20. fundur

Fundargerð

Héraðsnefnd Þingeyinga

24.08.2020

20. fundur

Héraðsnefnd Þingeyinga

haldinn á Teams mánudaginn 24. ágúst kl. 13:15

Fundarmenn

Aðalsteinn J. Halldórsson, Dagbjört Jónsdóttir, Jónas Egilsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson og Sveinn Margeirsson.

Starfsmenn
Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri. 

Jan Aksel Klitgaard forstöðumaður MMÞ sat fundinn undir 2. lið.

 

 

Fundargerð ritaði: Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri

Formaður, Dagbjört Jónsdóttir setti fund og stjórnaði honum. Bauð hún sérstaklega velkominn nýráðinn sveitarstjóra Skútustaðahrepps, Svein Margeirsson.

Á fundi gerðist þetta:

1. Fyrirkomulag dagslegs rekstrar HNÞ bs. og prókúra

Með vísan til bókunar fulltrúaráðs frá 3. júní sl. samþykkir framkvæmdastjórn að daglegur umsjón rekstrar HNÞ bs. ásamt prókúru verði á hendi Þingeyjarsveitar út árið 2022. Er formanni og Kristjáni Þór falið að útfæra þjónustusamning milli aðila og leggja fyrir framkvæmdastjórnina til afgreiðslu. Samhliða skilgreiningu nýs prókúruhafa verði prókúra Reinhards Reynissonar á reikningum HNÞ bs. afturkölluð. Varðandi vistun rafrænna gagna HNÞ bs. sem verið hafa hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga er formanni og fráfarandi framkvæmdastjóra falið að finna heppilega lausn.

2. Framtíðarstefna og fjármögnun MMÞ

Jan Aksel Klitgaard forstöðumaður MMÞ sat fundinn undir þessum lið. Gerði hann grein fyrir erfiðri rekstrarstöðu MMÞ sem rekja má til þess að um nokkurt árabil hafa framlög sveitarfélaganna til stofnunarinnar fylgt almennum verðlagsbreytingum en uppistaða rekstrarkostnaðarins eru laun og launatengd gjöld sem hafa hækkað meira. Þetta misræmi ásamt því að ekki er samræmi milli væntinga til stofnunarinnar hvað varðar verkefni og þeirra fjárveitinga sem til hennar eru lagðar, hefur leitt til þess að gengið hefur verið á eignir til að fjármagna rekstrarhalla. Þessu til viðbótar hefur stofnunin svo tekið að sér viðbótar verkefni á síðustu árum sem rekin hafa verið með halla. Nú er svo komið að ekki verður lengra haldið á þessari braut og nauðsynlegt að sveitarfélögin marki stefnu um umfang starfseminnar og setji henni fjárhagsramma til samræmis við hana.

Greina má fyrirliggjandi rekstrarstöðu og lausn á henni þannig að stofnunin verði rekstrarhæf til framtíðar í þrjá þætti:

  • Að ná jafnvægi í núverandi rekstri
  • Ráða þarf viðbótar starfsmann (80-100%) til að sinna verkefnum á sviði skráninga og vörslu
  • Leggja þarf árlega á byggingarreikning / í viðhaldssjóð til að mæta fyrirsjáanlegu viðhaldi á fasteignum stofnunarinnar.

Málið rætt og framkvæmdastjórnin sammála um nauðsyn þess að sveitarfélögin marki stefnu um starfsemina þar sem samræmi sé á milli þeirra verkefna sem stofnuninni sé ætlað að sinna og þeirra fjármuna sem til hennar renna. Formanni, Kristjáni Þór og Jan falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu sem feli að lágmarki í sér að jafnvægi verði komið að núverandi rekstur.

3. Önnur mál

Formaður þakkaði fráfarandi framkvæmdastjóra vel unnin störf í gegnum tíðina fyrir héraðsnefndina og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Tóku aðrir fundarmenn undir orð formanns. Framkvæmdastjóri þakkaði sömuleiðis samstarfið

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:35