41. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

27.08.2014

41. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 41

Dags. 27.8.2014

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

27.08.2014


41. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 27. ágúst 2014 kl. 16:00


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttir

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Ari Heiðmann Jósavinsson

Að auki sat Dagbjört sveitarstjóri fundinn.

Hildur Rós ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

Dagskrá

1.      Fundur settur, kosning ritara og varaformanns.

2.      Lúðvík Freyr Sæmundsson forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum kemur og ræðir um opnunartíma og fleira.

3.      Rætt um nefndina og þau málefni sem henni er ætlað að sinna.  Sveitastjóri fer yfir þau svið/málaflokka sem að nefndinni snúa.

4.      Erindisbréf félags- og menningarmálanefnd.

5.      Auglýsing umsókna styrkja.

Fundargerð

1.       Heiða Guðmundsdóttir setti fundinn, Hildur Rós Ragnarsdóttir var kosin ritari, varaformaður var kosinn Ari Heiðmann Jósavinsson.

2.       Lúðvík Freyr Sæmundsson forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum ræddi við nefndina um hugmyndir tengdar sundlauginni. Nefndin þakkar honum vel rökstuddar hugmyndir og mun skoða þær nánar.

3.       Sveitarstjóri og nefnd fjallar um hugmyndir forstöðumanns sundlaugarinnar. Nefndin skoðar málið í samráði við sveitarstjóra.

4.       Erindisbréf félags- og menningarmálanefndar.

 Búið er að fella út lög um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 og bókasafnslög nr. 150/2012 komin í staðin. Sveitarstjóri fer yfir bréfið, hlutverk og málaflokk nefndarinnar.

5. Auglýsing umsókna styrkja.

Nefndin samþykkur að auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja og umsóknarfrestur verði til miðnættis 15. október 2014.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.20

Hildur Rós, ritari