3. fundur

Fundargerð

Íþrótta- og tómstundanefnd 2022-2026

15.11.2022

3. fundur

Íþrótta- og tómstundanefnd 2022-2026

haldinn Hlíðavegi 6 þriðjudaginn 15. nóvember kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir, Haraldur Bóasson, Katla Valdís Ólafsdóttir, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Elísabet Sigurðardóttir 

Starfsmenn

Alma Dröfn Benediktsdóttir. 

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

 


Dagskrá:

1. Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar - 2208027
Lögð fram uppfærð útgáfa erindisbréfs nefndarinnar.
Nefndin óskar eftir að breytingar verði gerðar á erindisbréfinu.
-að nefndin heiti íþrótta-, tómstunda og menningarnefnd.
- 3. gr 8. liður, breyta setningu í að fylgjast með starfsemi þeirra stofnanna og félagsaðstöðu sem undir hana heyra.
-athuga að taka út síðustu setningu í fyrstu málsgrein 12. gr þar sem það kemur fram í 2. gr.
-3. gr 4. liður -fella út ráðningu forstöðumanna þar sem nefndin hefur ekki boðvald samanber 12. gr.
-3. gr 15. liður -að hafa fullnaðarheimild til að veita styrki og verðlaun sem falla undir málefnasvið nefndarinnar, svo sem menningarstyrki, menningarverðlaun og íþrótta- og tómstundatyrki.
-samræma 4. og 5. gr þar sem tvítegkning kemur fyrir.
-12. gr - taka út íþrótta- og tómstundafulltrúi og setja starfsmaður nefndarinnar í staðinn og aðlaga texta að þeirri breytingu.
-ath að samræma 6., 12. og 13. gr varðandi starfsfólk og starfshætti.


2. Reglur um úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Þingeyjarsveit - 2211021
Lögð fram tillaga að reglum um úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Þingeyjarsveit.

3. Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja - 2211018
Lögð fram tillaga að reglum Þingeyjarsveitar um menningarstyki.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

4. Héraðssamband Þingeyinga - Erindi til sveitarstjórnar - 2211010
Lagt fram erindi Héraðssamband Þingeyinga þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi við Þingeyjarsveit.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði samningur til þriggja ára á þeim forsendum sem um ræðir.
Samþykkt

5. Erindi varðandi frístundastyrki og skipulag íþrótta í sveitarfélaginu - 2211031
Frístundastyrkir og skipulag íþrótta í sveitarfélaginu lagt fram til umræðu.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn geri ráð fyrir frístundastyrkjum til barna og unglinga á næsta ári, tillaga nefndarinnar er að styrkurinn verði að lágmarki 30.000.- á ári.