16. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

12.03.2024

16. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 12. mars kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal 

Starfsmenn

Myrra Leifsdóttir

Fundargerð ritaði: Myrra Leifsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja - 2211018

 

Lögð fram drög að endurskoðunum reglum um úthlutun menningarstyrkja.

 

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort - 2401106

 

Í gildi eru reglur fyrir lykilkorthafa í íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. Lagt er fram minnisblað með atriðum sem þarf að taka tillit til við endurskoðun reglna um lykilkort.

 

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd tók til umræðu endurskoðun á reglum um lykilkort. Verkefnastjóra falið að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja ný drög fyrir nefndina á næsta fundi.

 

Frestað

 

   

3.

Styrkir til menningarmála 2024 - 2403018

 

Í fjárhagsáætlun hvers árs ákvarðar sveitarstjórn fjármagn sem ætlað er að styrkja menningarstarf. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd úthlutar fjármagninu. Menningarstyrkir eru auglýstir tvisvar á árí í mars og október.

 

Íþrótta-, tómstunda og menningarnefnd felur verkefnastjóra að auglýsa til umsóknar styrki til menningarmála fyrir fyrri hluta ársins 2024 samkvæmt starfsreglum.

 

Samþykkt

 

   

4.

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála - 2024 - 2402006

 

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til íþrótta- og æskulýðsmála þann xx sl. umsóknarfrestur var til 5. mars sl. Fimm umsóknir bárust og uppfylla þær allar skilyrði sem sett eru fram í úthlutunarreglum.

 

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að eftirtalin verkefni hljóti styrk að þessu sinni:

Ungmennafélagið Bjarmi hlýtur styrk fyrir starfsemi félagsins upp á 200.000 kr.
Ungmennafélagið Efling hlýtur styrk fyrir húsaleigu vegna æfinga barna- og unglinga haust 2023 upp á 196.500 kr.
Ungmennafélagið Efling hlýtur styrk fyrir Gautaborgarleika 2024 upp á 250.000 kr.
Valdemar Hermannsson hlýtur styrk fyrir verkefnið Vígvöllur: Super Smash Bros. Ultimate tölvuleikjamót upp á 30.000 kr.

Önnur verkefni fengu ekki styrk að þessu sinni.

 

Samþykkt

Undir þessum lið vék Úlla Árdal af fundi vegna vanhæfis

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.