18. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

07.05.2024

18. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 07. maí kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Úlla Árdal boðaði forföll og ekki náðist í varamann

Starfsmenn

Myrra Leifsdóttir

Fundargerð ritaði: Myrra Leifsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Ársþing HSÞ 2024 - stöðuskýrsla - 2404002

 

Á nefndarfundi þann 9. apríl sl. var lögð fram stöðuskýrsla HSÞ og óskaði nefndin í kjölfar eftir því að framkvæmdastjóri HSÞ kæmi á fund til að veita nefndinni ítarlegri upplýsingar um hvaða áhrif breytingar sem eru í farvegi munu hafa á íþrótta- og æskylýðsfélög sveitarfélagsins á komandi misserum.

 

 

Gestir

 

Gunnhildur Hinriksdóttir - 14:00

 

Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóra HSÞ, mætti á fund og ræddi málefni íþróttafélaga í sveitarfélaginu. Nefndin þakkar Gunnhildi kærlega fyrir fræðandi innlegg. Nefndin lýsir yfir áhyggjum af framtíð íþróttastarfs í sveitarfélaginu. Ljóst er að þær breytingar sem nú eru að verða á úthlutunarreglum íþróttahreyfingarinnar munu hafa í för með sér mikla tekjuskerðingu hjá íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Nefndinni þykir mikilvægt að ræða þessar áskoranir frekar og óskar eftir að fá oddvita listana á nefndarfund í júní.

 

Kynnt

 

   

2.

Styrkir til menningarmála 2024 - 2403018

 

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði menningar og lista þann 18. mars sl. með umsóknarfrest til 15. apríl. Alls bárust sex umsóknir.

 

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd veitir eftirtalin verkefni styrk að þessu sinni:

Námskeiðsferð Marimbahóps Þingeyjarskóla 150.000 kr
Gamli barnaskólinn, Skógum - Fnjóskadal 176.500 kr
Anna Karen Unnsteins, Þjóðsagnasöfnun á 21. öld: Sögur úr Þingeyjarsveit 200.000 kr
Ungmennafélagið Efling, vegna leikdeildar 200.000 kr

Öðrum umsóknum hafnað.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fella niður leigu á Ýdölum vegna vorfögnuðs karlakórsins Hreims í þetta sinn. Jafnframt leggur nefndin til að felld verði niður húsaleiga á Breiðumýri vegna leiklistarstarfs Ungmennafélagsins Eflingar.

 

Samþykkt

 

   

4.

17. júní hátíðahöld 2024 - 2403016

 

Ungmennafélagið Efling og Kvenfélag Mývatnssveitar hafa tekið höndum saman og skipuleggja nú hátíðardagskrá á Laugum í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins í samstarfi við verkefnastjóra æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála. Til stendur að menningarverðlaun Þingeyjarsveitar verði veitt við þetta tækifæri. Einnig hefur sveitarstjórn lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnarráðið við útfærslu á hátíðarhöldum.

 

Nefndin felur verkefnastjóra að auglýsa eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2024.
Einnig leggur nefndin til við byggðarráð og sveitarstjórn að opið verði í sundlauginni á Laugum og að frítt verði í sund á 17. júní.

 

Samþykkt

 

   

3.

Lýðveldið Ísland 80 ára - kynning á dagskrá - 2403007

 

Sveitarstjórn hefur tekið jákvætt í samstarf vegna 80 ára afmælis lýðveldisins hvað varðar kynningu og hvatningu til íbúa um þátttöku. Var nefndinni falið að skoða möguleika á þátttöku. Þá er undurbúningur þegar vel af stað kominn.

 

Í tilefni þess að nú er verið að skipuleggja vegleg hátíðahöld að Laugum í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins, beinir Íþrótta-,tómstunda- og menningarnefnd því til byggðarráðs/sveitarstjórnar að áætluð upphæð til hátíðahaldanna verði hækkuð með tilliti til þess kostnaðar sem til fellur vegna aukinna umsvifa skv. minnisblaði.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 17:20.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.