13. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

21.06.2023

13. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 21. júní kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingi Yngvason, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hallgrímur Páll Leifsson, Sigurður Böðvarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson og Rögnvaldur Harðarson.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Heiðarbraut - Stofnun lóðar - 2305036
2. Stekkur - umsókn um byggingarheimild - 2210017
3. Stofnun lóðar úr landi Bjarkar - 2208009
4. Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi - 2303035
5. Klappahraun 10 - deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - 2302015
6. Húsheild - Umsókn um stöðuleyfi vinnubúða - 2306030
7. Vogar 1 - framkvæmdaleyfi veglagningar - 2306001
8. Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042
9. Vogar 1 - Breyting á deiliskipulagi vegna F5 - 2306014
10. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2204008

Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að máli 6 sé bætt á fundinn með afbrigðum, samþykkt samhljóða. Breyting er gerð á röðun mála á fundi og mál 2, 3, 4 og 5 eru færð aftast og verða að málum 7, 8, 9 og 10.

1. Heiðarbraut - Stofnun lóðar - 2305036

Tekin fyrir umsókn frá Hönnu Karlsdóttur dags. 22. maí s.l. um stofnun lóðar að Heiðarbraut, Þingeyjarsveit. Meðfylgjandi umsókninni er uppdráttur sem sýnir afmörkun lóðar.

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt

   

2. Stekkur - umsókn um byggingarheimild - 2210017

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi að Stekk við Ljósavatn. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 20. október 2022 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum og að leita til Innviðaráðuneytisins fyrir undanþágu frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sem segir að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Undanþága barst frá Innviðaráðuneytinu þann 13. febrúar s.l.

Athugasemdir sem hafa borist gefa ekki tilefni til verulegra breytinga á byggingaráformum að Stekk við Ljósavatn. Byggingarfulltrúa er falið að gefa út byggingarleyfi að Stekk að teknu tilliti til umsagna sem borist hafa þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt

   

3. Stofnun lóðar úr landi Bjarkar - 2208009

Tekin fyrir að nýju umsókn frá Hermanni Kristjánssyni dags. 8. júlí 2022 um stofnun lóðar að Björk skv. meðfylgjandi hnitum. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 24. ágúst 2022 þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins og fól skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 í samráði við landeigendur. Fyrir liggur samþykkt breyting á deiliskipulagi Voga 1.

Byggingarfulltrúa er falið að kalla eftir frekari gögnum og sjá um stofnun lóðarinnar þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 hefur hlotið birtingu í B deild.

Samþykkt

   

4. Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi - 2303035

Tekin fyrir beiðni frá Guðmundi Birgissyni f.h Jarðbaðanna dags. 14. mars s.l. um heimild til breytingar á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóðar 11 í Klappahrauni. Áformað er að breyta 4 íbúða raðhúsalóð í 5 íbúða lóð. Erindið var síðast á fundi nefndarinnar þann 17. maí s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar. Ekki hafa borist athugasemdir við tillöguna.

Berist ekki frekari athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóðar 11 við Klappahraun felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku tillögunnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

Samþykkt með 4 atkvæðum. Ingi greiðir atkvæði á móti breytingunni og telur ótækt að hringlað sé með gildandi deiliskipulagsáætlanir sem rýrir gildi þeirra.

   

5. Klappahraun 10 - deiliskipulag Reykjahlíðarþorps - 2302015

Tekin fyrir beiðni frá Héðni Björnssyni og Haraldi Gyðusyni dags. 13. febrúar s.l. um heimild til breytingar á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóða 10 og 12 í Klappahrauni. Erindið var síðast á fundi nefndarinnar þann 17. maí s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar. Ekki hafa borist athugasemdir við tillöguna.

Berist ekki frekari athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóða við Klappahraun 10 og 12 felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku tillögunnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

Samþykkt með 4 atkvæðum. Ingi greiðir atkvæði á móti breytingunni og telur ótækt að hringlað sé með gildandi deiliskipulagsáætlanir sem rýrir gildi þeirra.

   

6. Húsheild - Umsókn um stöðuleyfi vinnubúða - 2306030

Tekin fyrir umsókn um endurnýjun stöðuleyfis fyrir vinnubúðir á lóð við gömlu Kísiliðjuna frá Einar Björnssyni f.h. Húsheildar dags. 20. júní s.l.

Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa er falið að gefa út stöðuleyfi ef ekki berast athugasemdir við áformin þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt

   

Hallgrímur vekur athygli á mögulegu vanhæfi og víkur af fundi undir liðum 7, 8, 9 og 10.

7. Vogar 1 - framkvæmdaleyfi veglagningar - 2306001

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur dags. 31. maí s.l. um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu frá Mývatnssveitarvegi (848) að fyrirhugaðri íbúðabyggð í Vogahrauni skv. gildandi deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum og hönnunarforsendum fyrir veglagningu. Skipulagsnefnd tekur erindið fyrir að nýju þegar heimild frá hlutaðeigandi landeigendum liggur fyrir og Vegagerðinni vegna tengingar við Mývatnssveitarveg.

Frestað

   

8. Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 sem gerir ráð fyrir byggingu frístundahús á lóð Bjarkar. Erindið var síðast á fundi skipulagsnefndar þann 15. febrúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að sjá um gildistöku deiliskipulagsins. Þann 17. mars gerði Skipulagsstofnun athugasemd við að ekki hefði borist undanþága frá Innviðaráðuneytinu um heimila fjarlægð frá Þjóðvegi skv. skipulagsreglugerð. Fyrir liggur samþykki frá Innviðaráðuneytinu vegna undanþágubeiðni dags. 13. júní s.l.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tekin sé til umræðu athugasemd Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og skipulagsfulltrúa í kjölfarið falið að sjá um gildistöku tillögunnar skv. fyrri bókun skipulagsnefndar.

Samþykkt

   

9. Vogar 1 - Breyting á deiliskipulagi vegna F5 - 2306014

Tekin fyrir umsókn frá Héðni Björnssyni dags. 7. júní s.l. þar sem sótt er um heimild til breytingar á deiliskipulagi Voga 1 vegna lóðarinnar F5. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð úr 3090 fm í 3631 fm og byggingarmagn aukið úr 120 fm í 250 fm.

Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi Voga 1. Í vinnslu er breyting á gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins þar sem gert er ráð fyrir því að landnotkun svæðisins verði að íbúðarbyggð. Skipulagsnefnd telur að svæðið skuli skoðast heildstætt og vísar áformunum í núverandi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Voga 1.

Samþykkt

   

10. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2204008

Tekin fyrir að nýju erindi frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna skilgreiningar íbúðasvæðis að Vogum 1, Mývatnssveit. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 17. maí s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var kynnt með athugasemdafresti frá og með 26. maí til og með 16. júní s.l. Athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna.

Skipulagsnefnd hefur tekið til umræðu athugasemdir er bárust við skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna áfram að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023.

Samþykkt

   

Fundi slitið kl. 12:00.