7. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

14.12.2022

7. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 14. desember kl. 09:00

Fundarmenn

Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Sigurður Böðvarsson, Ingi Yngvason, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:
1. Léttsteypa byggingarleyfi - 2206044
2. Breyting á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar - 2212010
3. Færsla skiljuvatnsútblásturs - 2211056
4. Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042
5. Beiðni um umsögn við breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030 - 2212007
6. Heiðartún - breyting á aðalskipulagi - 2211034
7. Ljótsstaðir, umsókn um lóðastofnun - 2211042
8. Vaglaskógur - lóð felld inn í jörð - 2211050
9. Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi - 2212003
10. Umsókn um byggingarleyfi - Öndólfsstaðir land L180094 - 2208012
11. Afmörkun lóða í landi Víðifells - 2212009
12. Helluvað - lóðastofnun - 2212017
13. Endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar - 2212014
14. Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021

Einar lýsir yfir vanhæfi og víkur af fundi

1.

Léttsteypa byggingarleyfi - 2206044

 

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi frá því í mars s.l. frá Jóni Inga Hinrikssyni. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi húsnæði Léttsteypunnar. Áður hafði verið sótt um byggingarleyfi árið 2017 sem var gefið út og undirstöður steyptar. Sótt er um byggingarleyfi á grunni áður útgefins byggingarleyfis. Á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember s.l. fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að leita eftir áliti lögfræðings á þeim samningum og gögnum sem liggja til grundvallar og frestar afgreiðslu erindisins.

 

Skipulagsnefnd telur ekki unnt að gefa út fyrirhugað byggingarleyfi á grunni gildandi deiliskipulags og frestar afgreiðslu erindisins.

 

Frestað

     

2.

Breyting á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar - 2212010

 

Tekin fyrir beiðni frá Jóni Inga Hinrikssyni dags. 9. desember 2022, samanber undirritaða umsókn frá 13. desember, um heimild til breytingar á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar þar sem uppfærðir eru skilmálar um byggingarmagn og lóðastærð samkvæmt fasteignaskrá. Tilgangur breytingarinnar er að mæta þörfum fyrir endurbætur á húsnæði verksmiðjunnar möguleika á að hýsa þann tækjabúnað sem fylgir rekstri verksmiðjunnar.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

 

Samþykkt

     

Einar kom aftur inn á fund

3.

Færsla skiljuvatnsútblásturs - 2211056

 

Tekið fyrir erindi dags. 28. nóvember 2022 frá Axel Vali Birgissyni f.h. Landsvirkjunar þar sem tilkynnt er um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna færslu skiljuvatnsútblásturs við Bjarnarflag til norðurs fjær Mývatnssveitarvegi.

 

Skipulagsnefnd telur framkvæmdina í samræmi við gildandi deiliskipulag en ekki falla undir reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þar sem hún muni hafa minniháttar áhrif á umhverfið og ásýnd þess.

 

Samþykkt

     

4.

Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042

 

Tekin fyrir beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Voga 1 dags. 23. ágúst 2022. Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 dags. 9. desember 2022. Áformað er að skilgreinina lóð í landi Bjarkar undir íbúðarhús og byggingu starfsmannahúss í landi Voga 1.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi Voga 1, forsendur hennar og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa er falið að leita undanþágu frá d. lið í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

 

Samþykkt

     

5.

Beiðni um umsögn við breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030 - 2212007

 

Tekin fyrir beiðni dags. 6. desember frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur f.h. Norðurþings um umsögn við breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030 vegna lagningu jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1. Framkvæmdin skarast á við sveitarfélagsmörk Norðurþings og Þingeyjarsveitar.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030 vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1.

 

Samþykkt

     

6.

Heiðartún - breyting á aðalskipulagi - 2211034

 

Tekin fyrir beiðni dags. 16. nóvember s.l. frá Pétri Snæbjörnssyni um breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahreppi 2011 - 2023. Um er að ræða endurskilgreiningu 2,56 ha reits úr landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð að Heiðartúni vestan við Mývatnssveitarflugvöll.

 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu en vísar því í vinnslutillögu aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu.

