19.fundur

Fundargerð

Héraðsnefnd Þingeyinga

18.05.2020

19.fundur

Héraðsnefnd Þingeyinga

haldinn á Teams mánudaginn 18. maí kl. 13:15

Fundarmenn

Aðalsteinn J. Halldórsson, Dagbjört Jónsdóttir, Jónas Egilsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson og Þorsteinn Gunnarsson.  

 

Starfsmenn

Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri

Fundargerð ritaði: Reinhard Reynisson

Formaður, Dagbjört Jónsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Á fundi gerðist þetta:

1. Ársreikningur HNÞ bs. 2019

Fyrir liggja drög að ársreikningi 2019 sem eru fullbúin utan þess að eftir er að fá fullnægjandi skýringar á mikilli lækkun reiknaðrar lífeyrisskuldbindingar frá fyrra ári, en skv. drögunum lækkar hún um rúmar 8 mkr. og er í árslok rúmar 2,3 mkr.

Farið yfir reikningsdrögin eins og þau liggja fyrir og þau samþykkt (staðfest í gegnum Teams og með tölupósti) og munu framkvæmdastjórnarmeðlimir undirrita þá við fyrsta tækifæri. Reiknuð lífeyriskuldbinding verði færð þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir frá tryggingarstærðfræðingi. Einnig er þess óskað að fram komi í skýringu hver hlutur Þingeyjar sé í eigin fé byggðasamlagsins.

2. Tillaga að framtíðarskipulagi AÞ ses.

Kynnt tillaga stjórnar AÞ ses. að framtíðarskipulagi eftir að atvinnu- og byggðaþróunarverkefnin voru færð til SSNE um sl. áramót. Tillagan gerir ráð fyrir því að AÞ ses. verði rekið áfram sem eignarhaldsfélag um hlutabréfaeign og peningalegar eignir sem ekki fylgdu með þegar starfsemin var færð. Þá er gert ráð fyrir því að umsjón með rekstri HNÞ bs. yrði vistuð þar ásamt öðrum sameiginlegum þjónustuverkefnum fyrir sveitarfélögin á svæðinu sem lúta umsýslu og stefnumót varðandi þátttöku þeirra í atvinnulífinu, s.s. eignarhluti í fyrirtækjum.

Fram kom í umræðu að almennt væru sveitarfélögin jákvæð fyrir hugmyndinni en þó skipti máli hvernig hún yrði endanlega útfærð. Það er raunar í takt við tillöguna sjálfa sem gerir ráð fyrir því að sú stjórn sem kosin verður á ársfundinum 3. júní nk. hefði það megin verkefni að útfæra skipulagið frekar og leggja fyrir til afgreiðslu fyrir árslok.

Framkvæmdastjórarnir munu kynna málið og tillögu stjórnar AÞ í sveitarstjórnum þannig að vilji þeirra liggi fyrir þegar til funda fulltrúaráða AÞ ses. og HNÞ bs. kemur 3. júní nk.

Samþykkt að leggja upp við fulltrúaráð HNÞ bs. tvo valkosti varðandi rekstur byggðsamlagsins:

  • Að umsýsla HNÞ bs. verði falin einu aðildarsveitarfélaganna með sérstökum samningi.
  • Að umsýsla HNÞ bs. verði falin AÞ ses. með sérstökum samningi í samræmi við tillögu stjórnar AÞ ses.

3. Frekara samstarf/sameining um brunavarnir

Vegna anna og nýrra áskorana sem tengst hafa COVID-19 hefur ekki unnist ráðrúm til að vinna þá greinargerð sem að var stefnt um málið. Samstaða um það innan framkvæmdastjórnar að vegna þeirra nýju áskorana og þess að ekki er sjálfgefið að breytingar leiði til hagræðingar, sé skynsamlegt að hafast ekki frekar að í málinu á þessu kjörtímabili. Er formanni og Kristjáni Þór falið að semja drög að afgreiðslutillögu til fulltrúaráðs um málið og senda fulltrúum í framkvæmdastjórn til yfirferðar.

4. Mál til afgreiðslu fulltrúaráðs

  • Fyrirkomulag rekstrar HNÞ bs., sbr. 2. lið fundargerðar.
  • Frekara samtarf/sameining um brunavarnir, sbr. 3. lið fundargerðar.
  • Vilji til sameiningar allra sveitarfélaga á starfssvæði HNÞ bs., sbr. 4. lið fundargerðar 24. febr. 2020.

5. Önnur mál

  • Rætt almennt um stöðuna vegna COVID-19 en ljóst er að áhrifin verða veruleg á rekstur og efnahag sveitarfélaganna. Jafnframt er mikil óvissa um hve lengi ástandið muni vara og hversu fljót efnahagsstarfsemin verður að ná fyrri styrk.
  • Þorsteinn Gunnarsson mun á næstunni hverfa af vettvangi en hann hefur verið ráðinn borgarritari. Þakkaði hann ánægjulegt samtarf. Var honum þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:45