17. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

26.01.2023

17. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Breiðamýri fimmtudaginn 26. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Haraldur Bóasson

Eygló Sófusdóttir boðaði forföll, fundinn sat Haraldur Bóasson í hennar stað. 

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir samþykki fundarmanna fyrir því að taka á dagskrá mál nr. 2210017 - Stekkur, umsókn um byggingarheimild sem 8. mál á dagskrá og mál nr. 2212015 - Gjaldskrá Þingeyjarsveitar, sem 9. mál. Samhljóða samþykkt.

Dagskrá:

 

1.

Umhverfisstofnun - Ráðgjafarnefnd um friðuð svæði í Mývatnssveit - 2211061

 

Í tölvupósti frá 30. nóvember 2022 óskar Ragnheiður Björk Sigurðardóttir, f.h. Umhverfisstofnunar eftir tilnefningu Þingeyjarsveitar í ráðgjafanefnd um friðuð svæði í Mývatnssveit, samkvæmt auglýsingum um náttúruvættið Seljahjallagil, Bláhvamm, Þrengslaborgir og nágrenni Mývatnssveitar, um náttúruvættið Dimmuborgir og náttúruvættið Hverfjall.
Ráðgjafarnefndin er Umhverfisstofnun til ráðgjafar um málefni er varða rekstur svæðanna, samstarf þeirra og stefnumótun. Ráðgjafarnefndin er skipuð til fjögurra ára í senn og er hlutverk hennar nánar útfært í erindisbréfi Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun vekur athygli á 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu.
Óskað var eftir fullu nafni, netfangi og heimilisfangi þeirra tilnefndu, eigi síðar en 20. desember sl.

 

Samhljóða samþykkt að fresta afgreiðslu máls til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

   

2.

Samræming á kjörum starfsmanna - 2301014

 

Í kjölfar sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur borið nokkuð á óánægju starfsmanna með mismunandi kjör eftir því hvors sveitarfélags starfsmenn voru ráðnir til. Ljóst er að munur er á því hvernig laun eru samsett, en vafi leikur á því hvort mismunandi samsetning launa leiði til mismunandi kjara þegar allt er talið. Lagt er til að leitað verði tilboða frá sérfræðingum í að greina hvort munur sé á kjörum starfsmanna og ef svo er, í hverju hann liggur.

 

Til máls tóku Knútur Emil og Arnór. Samþykkt samhljóða að leita verði tilboða frá sérfræðingum.

 

   

3.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Fundargerðir stjórnar SSNE frá 8. júní 2022 til 9. desember 2022 lagðar fram til kynningar. Um er að ræða fundargerðir 38. - 45. fundar. Fundargerðirnar eru aðgengilegar á https://www.ssne.is/is/fundargerdir.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

Félagsstarf eldri borgara 2022-2023 - 2210021

 

Lögð fram tillaga um lausn á húsnæðisvanda félagsstarfs eldri borgara í Mývatnssveit, sem felst í því að félagsstarfið fari fram í fremra rými þess húsnæðis sem nýtt er undir Mikley í dag. Félag eldri borgara í Mývatnssveit fái auk þess húsnæðið til afnota í þágu félagsmanna sinna utan þess tíma þegar skipulagt félagsstarf á vegum sveitarfélagsins fer fram.
Áfram verði boðið upp á skrifstofurými í innra rými húsnæðisins, en aðstaða fyrir nema í tengslum við Þekkingarnet Þingeyinga færist í Gíg. Lagt er til að reynslan af nýtingu húsnæðisins verði metin að ári liðnu.

 

Til máls tóku: Ragnhildur Hólm, Knútur Emil og Arnór, Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til íþrótta- tómstunda- og menningarnefndar.

 

   

5.

Umhverfisnefnd - 5. fundur - 2301004F

 

Fundargerð 5. fundar umhverfisnefndar frá 19.1.2023 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5.1

2301008 - Kynning á starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands

   
 

5.2

2212022 - Tilnefningar til umhverfisverðlauna

   
 

5.3

2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar

   

 

 

 

6.

Skipulagsnefnd - 8. fundur. - 2212002F

 

Fundargerð 8. fundar skipulagsnefndar frá 18.1.2023. Fundargerðin er í 11 liðum, til afgreiðslu er einn liður, nr. 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

 

6.1

2209030 - Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs

 

Til máls tók Knútur Emil.
Samþykkt samhljóða.

 

6.2

2212018 - Skógarmelar 8, Fnjóskadal

   
 

6.3

2212011 - Byggingarleyfi að Hróarstungu 3

   
 

6.4

2212010 - Breyting á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar

   
 

6.5

1905026 - Fjósatunga - deiliskipulag

   
 

6.6

2002026 - Umsókn um stofnun lóðarinnar Gamla tún

   
 

6.7

1808035 - Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn

   
 

6.8

2301001 - Beiðni um endurskoðun á skilgreiningu og stærð lóðar Hólabrautar á Laugum

   
 

6.9

2301002 - Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar

   
 

6.10

2212003 - Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi

   
 

6.11

2111009 - Jarðböðin stækkun - umsókn um byggingarleyfi

   

 

   

7.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 6. fundur - 2301001F

 

Fundargerð 6. fundar Fræðslu- og velferðarnefndar frá 18.01.23. Fundargerðin er í 4 dagskrárliðum. Til afgreiðslu er liður 1. Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

 

7.1

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

 

Til máls tóku: Knútur Emil og Ragnhildur Hólm
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Skólastofuna slf.

 

7.2

2208014 - Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar

   
 

7.3

2301009 - Málefni Þingeyjarskóla

   
 

7.4

2301011 - Skólanámskrá Barnaborgar 2023-2028

   

 

   

8.

Stekkur - umsókn um byggingarheimild - 2210017

 

Tekin fyrir beiðni frá Innviðaráðuneytinu dags. 25. janúar 2023 um umsögn við beiðni sveitarfélagsins um undanþágu frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Í greininni er kveðið á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar bókaði á fundi sínum þann 20. október 2022 að skipulagsfulltrúa væri falið að leita til Innviðaráðuneytisins fyrir undanþágu skipulagsreglugerðar vegna byggingaráforma landeigenda að Stekk við Ljósavatn.

 

Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg.

Bókun:
Sveitarstjórn leggst ekki gegn því að undanþága sé veitt frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna byggingaráforma við Stekk og felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn til Innviðaráðuneytisins f.h. sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

 

   

9.

Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2023 - 2212015

 

Áður á dagskrá 13. fundar sveitarstjórnar þann 14.12. sl. þar sem samþykkt var að lóðarleiga í Þingeyjarsveit skyldi vera 1,25% af fasteignamati. Lóðarleiga fyrir sameiningu var 1% af fasteignamati í Þingeyjarsveit eldri og 10,50 kr pr fermetra lóðar í þéttbýlinu í Skútustaðahreppi. Lögð er fram tillaga um að samræmd lóðarleiga verði 1,00% fyrir árið 2023.

 

Samþykkt samhljóða.

 

   

Fundi slitið kl.13:25.