3. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

17.08.2023

3. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. ágúst kl. 09:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Aðalskipulag - 2308006

 

Árni Geirsson ráðgjafi hjá Alta og Atli Steinn Sveinbjörnsson skipulagsfulltrúi komu til fundar og fóru yfir stöðuna á vinnu við aðalskipulag Þingeyjarsveitar.

 

Byggðarráð þakkar Árna og Atla Steini fyrir greinargóða yfirferð. Gert er ráð fyrir að vinnslutillaga komi til umsagnar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar um miðjan september.

 

Samþykkt

 

   

2.

Seigla - 2308010

 

Bjarni Reykjalín arkitekt og Rögnvaldur Harðarson komu til fundar og fóru yfir drög að breytingu á teikningum af Seiglu.

 

Byggðarráð þakkar Bjarna og Rögnvaldi greinargóða yfirferð.

 

Kynnt

 

   

3.

Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám - 2307031

 

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 15. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélaga undirrituðu árið 2011 um framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda.

 

Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. gr. reglna um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011.

 

Samþykkt

 

   

4.

Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám - 2307032

 

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 15. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélaga undirrituðu árið 2011 um framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda.

 

Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. gr. reglna um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011.

 

Samþykkt

 

   

5.

Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám - 2307031

 

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 15. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélaga undirrituðu árið 2011 um framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda.

 

Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. gr. reglna um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011.

 

Samþykkt

 

   

6.

Fundargerðir - almannavarnarnefnd - 2308016

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar aðgerðastjórnar á svæði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 11:00.