48. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

03.11.2015

48. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 48
Dags. 3.11.2015

48. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 03.11.2015


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir í fjarveru Hildar Rósar Ragnarsdóttur

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Kristrún Kristjánsdóttir í fjarveru Ara Heiðmanns Jósavinssonar

Að auki sat Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fundinn undir 2. Lið.

Heiða ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá

1.      Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.

2.      Fjárhagsáætlun 2016.

3.      Gjaldskrár.

4.      Önnur mál.

Fundargerð

1.         Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn, býður Kristrúnu og Ingibjörgu sérstaklega velkomnar. Fundargerð síðasta fundar lesin eftir umræður um gjaldskrár.   

2.        Fjárhagsáætlun 2016: Lagðar fram tillögur að fjárhaldsáætlun 2015, fyrir málaflokkana sem undir nefndina heyra.  Bókhaldsliðir 6050 æskulýðs- og íþróttamál, 5020 menningarmál, 2010 félagsmál.  Dagbjört  skrifstofustjóri svaraði spurningum um fjárhagsáætlunina.

 3.  Gjaldskrár. Umræður um gjaldskrár.   

 a)      Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu lögð fram.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin  sé óbreytt.  En gjaldskráin tekur mið að vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar.

b)      Gjaldskrá fyrir vinnuskóla.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt.  

c)       Gjaldskrá fyrir félagsheimili. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskránni verði breytt.  Að bætt verði við liðinn: ,, Þorrablót, árshátíðir, dansleikir o.s.frv. Kr. 47.700/<100, uppröðun og frágangur +400 pr mann>100,, auk kostnaðar við dyravörslu. Staðfestingargjald kr.35.800.“ Einnig að bætt verði við liðinn:  ,,Ættarmót Helgarleiga kr.2500/1300 pr.mann 18 ára og eldri/barn 6.-17. ára.  Börn 0-5 ára frítt.,, 

Gjaldskráin tekur auk þess mið að vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar. Auk þess leggur nefndin til gjaldskrá er varðar leigu á borðbúnaði og áhöldum félagsheimilanna. 

d)      Gjaldskrá sundlaugarinnar á Laugum.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskránni verði breytt. 

SUNDLAUGIN Á LAUGUM - GJALDSKRÁ

Börn 6-17 ára                                         300

Öryrkjar og aldraðir                               300

Fullorðnir                                              700

Fullorðnir 10 miðar, handhafakort      3.500

Kort:                           

Fullorðnir 3 mán.                                  7.800

Fullorðnir 6 mán.                                14.000

Fullorðnir 12 mán.                             25.000

Leiga:                         

Leiga á sundfötum                                350

Leiga á handklæði                                350

Barnakort 10 miðar                             2000

Öryrkjar   10 miðar                             2000

e)      Gjaldskrá dagforeldra.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin fylgi gjaldskrár breytingum leikskóla.        

4. Félags og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa verði auglýst. 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18:20

 Heiða Guðmundsdóttir