4. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

06.12.2022

4. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 06. desember kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir, Haraldur Bóasson, Katla Valdís Ólafsdóttir, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Snæþór Haukur Sveinbjörnsson.

Starfsmenn

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

Vakin er athygli á því að afgreiðslur nefndarinnar eru háðar staðfestingu sveitarstjórnar og öðlast gildi þegar hún liggur fyrir.

Dagskrá:

1. Gjaldskrár 2022 - 2111017
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Þingeyjarsveit.
Formanni og verkefnastjóra falið að gera tillögur að samræmingu gjaldskráa.

2. Gafl félag um þingeyskan byggingararf - Gerð húskannana í Þingeyjarsveit - 2208049
Sveitarstjórn vísaði málinu til nefndarinnar dags. 22. október 2022.
Lagt fram erindi Gafls, félags um þingeyskan byggingararf, sem hvetur sveitarstjórn til að gera húsakannanir eða sérstaka athugun í sveitarfélagið með það fyrir augum að varðveita merk mannvirki sem hafa byggingarlistarlegt og/eða menningarsögulegt gildi og veita þeim viðurkenningu sem vel standa að endurgerð og viðhald gamalla mannvirkja.
Nefndin frestar málinu. Formaður aflar nánari upplýsinga fyrir næsta fund.
Frestað

3. Akstur í félagsstarf ungmenna - 2211035
Verkefnastjóri lagði fram minnisblað um fjölda nemenda og vegalengdir varðandi félagsstarf ungmenna.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði nemendum á unglingastigi upp á akstur til og frá félagsmiðstöðinni Skjálfanda í Þingeyjarskóla tvisvar í mánuði. Um væri að ræða tilraunaverkefni til vors.
Samþykkt

4. Umsóknir um styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs - 2212002
Nefndin auglýsti eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs árið 2022.
Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki og metur nefndin hvaða verkefni eru styrkhæf og hver ekki. Styrkþegar þurfa að hafa lögheimili í Þingeyjarsveit. Félagasamtök þurfa að skila inn ársreikningi liðins árs með umsókn. Þá ber öllum að skila inn til nefndarinnar greinargerð um framgang verkefnis og ráðstöfun styrkfjár innan árs frá styrkveitingu.
Úthlutun styrkja vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs haust 2022
1. Efling- umsókn vegna 17. júní. Samþykkt 68.340.-kr
2. Ungmennafélagið Bjarmi. Starfsemi. Samþykkt 300.000.- kr

5. Umsóknir um styrki til lista og menningarmála - 2212001
Nefndin auglýsti eftir umsóknum til íþrótta- og æskulýðsstarfs á árinu 2022. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki og metur nefndin hvaða verkefni eru styrkhæf og hver ekki. Félagasamtök þurfa að skila inn ársreikningi liðins árs með umsókn. Þá ber öllum að skila inn til nefndarinnar greinargerð um framgang verkefnis og ráðstöfun styrkfjár innan árs frá styrkveitingu.
1. Kvenfélagið Hildur. Fyrirlestur. Samþykkt 200.000.-
2. Gamli barnaskolinn Skógum. Ljósritun á gömlum skjölum. Samþykkt 140.000.-
3. Sálubót. Endurreisn Söngfélagsins Sálubótar. Samþykkt 300.00.-
4. Ungmennafélagið Efling. Leikdeild. Samþykkt 460.000.-
5. Magnús Skarphéðinsson. Skjálfandafljót. Samþykkt 100.000.-
Öðrum umsóknum hafnað
Samþykkt

6. Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar - 2212005
Skútustaðahreppur hefur veitt sérstök verðlaun til menningarmála undanfarin ár. Taka þarf afstöðu til fyrirkomulagsins og hvort og þá í hvaða mynd það verði nýtt áfram í nýju sameinuðu sveitarfélagi.
Frestað

 

Fundi slitið kl. 16:00.