18. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

18.10.2023

18. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn á Breiðumýri miðvikudaginn 18. október kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Eyþór Kári Ingólfsson, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir & Sigurður Böðvarsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Hvítbók um skipulagsmál - beiðni um umsögn - 2309105
2. Breyting á gunnvatnstöku á Þeistareykjum - mál nr. 06752023 - 2310011
3. Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2310027
4. Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2305022
5. Fosshótel á Flatskalla – áningarstaður – 2310042

Í upphafi fundar óskar eptembe eftir því að máli nr. 5 sé bætt við á dagskrá fundar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.

Hvítbók um skipulagsmál – beiðni um umsögn – 2309105

 

Tekin fyrir beiðni dags. 20. eptember um umsögn frá Innviðaráðuneytinu við drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrslu. Hvítbókin er unnin að undanfara endurskoðunar á landsskipulagsstefnu. Frestur til að gera athugasemdir er gefinn til og með 31. október 2023.

 

Skipulagsnefnd telur mikilvægt að í nýrri landsskipulagsstefnu verði settar fram leiðbeiningar um það hvernig skipulagsáætlanir geti heimilað eðlilega framþróun íbúðabyggðar á sjálfbæran hátt með hagkvæmum hætti í takt við þarfir íbúa. Í aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 segir um markmið 13, skipulag í dreifbýli: Unnar verða leiðbeiningar um það hvernig betur megi nýta skipulagsgerð til að draga fram megináhrifaþætti í dreifbýli og til að byggja undir æskilega þróun byggðar og landnotkunar.
Núverandi hefð miðar við úreldan kvóta og ýtir undir skilgreiningu íbúðabyggðar í aðalskipulagi þegar ásýnd og landnotkun gefur allt annað til kynna. Mikilvægt er að fólki verði kleift að byggja íbúðarhús á jörðum þar sem aðstæður leyfa í tengslum við þá innviði sem til staðar eru. Skipulagsnefnd kallar eftir því að frekara samráð verði haft við sveitarfélögin og íbúa við gerð strand- og hafsvæðaskipulaga og skipulag miðhálendis. Skipulagsnefnd minnir á mikilvægi þess að núverandi innviðir séu uppbyggðir frekar með öryggi vegfarenda að leiðarljósi og má þá sérstaklega nefna einbreiðar brýr á þjóðvegi 1.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

Einar vekur athygli á mögulegu vanhæfi sem starfsmaður Landsvirkjunar, nefndin telur að ekki sé um vanhæfi að ræða.

2.

Breyting á gunnvatnstöku á Þeistareykjum - mál nr. 06752023 - 2310011

 

Tekin fyrir beiðni frá Skipulagsstofnun dags. 2. október s.l. um umsögn við umhverfismatsskýrslu vegna fyrirspurnar um matsskyldu vegna áforma um aukna grunnvatnstöku vegna Þeistareykjavirkjunar. Árið 2010 var framkvæmt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir allt að 200 MWe
jarðhitavirkjun þar sem gert er ráð fyrir vinnslu grunnvatns sem nemur 100 L/s. Í ljósi áforma Landsvirkjunar um stækkun Þeistareykjavirkjunar telur Landsvirkjun að þörf sé á að vinna allt að 300 L/s af grunnvatni. Því er um að ræða breytingu á áður samþykktri
framkvæmd en slíkt fellur undir lið 13.02 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir umhverfismatsskýrslu fyrirspurnar um matsskyldu vegna fyrirhugaðarar aukningar á vinnslu grunnvatns við Þeistareyki. Í kafla 5.4, ásýnd lands og landslags segir að framkvæmdin sé ekki talin hafa áhrif á fágætt landslag eða landslag með hátt verndargildi. Skipulagsnefnd bendir á að jarðhitasvæðið á Þeistareykjum er á náttúruminjaskrá vegna fjölbreyttra jarðhitamyndana, gufu- og leirhvera. Nefndin telur mikilvægt að gengið verði úr skugga um að áhrif á leirhveri verði ekki neikvæð vegna aukningar á grunnvatnstöku og niðurdælingar við Þeistareyki.
Í ljósi þess að niðurstöður fyrri rannsókna hafa ekki verið í samræmi við raun mælingar og að fyrirhuguð framkvæmd hefur áhrif á víðfemt svæði telur skipulagsnefnd að stíga þurfi varlega til jarðar. Skipulagsnefnd telur fyrirhugaða grunnvatnstöku háða mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

     

3.

Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2310027

 

Tekin fyrir beiðni dags. 3. október s.l. frá Jóhönnu Jóhannesdóttur um heimild til breytingar á lóðinni Klappahraun 6. Áformað er að byggja einbýlishús í stað parhúss.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila um útfærslu á lóðinni. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps í samræmi við umræður á fundinum.

 

Samþykkt

     

4.

Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2305022

 

Tekin fyrir að nýju beiðni frá Stefáni Jakobssyni um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023. Áformað er að skilgreina svæði undir rekstur og þjónustu að Sandabroti, Mývatnssveit. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 17. maí s.l. þar sem því var vísað til sveitarstjórnar að mótuð yrði stefna um uppbyggingu hótela og gistireksturs í Mývatnssveit.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis að Sandabroti, Mývatnssveit í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

5.

Fosshótel á Flatskalla - áningarstaður - 2310042

 

Íslandshótel hyggja á stígagerð að áningastað á Flatskalla. Lögð er til ný hringleið upp á Flatskalla sem er unnin í landið og malarborið að útsýnisstað á Flatskalla. Stígarnir eru lagðir í núverandi slóðir þar sem færi gefst og tengjast gönguleið eftir gömlum þjóðvegi.

 

Skipulagsnefnd telur mikilvægt að frágangur á lóð og umhverfi Fosshótels á Flatskalla sé til fyrirmyndar. Skipulagsnefnd telur fyrirhugaðar framkvæmdir krefjast breytingar á gildandi deiliskipulagi.

 

Samþykkt

Fundi slitið kl. 11:00.