78. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

08.10.2019

78. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 08. október kl. 20:30

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður

Böðvar Baldursson                                                   

Hanna Sigrún Helgadóttir

Hjördís Stefánsdóttir

Sigurbjörn Árni Arngrímsson            

Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla

Hanna Berglind Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Ásta Hrönn Hersteinsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. 1.            Málefni frá skólastjóra ma. starfið, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla og tónlistarskóladeildum, staða framkvæmda.
  2. 2.            Umbótaáætlun grunnskóla vegna ytra mats sem fram fór vorið 2019.
  3. 3.            Sumarlokun leikskólans
  4. 4.            Vinna við fjárhagsáætlun 2020.
  5. 5.            Til kynningar: Leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tvöfaldrar skólavistar barns í leik- eða grunnskóla.

 

Margrét setti fundinn og bauð Hjördísi Stefánsdóttur sérstaklega velkomna á hennar fyrsta fund sem aðalmaður í fræðslunefnd.

 

1.    Málefni frá skólastjóra ma. starfið, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla og tónlistarskóladeildum, staða framkvæmda.

Skóli var settur 23. ágúst.

Í grunnskóladeild eru nú 37 nemendur og 7 í leikskóladeild. 35 nemendur stunda nám við tónlistardeild.

Kennslustundafjöldi er 175.

Laufey Eiríksdóttir hefur látið af störfum sem kennari og hefur hennar verkefnum verið dreift á aðra starfsmenn. Hún mun áfram vinna við frágang skjala skólans einn dag í viku í vetur. María Sigurðardóttir þroskaþjálfi hefur minnkað við sig og er nú í 80% starfshlutfalli skiptist það á milli grunn- og leikskóladeilda. Sigrún Jónsdóttir kennari hefur einnig minnkað við sig niður í 70% starfshlutfall. Marteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn í 45% starf sem stuðningsfulltrúi og Sardar Davoody var ráðinn yfirmaður mötuneytis.

Ekki hefur verið haldið áfram með endurnýja glugga en vonir standa til að sú vinna fari af stað aftur í næsta mánuði. Einnig hafa orðið tafir á endurnýjun útidyrahurða.

Búið er að skipta um girðingu í kringum sundlaugina en klára þarf að girða fyrir sumarleiksvæði leikskólabarna. Búið er að fjarlægja graskant og mála stafna.

Ólafur segir frá því að tveir kennarar eru nú staddar í Slóveníu vegna Erasmusverkefnis á vegum Landverndar, en skólinn er aðili að Grænfánaverkefni Landverndar.

 

2.    Umbótaáætlun grunnskóla vegna ytra mats sem fram fór vorið 2019.

Ólafur leggur fram umbótaáætlun fyrir Stórutjarnaskóla vegna ytra mats sem fram fór sl. vor. Vinna við umbætur skv. áætluninni er þegar hafin.

Farið var yfir áætlunina.

Fræðslunefnd samþykkir umbótaáætlun vegna ytra mats Stórutjarnaskóla fyrir sitt leyti.

 

3.    Sumarlokun leikskólans

Sumarlokun sumarið 2020 verður fimm vikur og er mönnun frágengin. Sumarlokun sumarið 2019 var lengri vegna þess að ekki tókst að manna lengri opnun.

 

4.    Vinna við fjárhagsáætlun 2020.

Ólafur leggur fram áætlun um viðhald og framkvæmdir 2020.

Setja þarf teppaflísar á stigapall og efri gang og halda áfram endurnýjun á gleri. Fara þarf í töluverðar endurbætur á eldhúsi og skipta um hurð á frystiklefa.

Skipta þarf um gólfefni á matsalnum og athuga rakaskemmdir í útveggjum hans.

Setja þarf brunahurðir í heimavistarherbergi og er ráðgert að sú vinna hefjist fyrir áramótin.

Margrét segir að vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 sé hafin.

 

5.    Til kynningar: Leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tvöfaldrar skólavistar barns í leik- eða grunnskóla.

Margrét lagði fram til kynningar Leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tvöfaldrar skólavistar barns í leik- eða grunnskóla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 22:20