50. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

13.09.2016

50. fundur

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 13. september kl. 16:00

Fundarmenn

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttir

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Kristrún Kristjánsdóttir í stað Ara Heiðmanns Jósavinssonar

Fundargerð ritaði: Hildur Rós Ragnarsdóttir

Dagskrá

  1. Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.
  2. Elfa Bryndís Kristjánsdóttir gerir grein  fyrir stöðu á heimaþjónustu og tómstundastarfi aldraðra.
  3. Sundlaugin Laugum.
  4. Auglýsing styrkja.
  5. Reglur fyrir úthlutun styrkja.
  6. Erindi frá Umf. Eflingu.  
  7. Landsfundur um jafnréttismál 2016, Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu og Jafnréttisráðs.

 

Fundargerð

1.  Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2.  Elfa Bryndís Kristjánsdóttir mætir á fundinn og kynnir málefni eldri borgara. Aukið hefur verið við starfshlutfall hennar en er varla nóg samt. Verkefnum fjölgar og umfang starfsins eykst stöðugt. Ekki var hægt að manna heimaþjónustuna í sumar og því var samið við Þrif og ræstivörur, var almenn ánægja með störf þeirra. Búið er að manna heimaþjónustuna í vetur með því að ráða aðila í 60% starf. Elfa lýsti yfir ánægju sinni með þá aðila sem sinna heimaþjónustunni og opnu húsi. Um 10 aðilar sinna heimaþjónustu í sveitarfélaginu. Þetta er um 30 heimili og u.þ.b. helmingur þeirra fær heimsókn í hverri viku. Nefndin þakkar Elfu kynninguna. 

3.  Sundlaugin á Laugum.  Íris Bjarnadóttir hefur tekið við sem forstöðumaður sundlaugarinnar af Elínu Eydísi Friðriksdóttur.  Nefndin þakkar Elínu Eydísi gott samstarf og vel unnin störf og óskar Írisi til hamingju með nýja starfið.   

 4.  Auglýsing umsókna styrkja.  Nefndin samþykkir að  auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni var  falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja.  Umsóknarfrestur verði til miðnættis 10. október  2016.

 5. Reglur fyrir úthlutun styrkja. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki reglur um úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Þingeyjarsveit annars vegar og reglur um úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs í Þingeyjarsveit hinsvegar.

6. Erindi frá Umf. Eflingu. Erindi frá Kára Steingrímssyni f.h. Umf. Eflingar, dags. 21. ágúst s.l. þar sem sótt er um styrk til sveitarfélagsins til að greiða húsaleigu vegna íþrótta- og æfingatíma barna og unglinga. Sveitarstjórn vísaði  erindinu til Félags- og menningarmálanefndar til umfjöllunar. Nefndin leggur til að skoðað verði hvort Umf. Efling geti notað þá tíma í íþróttahúsinu á Laugum sem Þingeyjarskóli nýtir ekki en eru innan samnings milli Þingeyjarsveitar og Framhaldsskólans á Laugum. Nefndin lýsir ánægju sinni með fjölbreytta starfsemi Eflingar og leggur til að Þingeyjarsveit styrki verkefnið þannig að unnt sé að halda því áfram.

7. Landsfundur um jafnréttismál 2016, Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu og Jafnréttisráðs. Heiða upplýsti nefndarmenn um að föstudaginn 16. september boðar Akureyrarbær í samstarfi við Jafnréttisstofu til Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á landsfundinn ásamt þeim sem fara með jafnréttismál í sveitarfélaginu. Í tengslum við landsfundinn halda Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð ráðstefnu fimmtudaginn 15. september. Tilefnið er að fjörutíu ár eru liðin frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett á Íslandi. Ráðstefnan er öllum opin.  Formaður mun mæta á báða viðburði og hvetur þá nefndarmenn sem það geta að mæta á ráðstefnuna. 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18.00

 Hildur Rós