12. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

14.11.2023

12. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 14. nóvember kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn
Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Patrycja Maria 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

1.

Umsókn um menningarstyrk - Músík í Mývatnssveit 2024 - 2311080

 

Laufey Sigurðardóttir sækir um menningarstyrk vegna verkefnisins Músík í Mývatnssveit 2024.

 

Samþykkt að styrkja verkefnið ,,Músík í Mývatnssveit 2024" um 200.000 kr.
Ennfremur beinir nefndin því til sveitarstjórnar að styrkja viðburðinn um húsaleigu á Skjólbrekku.

 

Samþykkt

 

   

2.

Menningarstyrkur 2023 - umsókn - 2311081

 

Haraldur Bóasson sækir um menningarstyrk vegna Karlakórsins Hreims.

 

Samþykkt að styrkja Hreim um 170.000 kr.

 

Samþykkt

 

   

3.

Menningarstyrkur 2023 - umsókn - 2311082

 

Róshildur Jónsdóttir, fyrir hönd Hugdettu, sækir um menningarstyrk vegna hönnunarhátíðarinnar Hönnunarþings.

 

Samþykkt að styrkja Hugdettu um 250.000 kr.
Nefndin fagnar framtaki Hugdettu og hvetur til áframhaldandi góðra verka.

 

Samþykkt

 

   

4.

Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar - 2311083

 

Skákfélagið Goðinn óskar eftir samstarfi við Þingeyjarsveit um aðstöðu til skákiðkunar.

 

Nefndin þakkar Skákfélaginu Goðanum erindið og beinir því til sveitarstjórnar að finna rými sem mætti nýta til eflingar skákiðkunar í sveitarfélaginu.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 15:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.