9. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

26.04.2023

9. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Þingeyjarskóla miðvikudaginn 26. apríl kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

1.

Skóladagatal - 2304025

 

Lögð fram til samþykktar skóladagatöl grunnskóla Þingeyjarsveitar.
a) Reykjahlíðarskóli
b) Þingeyjarskóli
c) Stórutjarnaskóli

 

Nefndin samþykkir skóladagatöl skólanna fyrir sitt leyti.

Nefndin leggur til að leikskóladeildirnar sendi líka inn skóladagatöl til umsagnar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Skólastarf í Þingeyjarskóla - 2210019

 

Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri Þingeyjarskóla, kemur á fund og ræðir skólastarf í Þingeyjarskóla það sem af er skólaárinu 2022-2023.

 

 

Gestir

 

Jóhann Rúnar Pálsson - 00:00

 

Jóhann fór yfir skólastarfið í Þingeyjarskóla það sem af er og starfsmannamál. Í skólanum eru 109 nemendur, þar af 31 leikskólanemandi.
Skólinn er orðinn ágætlega búin tækjum og tækni. Tónlistardeildin er með blómlegt starf, 54 nemendur eru í tónlistarnámi.
Ýmislegt þarf á viðhaldi að halda í húsinu og lóð.
Nanna fór yfir starfið í leikskólanum Barnaborg. Hún sagði m.a. frá samstarfi leikskóladeildanna Barnaborgar og Krílabæjar við grunnskólann, sem hefur verið vel heppnað.


 

Kynnt

 

   

3.

Reglur um innritun í skóla Þingeyjarsveitar - 2304003

 

Lögð fram drög að reglum um innritun barna og skólavist í grunnskólum Þingeyjarsveitar.

 

Fræðslu- og velferðarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti með smávægilegum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

4.

Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit - 2304029

 

Lögð fram drög að reglum Þingeyjarsveitar um skólaakstur.

 

Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

5.

Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar - 2304024

 

Lögð fram drög að verklagsreglum leikskóla Þingeyjarsveitar

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að:
- Leikskólinn sé lokaður í 5 vikur vegna sumarleyfa. Einstökum leikskólum sé heimilt að taka hluta þessa tíma á öðrum árstíma, t.d. sem vetrarfrí.
- að börn verði að öllu jöfnu ekki tekin inn á leikskóla fyrr en 12 mánaða aldri sé náð.

Að öðru leyti var afgreiðslu verklagsreglanna frestað til næsta fundar.

Umræðu framhaldið á fundi þann 4. maí. Lokið við að fara yfir drög að verklagsreglum og gerðar ýmsar orðalagsbreytingar.
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

Fundi var frestað undir þessum lið og framhaldsfundur kom saman þann 4. maí kl. 14.30 í Kjarna.

 

   

6.

Áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni - 2304005

 

Lögð fram drög að áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni.

 

Nefndin ræddi drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

7.

Bjarni Árdal - bygging sparkvallar á skólalóð Stórutjarnaskóla - 2302023

 

Nefndin fagnar erindinu og leggur til við sveitarstjórn að ræða við viðkomandi og vinna málið áfram.

 

Samþykkt

 

   

8.

Dóra Rún Kristjánsdóttir - Húsnæði leikskólans Tjarnaskjóls - 2302024

 

Erindi frá deildarstjóra leikskólans Tjarnarskjóls.

 

Nefndin þakkar erindið og tekur heilshugar undir efni bréfsins.

Nefndin hvetur kjörna fulltrúa til að uppfylla kosningaloforð sín um að tryggja varanlegt húsnæði fyrir leikskólann Tjarnaskjól.

 

   

9.

Minnispunktar stýrihóps um samvinnu Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla - 2304035

 

Lagðir fram minnispunktar og tillögur frá stýrihópnum.

 

Nefndin ræddi minnispunktana rækilega og fór yfir starf og niðurstöður stýrihópsins.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn heimili að 9.-10. bekkur Reykjahlíðarskóla færist til Þingeyjarskóla og þeir nemendur verði nemendur Þingeyjarskóla næsta skólaár. Fyrirkomulagið verði endurskoðað næsta vor af fræðslu- og velferðarnefnd.
Að öðru leyti skal líta til verðandi skólastefnu Þingeyjarsveitar. 

Samþykkt

Sérbókun frá Sigrúnu Jónsdóttur:
- Allar hugmyndir um fast samstarf unglingastigs og hvað þá miðstigs Stórutjarnaskóla við hina skólana eru óraunhæfar á þessu stigi.

 

   

Vegna fjölda mála þurfti að fresta fundi undir lið 5. Fundi var framhaldið þann 4. maí í Kjarna. Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri sat báða fundina. Nanna Marteinsdóttir sat fyrri fundinn fyrir hönd leikskóladeilda Þingeyjarsveitar.
Áheyrnarfulltrúar mættu ekki til framhaldsfundar.
Áheyrnarfulltrúar voru:
Ingiríður Hauksdóttir sem fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Sunneva Mist Ingvarsdóttir sem fulltrúi foreldra leikskólabarna
Anna Gerður Guðmundsdóttir sem fulltrúi kennara

Fundi slitið kl. 16:30.