60. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

27.11.2018

60. fundur

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00

Fundarmenn

Hanna Jóna Stefánsdóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Jón Þórólfsson

Ólína Arnkelsdóttir

Katla Valdís Ólafsdóttir

Fundargerð ritaði: Katla Valdís Ólafsdóttir

Starfsmenn: Gísli Sigurðsson skrifstofu stjóri sat fundinn undir lið 1.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun 2019
  2. Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2019
  3. Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsmála      framhald
  4. Önnur mál

Fundargerð:

1. Fjárhagsáætlun      2019. Lagðar fram tillögur að fjárhagsáætlun 2019, fyrir málaflokkana sem      undir nefndina heyra, æskulýðs- og íþrótttamál, menningarmál, félagsmál.      Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri leiddi nefndina í gegnum fjárhagsáætlun og svaraði spurningum.

 

2. Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2019.

Gjaldskrá 2019 Sundlaugin á Laugum, lögð fram. Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá sé óbreytt.

Gjaldskrár fyrir heimaþjónustu lögð fram. Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin sé óbreytt en gjaldskráin tekur mið af vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar.

 Gjaldskrá 2019 Félagsheimili Þingeyjarsveitar lögð fram. Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin hækki um 3%.

 Gjaldskrá 2019 Útleiga á borðbúnaði og áhöldum Félagsheimila í Þingeyjarsveit. Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitastjórn að gjaldskráin verði óbreytt.

 

3. Úthlutun styrkja  til íþrótta og æskulýðsmála framhald

Ungmennafélagið Bjarmi, viðhald og uppbygging á svæði UMF Bjarma. Samþykkt 200 þúsund.

 

Ungmennafélagið Eining, fyrir áhöld og þjálfarakostnað fimleikaiðkunar. Samþykkt 300 þúsund.

 

4. Önnur mál

Ekkert var bókað undir liðnum önnur mál.

 

Fundi slitið 22:10