43. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

20.11.2014

43. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 43
Dags. 20.11.2014

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

20.11.2014


43. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 15:30


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir í fjarveru Hildar Rósar Ragnarsdóttur

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Ari Heiðmann Jósavinsson

Að auki sat Gerður Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri fundinn undir 1. lið

Elfa Bryndís Kristjánsdóttir ritari sat fundinn undir 2. lið

Heiða ritaði fundargerð í tölvu.

Dagskrá

1.      Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.

2.      Fjárhagsáætlun 2015.

3.      Heimaþjónusta.

4.      Gjaldskrár.

5.      Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

6.      Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsstarfs.

7.      Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Fundargerð

1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar. 

2. Fjárhagsáætlun 2015: Lagðar fram tillögur að fjárhaldsáætlun 2015, fyrir málaflokkana sem undir nefndina heyra.  Bókhaldsliðir 6050 æskulýðs- og íþróttamál, 5020 menningarmál, 2010 félagsmál.  Gerður skrifstofustjóri svaraði spurningum um fjárhagsáætlunina. 

 3. Heimaþjónustan.  Umræður um framtíðarsýn í heimaþjónustu. Nefndin leggur til við sveitastjórn að auka við stöðugildi þess sem sér um heimaþjónustuna.  Verkefnum fjölgar og umfang starfsins eykst. 

4. Gjaldskrár.

a)      Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu lögð fram.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin  sé óbreytt.  En gjaldskráin tekur mið að vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar.

b)      Gjaldskrá fyrir vinnuskóla.  Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt.

c)       Gjaldskrá fyrir félagsheimili. Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt.

 d)      Gjaldskrá sundlaugarinnar á Laugum.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt.

e)      Gjaldskrá dagforeldra.  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin fylgi gjaldskrár breytingum leikskóla.

5. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs:

Gamli barnaskólinn, Skógum-Fnjóskadal, fræðsluefni og ljósmyndir.  Samþykkt 150 þúsund krónur. 

Halldóra Kristín Bjarnadóttir, Að fanga veturinn í Þingeyjarsýslu í formi ljósmynda.  Samþykkt  150 þúsund krónur.   Ingibjörg Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Svartárkot, menning náttúra.  Samþykkt  125   þúsund krónur. 

6.  Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs:

UMF Efling - Golfnefnd, Snag-golf, til kynningar  Golfíþróttarinnar í Þingeyjarsveit. Samþykkt  150   þúsund krónur.   

Æskulýðsstarf Þjálfa,  Íslenski hesturinn, kynning og námskeið.     Samþykkt 125 þúsund krónur.   

Ungmennafélagið Bjarmi, Viðhald á svæði UMF Bjarma.   Samþykkt 150 þúsund krónur.  

Öðrum umsóknum var hafnað.

7.Starf  íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Umræður um starf ið.  Nefndin leggur til við sveitastjórn að starfið verði auglýst. 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl.17:54