80. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

26.11.2019

80. fundur

haldinn í Þingeyjarskóla þriðjudaginn 26. nóvember kl. 15:30

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir, formaður                                                        
Hanna Sigrún Helgadóttir
Heiða Guðmundsdóttir, í forföllum Böðvars Baldurssonar
Hjördís Stefánsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson            
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Anna Gerður Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg

Hrannar Gylfason, fulltrúi foreldra við Þingeyjarskóla

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar, sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2020.

2.  Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

3.   Gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar.

4.  Umbótaáætlun grunnskóla vegna ytra mats sem fram fór vorið 2019.

5.   Endurskoðun á verklagsreglum fyrir leikskóladeildir Þingeyjarskóla.

6.   Málefni frá skólastjóra

Margrét setti fundinn.

1.    Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2020.

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeilda og tónlistardeildar  Þingeyjarskóla fyrir árið 2020.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlunin verði samþykkt. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna lausra kjarasamninga. Einnig á eftir að uppfæra áætlun fyrir skólaakstur.

2.    Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.
Margrét lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

Tillaga um að báðar gjaldskrár verði óbreyttar.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

3.    Gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að fæði leik– og grunnskólanemenda verði áfram endurgjaldslaust.

Farið yfir gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

4.    Umbótaáætlun grunnskóla vegna ytra mats sem fram fór vorið 2019.

Umbótaáætlun vegna ytra mats hefur verið send til Menntamálastofnunar. Áætlunin lögð fram.

Fræðslunefnd samþykkir umbótaáætlun vegna ytra mats Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti.

5.    Endurskoðun á verklagsreglum fyrir leikskóladeildir Þingeyjarskóla.

Verklagsreglur fyrir leikskóladeildir Þingeyjarskóla hafa verið uppfærðar og endurskoðaðar í samræmi við breyttan opnunartíma. Reglurnar lagðar fram.

Fræðslunefnd samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti en þær fylgja með fundargerðinni. Nefndin telur æskilegt að starfsdagar leikskóladeilda og grunnskóladeildar verði samræmdir þegar hægt er.

6.    Málefni frá skólastjóra
Jóhann segir frá því að haustgleði grunnskóla- og tónlistardeilda hafi farið fram 8. nóvember og hafi tekist mjög vel.
Jóhann segist ánægður með flutning leikskóladeildarinnar Barnaborgar í húsnæði grunnskóladeildarinnar.
Jólaföndurdagar eru framundan í leik- og grunnskóladeildum. Litlu-jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár og síðasta vikan í grunnskóladeildinni verður með jólaþema.
Jóhann segir að auglýst hafi verið eftir leikskólakennara í Barnaborg. Þrjár umsóknir bárust og verður gengið frá ráðningum á næstu dögum.

Jóhann segist afskaplega ánægður með samstarf hans við deildarstjóra leikskóladeildanna beggja.

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:00