af félagsheimilinu Breiðumýri maí-sept 2023

Fundargerðin er samhljóða staðfest.

 

 

Skipulagsnefnd - 9 - 2301007F

Fundargerð 9. fundar skipulagsnefndar frá 9.2.2023 lögð fram til kynningar. Liður nr. 2 - Byggingarleyfi að Hróarstungu þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin að öðru leyti samhljóða samþykkt.

13.1 2211038 - Svartárkot - gróðurhús og fjölnotahús - Umsókn um byggingarleyfi

 

13.2 2212011 - Byggingarleyfi að Hróarstungu 3

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að leita undanþágu frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Samþykkt samhljóða.

13.3 2111009 - Jarðböðin stækkun - umsókn um byggingarleyfi

 

13.4 2302003 - Byggingarleyfi að Skógalandi

 

13.5 2208042 - Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi

 

13.6 2002013 - Þeistareykir - deiliskipulag

 

13.7 2302011 - Fyrirspurn frá Verndarfélagi Svartár og Suðurár

 

13.8 2302015 - Deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - Lóðir 10 og 12

 

 

  1. Fræðslu- og velferðarnefnd - 7 - 2302002F

Lögð er fram til kynningar fundargerð fræðslu- og velferðarnefndar frá 15.2.2023. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liður nr. 2 krefst afgreiðslu sveitarstjórnar en aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tók: Jóna Björg.

 

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

 

14.1 2301011 - Skólanámskrá Barnaborgar 2023-2028

Sveitarstjórn þakkar deildarstjóra fyrir greinargóða og ítarlega skólanámskrá.

14.2 2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn staðfestir tillögu fræðslu- og velferðarnefndar um skipun í starfshóp sem mun starfa með ráðgjafa Skólastofunnar slf við gerð nýrrar skólastefnu fyrir Þingeyjarsveit. Starfshópinn skipa Eygló Sófusdóttir, Arnór Benónýsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Jóhann Rúnar Pálsson, Birna Davíðsdóttir og Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

14.3 2302012 - Skólastarf Stórutjarnaskóla

 

14.4 1811020 - Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019

 

 

  1. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. - 2301009F

Lögð fram fundargerð 4. fundar Atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 6.2.2023. Fundargerðin er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn tekur undir með Jónu Björgu um mikilvægi þess að sveitarstjórn leiti allra leiða til að ná fram umbótum í vegamálum í sveitarfélaginu.

 

Fundargerðin samhljóða staðfest.

15.1 2301023 - Vegamál í Þingeyjarsveit. Samtal við fulltrúa Vegagerðarinnar.

 

15.2 2301026 - Önnur mál, opin umræða.

 

Fundi slitið kl. 13:50.