16. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

18.01.2024

16. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 18. janúar kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Formaður setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá umsagnir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

Seigla - 2308010

 

Valþór Brynjarsson kom til fundar og fór yfir stöðu framkvæmda við Seiglu.

 

Valþór fór yfir stöðuna á framkvæmdum sem nú standa yfir við lyftustokk sem ganga samkvæmt áætlun. Einnig fór Valþór yfir stöðu útboðs, 16 aðilar sóttu útboðsgögn, fyrirspurnarfrestur er til og með 23. janúar og verða tilboð opnuð 31. janúar nk. Byggðarráð þakkar Valþóri greinargóða yfirferð.

 

Kynnt

 

   

2.

Kynningarfundur - fjárhagsáætlun 2024 - 2401081

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa á fjárhagsáætlun 2024. Lagt er til að fundurinn verði rafrænn á Teams og verði haldinn 30. janúar nk. kl 17:00 og verði auglýstur á miðlum sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni.

 

Samþykkt

 

   

3.

Skólaþjónusta - Þingeyjarsveit - 2401001

 

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um skólaþjónustu Þingeyjarsveitar.

 

Byggðarráð þakkar sviðsstjóra fyrir minnisblaðið. Í undirbúningi er frumvarp til laga um skólaþjónustu og í þeirri vinnu er jafnframt til skoðunar að koma á skólaþjónustusvæðum sem svæðisbundnum samráðsvettvangi. Í Þingeyjarsveit er mikið af hæfu starfsfólki sem hefur að undanförnu lagt grunn að samræmdri skólaþjónustu í sveitarfélaginu og kemur það vel fram í minnisblaði sviðsstjóra. Sviðsstjóra er falið að fylgjast með framgangi fumvarpsins og vinna málið áfram, gera frekari greiningar m.t.t. mannafla og kostnaðar í ljósi þess og því að Þingeyjarsveit gæti orðið leiðandi í þróun skólaþjónustu á víðfeðmum svæðum.

 

Samþykkt

 

   

4.

Auglýsing um skrá yfir störf undanþegin verkfallsheimild - 2401002

 

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar listi sveitarfélagsins yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild.

 

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi lista og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Erindisbréf ungmennaráðs - 2209017

 

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Þingeyjarsveitar, í samþykktum Þingeyjarsveitar er ungmennaráð ein af undirnefndum sveitarfélagsins og starfar samkvæmt samþykktum þess.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og vísar erindisbréfinu til umsagnar hjá íþrótta-, tómastunda- og menningarnefnd.

 

Samþykkt

 

   

6.

Beiðni um afslátt af árskortum - Íþróttamiðstöð í Reykjahlíð - 2401028

 

Lagt fram bréf frá Antoni Frey f.h. Mývetnings þar íbúar eru hvattir til að auka og efla hreyfingu og taka þátt í íþróttum. Jafnframt óskar Mývetningur eftir 30% afslætti af árskortum í íþróttamiðstöðina í Reykjahlíð fyrir sína félagsmenn.

 

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir hvatningu ungmennafélagsins til íbúa.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ekki verði tekin ákvörðun um sértæka afslætti og styrki þar til endurskoðun samstarfssamninga við íþrótta- og ungmennafélög er lokið.
Byggðarráð leggur áherslu á að ef ráðrúm er til lækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins í íþróttamiðstöðvar þess verði gjaldskráin í heild sinni lækkuð.

 

Samþykkt

 

   

7.

Þjónustusamningur um kortasjá og Seyru - 2401044

 

Lögð fram drög að samning um kortasjá og Seyru sem er skráningarkerfi fyrir rotþrær.

 

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti enda er gert ráð fyrir kostnaði við hann í fjárhagsáætlun ársins.

 

Samþykkt

 

   

8.

Beiðni um samstarf um skráningu fornminja - Flateyjardalur - 2401063

 

Lagt fram bréf frá Kristborgu Þórsdóttur f.h. Fornleifastofnunar Íslands ses. þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi um skráningu fornleifa í eyðibyggðum Þingeyjarsveitar. Nú þegar er búið að skrá minjar á Flateyjardal og Náttfaravíkum fyrir styrki úr Fornminjasjóði og með stuðningi sveitarfélagsins.
Ef um áframahaldandi samstarf verður þá hyggst fornleifastofnun beina sjónum að Flateyjardalsheiði. Óskað er eftir 1. millj. kr. stuðningi við verkefnið fái það framgang í Fornleifasjóði.

 

Byggðarráð leggur til að styrkja verkefnið að því gefnu að fáist styrkur úr Fornleifasjóði.

