3. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

27.10.2022

3. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku fimmtudaginn 27. október kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurður Narfi Rúnarsson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir fulltrúi skólastjóra.

Starfsmenn

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

 

Dagskrá:

1. Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing barnasáttmála - 2005020
Taka þarf afstöðu til þess hvort sveitarfélagið hyggst fara í innleiðingu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag- innleiðing barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Skútustaðahreppur frestaði innleiðingu verkefnisins þegar sameiningin lá fyrir.
Nefndin tekur vel í verkefnið og óskar eftir kynningu í upphafi næsta skólaárs og vill skoða möguleika á að hefja innleiðingu 2024.
Lagt fram

2. Skólabyrjun - 2209036
Farið yfir skólabyrjun í grunn- leik og tónlistarskólum sveitarfélagsins
Lögð fram minnisblöð frá skólastjónendum allra skólanna þar sem kom fram að skólarnir fóru vel af stað í haust og mönnun hefur gengið vel nema í Leikskólanum Yl í Mývatnssveit en þar er mannekla.
Fjöldi nemenda á haustönn 2022 eftir skólum:
Þingeyjarskóli, fjöldi nemenda í grunnskóladeild eru 72, nemendur í leiksóladeild 21 og nemendur í tónlistardeild 51.
Reykjahlíðarskóli, fjöldi nemenda í grunnskóladeild eru 38, í leiksóladeild 23 og nemendur í tónlistarskóladeild 32.
Stórutjarnaskóli, fjöldi nemenda í grunnskóladeild eru 33, nemendur í leikskóladeild 6, nemendur í tónlistarskóladeild eru 31.
Lagt fram

3. Minnisblað skólastjóra Reykjahlíðarskóla varðandi Leikskólann Yl - 2210033
Lagt fram minnisblað skólastjóra Reykjahlíðarskóla varðandi alvarlega stöðu í starfsmannamálum í Leikskólanum Yl.
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum yfir þungri stöðu í leikskólunum og sérstaklega Leikskólanum Yl.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að fara af stað í að móta sér mannauðsstefnu fyrir sveitarfélagið í heild. Sérstök áhersla verði lögð á að skoða kjör og vinnuaðstæður leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarverðara. Brýnt er að bregðast strax við svo ekki komi til frekari lokana á Leikskólanum Yl.

4. Starfsmannamál í þingeyjarskóla - 2210032Skólastjóri Þingeyjarskóla óskar eftir að bæta við auka starfsgildi í leikskólanum Barnaborg um 80-100% frá og með 1. desember 2022.
Þungi er í starfinu þar sem mörg börn eru undir tveggja ára aldri og eru óskir frá núverandi þjónustuþegum um lengri vistunartíma.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að aukið verði við starfsgildi í Leikskólanum Barnaborg frá 1. desember 2022 samkvæmt óskum skólastjóra.
Samþykkt

5. Erindi til fræðslunefndar - 2210003
Lagt fram erindi sem barst til nefndarinnar frá Corneliu Þorsteinsdóttur, kennara við Reykjahlíðarskóla varðandi úttektir á kennslu og kennsluháttum við skólann.
Ytri og innri úttektir eru sjálfsagður og eðlilegur hluti af öllu mati á skólastarfi, kennslu og kennsluháttum. Það er í höndum skólastjóra að sjá til þess að slíkt mat fari fram og til þess eru fengnir fagaðilar. Ásgarður er viðurkenndur úttektaraðili á þessum þáttum og ekki óeðlilegt að skólastjóri leiti til fyrirtækisins. Ábendingum bréfritara um aðferðir úttektarinnar verður komið áleiðis til Ásgarðs.
Lagt fram

6. Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028
Tilboð frá Ásgarði í gerð nýrrar skólastefnu Þingeyjarsveitar.
Nefndin óskar eftir því að sveitarfélagið leiti tilboða frá fleiri fyrirtækjum eða einstaklingum til þess að stýra vinnu við gerð nýrrar skólastefnu, til samanburðar.
Lagt fram

7. Umsókn um grunnskólavist utan Þingeyjarsveitar - 2210035
Óskað eftir að nemandi sæki skólagöngu í grunnskóla utan sveitarfélagsins.
Nefndin hafnar erindinu fyrir sitt leyti sbr. önnur erindi sem hafnað hefur verið um sambærileg mál. Nefndin bendir jafnframt á að við sameiningu sveitarfélaganna hefur stoðþjónusta skólanna í sveitarfélaginu verið efld og endurbætt.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið móti sér stefnu varðandi nám barna utan lögheimilissveitarfélags. Verkefnastjóra falið að skoða málið og koma með tillögur á næsta fundi.
Hafnað

8. Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um viðbótartónlistarnám Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson - 2209002
Málið tekið fyrir aftur.
Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar hafnar nefndin erindinu fyrir sitt leyti. Sambærilegt nám er í boði í heimaskóla nemandans.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið setji sér stefnu varðandi tónlistarnám utan sveitarfélagsins. Verkefnastjóra falið að koma með tillögur á næsta fund.
Hafnað

9. Niðurfelling á gjöldum vegna félagslegrar þátta - 2210028
Erindi frá félagsþjónustu Norðurþings varðandi niðurfellingu leikskólagjalda og húsaleigu.
Nefndin samþykkir niðurfellingu leikskólagjalda og húsaleigu skv. erindinu fyrir sitt leyti.
Samþykkt

 

Fundi slitið kl. 16:30.