5. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

14.12.2022

5. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn Reykjahlíðarskóla miðvikudaginn 14. desember kl. 13:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurður Narfi Rúnarsson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

Áheyrnarfulltrúar: skólastjóra, Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir, kennara, Anna Gerður Guðmundsdóttir, foreldra leikskólabarna, Linda Björk Árnadóttir.

Starfsmenn

Alma Dröfn Benediktsdóttir, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

Dagskrá:

1. Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar - 2208014
Lögð fram drög að erindisbréfi fræðslu- og velferðarnefndar.
Nefndin leggur til að erindisbréfið verði samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Erindi til fræðslu- og velferðarnefndar vegna starfskjara - 2211044
Erindi barst til fræðslu- og velferðarnefndar dags. 23. nóvember varðandi mismunandi kjör starfsmanna leikskóla í sveitarfélaginu.
Fræðslu- og velferðarnefnd harmar það hve langan tíma hefur tekið að kalla áheyrnarfulltrúa á fundi nefndarinnar, starfsmanni falið að svara erindinu og að ýta á eftir að klára skipan áheyrnarfulltrúa fyrir næsta fund.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að leita allra leiða til að samræma reglur varðandi kjör og fríðindi starfsmanna sveitarfélagsins sem fyrst.


Lagt fram

3. Erindi frá foreldrum nemanda á unglingastigi í Reykjahlíðarskóla - 2211045
Erindi til fræðslu- og velferðarnefndar dags. 17. nóvember frá foreldrum nemanda á unglingastigi í Reykjahliðarskóla varðandi aukið samstarf skólanna.
Nefndin skilur áhyggjur foreldra vegna fámennis og félagslegrar vellíðunar nemenda á unglingastigi í Reykjahlíðarskóla.
Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar/verkefnastjóra sameiningar að eiga samtal við skólastjóra beggja skóla, Þingeyjar- og Reykjahliðar, með það að leiðarljósi að samstarf á unglingastigi verði aukið. Skólastjórum verði falið að koma með hugmyndir og útfærslu að auknu samstarfi. Í vor verði gerð könnun á ánægju nemenda, foreldra og kennara á samstarfinu og kostnaður jafnframt metinn.
Nefndin leggur áherslu á að skóladagatöl allra skóla í Þingeyjarsveit (grunn- leik- og framhaldsskólar) verði samræmd fyrir næsta skólaár þar sem því verður við komið.
Starfsmanni er falið að svara erindinu formlega.

4. Erindi varðandi skipan áheyrnarfulltrúa - 2211046
Erindi barst nefndinni 22 nóvember 2022 þar sem lögð er fram tillaga að breyttri skiptingu áheyrnarfulltrúa í nefndinni.
Narfi vék af fundi undir þessum lið.
Erindið er lagt fram. Í kjölfar umræðna samþykkir nefndin að funda á þriggja mánaða fresti í hverjum skóla. Allir áheyrnarfulltrúar komi þá frá hverjum skóla fyrir sig í það skiptið. Áheyrnarfulltrúar verði skipaðir í upphafi hvers skólaárs og sitja út skólaárið.
Skólastjórum hvers skóla er falið að sjá um að áheyrnarfulltrúar séu skipaðir að hausti og boðaðir á fundi síns skóla.
Lagt fram

5. Áheyrnarfulltrúar í fræðslu- og velferðarnefnd - 2211047
Skipan áheyrnarfulltrúa fyrir veturinn 2022-2023
Samanber samþykkt í erindi fjögur verður fundað á þriggja mánaða fresti í hverjum skóla. Allir áheyrnarfulltrúar komi þá frá hverjum skóla fyrir sig í það skiptið. Áheyrnarfulltrúar verði skipaðir í upphafi hvers skólaárs og sitja út skólaárið.
Skólastjórum hvers skóla er falið að sjá um að áheyrnarfulltrúar séu skipaðir að hausti og boðaðir á fundi síns skóla. Starfsmanni falið að láta skólana vita um fyrirkomulagið.
Lagt fram

6. Niðurfelling leikskólagjalda og húsaleiga - 2210028
Tekið fyrir aftur
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Samþykkt

7. Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028
Til stendur að hefja vinnu við nýja sameiginlega skólastefnu Þingeyjarsveitar. Nefndin ákvað að óska eftir tilboðum í vinnuna, þrjú tilboð hafa borist.
Nefndin þakkar tilboðin og óskar eftir kynningum frá þessum aðilum í janúar. Lagt er til að haldinn verði fjarfundur og hver aðili fái u.þ.b. 20 mín til kynningar og fyrirspurna. Óskað er eftir því að kynningin fari fram í tæka tíð fyrir nefndarfund í janúar og skólastjórum, sveitarstjóra og oddvita verði boðið að sitja fundinn auk nefndarinnar sjálfrar og starfsmanns hennar.

8. Tónlistarkennsla í Reykjahlíðarskóla - 2212008
Skólastjóri og tónlistarkennari við Reykjahlíðarskóla kynntu hugmyndir að nýju fyrirkomulagi tónlistarkennslu við skólann. Verkefnið er tilraunaverkefni.
Nefndin þakkar Stefáni Jakobssyni fyrir kynninguna og leggur til að farið verði af stað með tilraunaverkefnið en jafnframt að það verði gerð greining á verkefninu. Í vor verði gerð könnun á ánægju nemenda, foreldra og kennara á verkefninu og kostnaður jafnframt metinn. Þannig verði hægt að skoða hvort verkefnið geti gengið í heildarstarfi tónlistardeildanna við skóla sveitarfélagsins.
Samþykkt

9. Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. - 2211028
Málið tekið fyrir að nýju.
Formaður lagði fram tillögu að reglum sem unnar voru með hliðsjón af samþykktum í öðrum sveitarfélögum.
Samþykkt

 

Fundi slitið kl. 16:30.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.