 

Hafnað

     

7.

Ljótsstaðir, umsókn um lóðastofnun - 2211042

 

Tekið fyrir erindi dags. 22.nóvember 2022 frá Hörpu Erlendsdóttur f.h. landeigenda Ljótsstaða í Laxárdal þar sem sótt er um lóðastofnun utan um þau hús sem standa á jörðinni.
Meðfylgjandi eru umsóknareyðublað, hnitsettur uppdráttur, veðbandayfirlit og F550 blað.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt þegar tilskilin gögn hafi borist og að hún verði skráð fasteignaskrá í samræmi við 47. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gegn því að upplýst verði um fullt samþykki landeigenda.

 

Samþykkt

     

8.

Vaglaskógur - lóð felld inn í jörð - 2211050

 

Tekið fyrir erindi þar sem sótt er um að fella lóðina Vaglaskógur lóð, sem var undir hús í eigu Þingeyjarsveitar sem nú hefur verið fjarlægt, aftur inn í jörðina Vaglaskógur. Báðar landareignir eru í eigu Ríkiseigna og því um að ræða lokaskref í ferlinu sem hófst þegar Þingeyjarsveit ákvað að selja (nýrri) búðina.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðin Vaglaskógur lóð verði felld inn í jörðina Vaglaskóg þegar tilskilin gögn hafi borist og að hún verði skráð fasteignaskrá í samræmi við 47. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

9.

Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi - 2212003

 

Tekin fyrir umsókn dags. 1. desember 2022 frá Eið Jónssyni um breytingu á skilgreiningu lóðar að Kvígindisdal og að henni sé breytt úr sumarhúsalóð í íbúðarlóð og að nafni lóðarinnar verði breytt úr Kvígindisdal í Glettingsstaðir. Sömuleiðis er sótt um byggingarleyfi á lóðinni.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilgreiningu lóðarinnar úr sumarhúsalóð í íbúðarlóð verði samþykkt og nafni lóðarinnar verði breytt í Glettingsstaði. Skipulagsnefnd tekur byggingarleyfi fyrir að nýju þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

10.

Umsókn um byggingarleyfi - Öndólfsstaðir land L180094 - 2208012

 

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi að Öndólfsstöðum frá Arnóri Guðmundssyni dags. 8. ágúst 2022. Sótt er um að notkun lóðarinnar Öndólfsstaðir land L180094 sé breytt úr frístundalóð í íbúðahúsalóð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða landnotkun og byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum á fundi sínum 24. ágúst s.l. Umsagnir sem bárust við grenndarkynningu krefjast ekki breytingar á áformunum.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilgreiningu frístundalóðar verði breytt í íbúðarlóð og tekur umsókn um byggingarleyfi fyrir að nýju þegar tilskilin gögn hafi borist.

 

Samþykkt

     

11.

Afmörkun lóða í landi Víðifells - 2212009

 

Tekið fyrir erindi frá Hákoni Jenssyni f.h. Aðalsteins Jónssonar um afmörkun lóða í landi Víðifells. Fyrir liggur afmörkun fjögurra lóða.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóða í landi Víðifells verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að þær verði skráðar fasteignaskrá í samræmi við 47. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

12.

Helluvað - lóðastofnun - 2212017

 

Tekin fyrir umsókn dags. 9. desember s.l. frá Ingólfi Ísfeld Jónassyni um stofnun lóðarinnar Helluvaðs úr landareignunum Helluvað 1, Helluvað 2 og Laxárbakka.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt þegar tilskilin gögn hafi borist og að hún verði skráð fasteignaskrá í samræmi við 47. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

13.

Endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar - 2212014

 

Farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við endurskoðun aðalskipulags og uppfærð áform landeigenda.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofna sérstaka nefnd til að sjá um samráð við viðkomandi landeigendur varðandi uppfærslu reiðvega í nýju aðalskipulagi, í samræmi við umræður á fundinum.

 

Samþykkt

     

14.

Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021

 

Farið yfir gang skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu.

 

Lagt fram

     

Fundi slitið kl. 11:45.