1. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

19.09.2022

1. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn Hlíðavegi 6 mánudaginn 19. september kl. 13:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir, Haraldur Bóasson, Katla Valdís Ólafsdóttir, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Snæþór Haukur Sveinbjörnsson.

Starfsmenn

Aðalbjörn Jóhannsson

Fundargerð ritaði: Aðalbjörn Jóhannsson

Dagskrá:

Almenn mál
1. 2209016 - Kjör varaformanns íþrótta- og tómstundanefndar
Á 2. fundi sveitarstjórnar var bókað að Ósk Helgadóttir yrði formaður íþrótta- og tómstundanefndar. Nefndinni er falið að kjósa sér varaformann á fyrsta fundi.

2. 2208027 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar
Lagt til kynningar drög af erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar.

3. 2208044 - Umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara
Á 7. fundi sveitarstjórnar var bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðna stöðuheimild. Sveitarstjórn beinir því til fræðslu- og velferðarnefndar að taka húsnæðismál fyrir félagsstarf eldri borgara, akstur og aðra stefnumótun varðandi þjónustuna til umræðu.

4. 2206024 - Starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni dagskrá vetrarins í félagsstarfi ungmenna í sveitarfélaginu og hver eru helstu verkefnin framundan.

5. 1904017 - Heilsueflandi samfélag
Bæði Skútustaðahreppur og Þingeyarsveit höfðu undirritað samning við Embætti landlæknis um aðild að verkefninu heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í Heilsueflandi samfélagi er unnið markvisst lýðheilsustarf með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur viðeigandi gögn til að meta stöðuna með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu. Meginmarkið samstarfsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Þingeyjarsveit. Skútustaðahreppur hafði einnig verið með verkefni í gangi sem tengdis hamingju- og vellíðan íbúa. Formaður kynnti verkefnin fyrir nefndinni.

6. 2208013 - Fundadagatal 2022-2023
Lagt fyrir fundadagatal fyrir veturinn 2022-2023

7. 2209019 - Fjölmenning
Farið yfir stöðu fjölmenningarmála í sveitarfélaginu, en enginn fjölmenningarfulltrúi er starfndi í sveitarfélaginu sem stendur.

8. 2209025 - Íþróttamannvirki í sameinuðu sveitarfélagi
Farið yfir stöðu íþróttamannvirkja í sameinuðu sveitarfélagi.

 

Fundi slitið kl. 16:00.