56. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

17.11.2015

56. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 17. nóvember kl. 15:15

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                             
Böðvar Baldursson                            
Hanna Sigrún Helgadóttir                  
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla boðaði forföll

Starfsmenn

Gerður Sigtryggsdóttir, skrifstofustjóri og aðalbókari Þingeyjarsveitar

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

1.            Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2016.

2.            Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla.

3.            Gjaldskrá v. leikskóla- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

4.            Málefni frá skólastjóra 

Margrét setti fundinn.

1.         Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2016

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeildar og tónlistardeildar  Stórutjarnaskóla fyrir árið 2016. 

Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti eins og hún liggur fyrir, en eftir á að færa inn launabreytingar skólastjórnenda skv. nýlega undirrituðum samningum.

2.         Gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla.

Margrét lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir mötuneyti Stórutjarnaskóla frá 1. janúar 2016. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá árinu 2015.

Í leikskóla er gjaldskráin þannig að morgunverður kostar kr. 100,-, hádegisverður kr. 305,- og síðdegishressing á sumaropnun kr. 90,-.

Í grunnskóla er gjaldskráin þannig að morgunverður kostar kr. 155,- og hádegisverður kr. 395,-

Verð á hádegisverði fyrir eldri borgara verði kr. 700,- og fyrir aðra (gesti og gangandi) kr. 1.200,-. Verð á morgunverði fyrir aðra verði kr. 700,-.

Fræðslunefnd samþykkri gjaldskrána fyrir sitt leyti.

3.         Gjaldskrá v. leikskóla- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

Margrét leggur fram tillögu um að leikskólagjöld verði óbreytt á árinu 2016 en gjöld fyrir tónlistarskóla hækki sem nemur verðlagsbreytingum, um 4,5%.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

4.         Málefni frá skólastjóra

Ólafur fór yfir viðhaldsþörf húsnæðis og búnaðar Stórutjarnaskóla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:30