Fundargerð
Skipulagsnefnd
17.01.2024
21. fundur
Skipulagsnefnd
Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Einarsdóttir
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Rögnvaldur Harðarson
Anna Bragadóttir
Dagskrá:
1. |
Laugasel - skógrækt - 2401076 |
|
Lögð er fram beiðni um framkvæmdarleyfi á 193,5 ha svæði í Laugarseli til kolefnisbindingar. |
||
Fyrirhugað skógræktarsvæði er undir 200 ha að stærð og fellur því ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Umhverfisnefndar, Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar - 2312052 |
|
Tekin fyrir umsókn Hákonar Gunnarssonar og Snæfríðar Njálsdóttur um stofnun lóðarinnar Árbótar, lóð nr. 14. |
||
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. |
||
Frestað |
||
|
||
3. |
Aðalskipulag Múlaþings - umsögn - 2312035 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Múlaþingi um umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045. |
||
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna. Erindinu vísað í sveitarstjórn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Rammahluti aðalskipulags Svalbarðsstrandahreppur og Eyjafjarðarsveit - beiðni - umsögn - 2401061 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Svalbarðsstrandahreppi og Eyjafjarðarsveit um umsögn vegna rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði sem er rammaskipulag sem nær að hluta til bæði til Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Erindinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Norðausturvegur um Skjálfandafljót í Kinn - umsagnarbeiðni vegna matsskyldufyrirspurnar - 2401071 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn til ákvörðunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðrar framkvæmda sem felst í vegagerð, byggingu nýrrar brúar á Rangá, byggingu tveggja nýrra brúa á Skjálfandafljót auk færslu vegamóta við Tjörn í Aðaldal. |
||
Framlögð gögn eru í samræmi við vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023-2043 sem er nú í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2021 og er framkvæmdin framkvæmdaleyfisskyld. Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags - 2305022 |
|
Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem bætt er við nýju verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni Sandabroti. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 30. gr. sömu laga. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Sandabrot - deiliskipulagsgerð - 2209035 |
|
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Sandabrots þar sem fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu og íbúðarhúss. |
||
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. |
||
Frestað |
||
|
||
8. |
Klappahraun 2 - umsókn um lóð - 2311115 |
|
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar. Í stað parhúss á lóðinni Klapparhrauni 2 verður heimilt að byggja raðhús með fjórum íbúðum. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðaþorps vegna lóðarinnar Klappahrauns 2 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Múlavegur 11 - beiðni - breyting á skipulagi - 2401073 |
|
Lögð er fram beiðni um breytingu deiliskipulags Múlavegar 11 í Reykjahlíð á þann hátt að hún verði skilgreind sem ferðaþjónustulóð. |
||
Skipulagsnefnd hafnar því að gera breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags. |
||
Hafnað |
||
|
||
10. |
Aðalskipulag - 2308006 |
|
Teknar fyrir beiðnir um framlengingu kynningafrests á vinnslutillögu. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að framlengja umsagnarfrest vinnslutillögu aðalskipulagsins til 5. febrúar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Kosning varaformanns í skipulagsnefnd - 2206034 |
|
Lögð er fram tillaga um að Sigfús Haraldur Bóasson verði varaformaður skipulagsnefndar. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir Sigfús Harald Bóasson sem varaformann nefndarinnar. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 11:45.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.