 

Samþykkt

 

   

9.

Gjaldskrár 2024 - 2311140

 

Lagðar fram endurskoðaðar gjaldskrár vegna leigu á skólahúsnæði og tækjum, gjaldskrá Skjólbrekku sem og gjaldskrá íþróttamiðstöðvar í Reykjahlíð. Í gjaldskránum hafa verið uppfærðir gjaldaliðir sem þörfnuðust endurskoðunar. Í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar í Reykjahlíð var bætt við gjaldaliðum fyrir handklæði, sturtur og notkun á salerni. Jafnframt var leiðrétt verð á parakortum. Í Skjólbrekku kom inn nýr gjaldaliður fyrir brúðkaup. Í gjaldskrá vegna skólahúsnæðis kom inn nýr gjaldaliður vegna þorrablóta.

 

Gjaldskrár sem hér eru endurskoðaðar voru áður samþykktar í sveitarstjórn 14. desember sl. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

 

Samþykkt

 

   

10.

Þjóðarsátt - yfirlýsing - 2401080

 

Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga.
Byggðarráð styður þær fyrirætlanir að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi.
Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir.

Byggðarráð minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því.
Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir byggðarráð Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir verði af þjóðarsátt.

 

   

11.

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit - 2310028

 

Á 15. fundi byggðarráðs var tekin fyrir drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs var falið að uppfæra drögin og leggja fyrir fund byggðarráðs.

 

Byggðarráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

12.

Húsnæðisáætlun 2024 - 2401077

 

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir Þingeyjarsveit 2024.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra áætlunina í samræmi við umræður á fundinum og leggja svo fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

 

Samþykkt

 

   

13.

Samstarfssamningur - Mývatnsstofa - 2311029

 

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Mývatnsstofu. Með samningnum tekur Mývatnsstofa að sér verkefni fyrir sveitarfélagið sem snúa að m.a. að markaðs-, upplýsinga- og kynningarmálum fyrir sveitarfélagið.

 

Byggðaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

14.

Stefnumótunarvinna 2024 - 2401083

 

Stefnumótun í þeim málaflokkum sem vega þyngst í rekstri sveitarfélagsins er mikilvæg m.a. til að skapa sameiginlega sýn á verkefni þess og auka skilvirkni í starfseminni.
Í fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir fjármagni í gerð heildarstefnumörkunar fyrir Þingeyjarsveit. Auk þess hefur verið samþykkt af sveitarstjórn að fara í vinnu við stefnumörkun í ákveðnum málaflokkum s.s. í menningarmálum, atvinnumálum sem og þjónustustefnu sem sveitarfélaginu ber að gera samkvæmt lögum.

 

Lagt fram minnisblað um vinnu við stefnumótun fyrir Þingeyjarsveit. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í heildstæða stefnumörkun fyrir sveitarfélagið og leitað verði tilboða í verkið.

 

Samþykkt

 

   

15.

Frumvarp til laga um vindorku - umsagnir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga - 2401089

 

Lagðar fram til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga
um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu
vindorku á Íslandi og umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra og Knúti Emil Jónassyni að gera drög að umsögn og senda fyrir sveitarstjórn. Umsagnarfrestur er til og með 23. janúar nk.

 

Samþykkt

 

   

16.

Breyting á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga - 27. mál - 154. löggjafaþing - 2401017

 

Fyrir byggðaráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2020 (málsmeðferð og skilyrði) 27. mál.

 

Byggðarráð telur ekki ástæðu til umsagnar á þessu stigi málsins.

 

Samþykkt

 

   

17.

Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík - 2209005

 

Lögð fram til kynningar fundargerð vegna yfirferðar á minnisblaði vegna stöðu útboðs á hjúkrunarheimili á Húsavík.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðilum sem standa að verkefninu.

 

Samþykkt

 

   

18.

Landsþing XXXIX - boðun - 2401056

 

Lagt fram til kynningar boð á XXXIX landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 14. mars nk. í Reykjavík.

 

Kynnt

 

   

19.

Jöfnunarsjóður - dómur Héraðsdóms Reykjavíkur - 2401054

 

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf frá innviðaráðherra sem sent er öllum sveitarstjórnum. Bréfið varðar dóm í máli Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem kveðinn var upp 20. desember sl.

 

Byggðarráð mun fylgjast vel með framgangi málsins enda hefur dómur sem þessi mikil áhrif á rekstur sveitarfélaga í landinu til lengri tíma.

 

Samþykkt

 

   

20.

Samantekt samstarfs sveitarfélaga - stafræn umbreyting - 2401049

 

Lögð fram til kynningar samantekt um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.