110. fundur

Fundargerð

Skipulags- og umhverfisnefnd

14.02.2019

110. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 14. febrúar kl. 10:00

Fundarmenn
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, formaður
Nanna Þórhallsdóttir, aðalmaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Margrét Bjarnadóttir, varamaður
Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi

 

Starfsmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 1902013

Erindi barst frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags. 7.febrúar 2019 varðandi beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3.

Innan Þingeyjarsveitar er gert ráð fyrir að línan verði lögð sem loftlína, að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar.

Landsnet óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. aðalvalkosti sem lagður var fram í frummatsskýrslu. Lega línunnar í aðalvalkosti víkur frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskárdal og þverun Laxárdals. Einnig er gert ráð fyrir 20 nýjum efnistökusvæðum í tengslum við lagningu línunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga 123/2010 og lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 105/2006 í samræmi við tillögu Landsnets í frummatsskýrslu um færslu línu og nýrra efnistökusvæða vegna Hólasandslínu 3. Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa málsmeðferð við gerð lýsingar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

2. Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 1902014

Tekið fyrir að nýju erindi, ódagsett, frá Hallgrími Hallssyni á Árhólum í Laxárdal f.h. H. Hallsson ehf, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir tveggja eininga ferðaþjónustuhúsi sambærilegu þeim sem fyrir eru á lóðinni Árhólum 2 sem skilgreind er sem viðskipta- og þjónustulóð. Fylgigögn með umsókn eru afstöðumynd og tillöguteikning frá Argo ehf á Seyðisfirði dagsett 15. október 2018 og módelmynd sem sýnir ásýnd fyrirhugaðrar nýbyggingar auk núverandi ferðaþjónustuhúsa á umræddri lóð.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 18. október 2018 með vísan í ákvæði í greinargerð með Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022, kafla 4.8 þar sem heimilt er að reisa mannvirki fyrir m.a. ferðaþjónustu, þ.e. hús allt að 100 m², sé það staðsett við heimahús.........“

Skipulags- og umhverfisnefnd lagði til við sveitarstjórn að gerð yrði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem í umræddu tilfelli yrði heimilað aukið byggingarmagn u.þ.b. 52 m² skv. innsendri tillögum á lóð núverandi ferðaþjónustubygginga.

Skipulagsstofnun taldi eðlilegra í stað þess að heimila aukið byggingarmagna skv. fyrrgreindum heimildum í aðalskipulagi, að breyta núverandi 3.364 m² viðskipta- og þjónustulóð í verslunar og þjónustusvæði/ferðaþjónustusvæði skv. skilgreiningu í aðalskipulagi.

Innkomin ný gögn, breytingarblað vegna breytingar á aðalskipulagi og skýringarblað S-06 frá Hornsteinum, dagsett 21. janúar 2019.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skilgreint verði nýtt 3.364 m² verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni Árhólum 2 í Laxárdal samkvæmt innkomnu breytingarblaði og skýringarblaði S-06. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð vegna aðalskipulagbreytingarinnar með vísan í fyrrgreind lagaákvæði og falið að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

3. Þeistareykjavegur syðri - ósk um framkvæmdaleyfi - 1902017

Tekið fyrir erindi sem barst frá Val Knútssyni, f.h. Landsvirkjunar þann 11.febrúar 2019 varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á Þeistareykjavegi syðri í Þingeyjarsveit. Jafnframt er óskað eftir leyfi fyrir efnistöku úr opinni námi á Þeistareykjum, námu ÞRN-2.

Landsvirkjun hyggst hefja framkvæmdir við Þeistareykjaveg sumarið 2019 og er áætlaður verktími 3 sumur. Sumrin 2019 og 2020 verður unnið að uppbyggingu vegar en sumarið 2021 verður lagt efra burðarlag og bundið slitlag. Uppbygging nýs vegar er á 17,15 km löngum kafla. Um er að ræða veg í vegflokki C7 skv. flokkun Vegagerðarinnar.

Framkvæmdasvæðið er í landi Þeistareykja í Þingeyjarsveit og Grímsstaða í Skútustaðahreppi.

Áætlað er að nota alls 190.000 m3 úr námu ÞNR-2 á Þeistareykjum. Annað efni er áætlað að komi úr námum í Skútustaðahreppi.

Nefndin tekur jákvætt í erindið en samþykkir að fresta afgreiðslu þar til kynningarferli á breytingu deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar er lokið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30