1. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

27.07.2023

1. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 27. júlí kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Byggðarráð - 2305033

 

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir byggðarráð Þingeyjarsveitar.

 

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi byggðarráðs Þingeyjarsveitar með áorðnum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

2.

Skólaakstur 2023-2026 útboð - 2306049

 

Þann 29. júní sl. var auglýst eftir tilboðum í skólaakstur fyrir skólaárin 2023-2026. Um var að ræða níu akstursleiðir. Bárust 18 tilboð í leiðirnar frá tíu aðilum.

 

Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn útboðsins, aðdraganda, undirbúning og framkvæmd.

Niðurstaða útboðs á skólaakstri fyrir Þingeyjarsveit sem auglýst var í júní liggur fyrir. Útboðið gerði ráð fyrir níu akstursleiðum, tveim leiðum fyrir Stórutjarnaskóla og fimm leiðum fyrir Þingeyjarskóla, ein leið fyrir Reykjahlíðarskóla auk þess sem ein leið er frá Baldursheimi að Laugum: Leið 1 (Mývatnssveit - Reykjahlíðarskóli), leið 2a (Baldursheimur - Laugar), leið 2b (Stafn, Kvígindisdalur - Þingeyjarskóli), leið 3 (Laugar - Þingeyjarskóli), leið 4 (Aðaldalur suður - Þingeyjarskóli), leið 5 (Aðaldalur norður- Þingeyjarskóli), leið 6 (Kinn - Þingeyjarskóli), leið 7 (Fnjóskadalur suður - Stórutjarnaskóli), leið 8 (Fnjóskadalur norður - Stórustjarnaskóli). Tilboð bárust í allar leiðir og voru tilboð neðangreindra bjóðenda valin enda þau metin hagstæðust fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar:
Leið 1 - Gísli Rafn Jónsson, tilboð í ekinn km. 789 kr. Leið 2a - Gísli Rafn Jónsson, tilboð í ekinn km. 825 kr. Leið 2b - Fjallasýn, tilboð í ekinn km. 853 kr. Leið 3 - Jón Ingi ehf., tilboð í ekinn km. 1.695 kr. Leið 4 - Bergsteinn Helgi Helgason, tilboð í ekinn km. 1.149 kr. Leið 5 - Bergsteinn Helgi Helgason, tilboð í ekinn km. 1.220 kr. Leið 6 - Árni Garðar Helgason, tilboð í ekinn km. 682 kr. Leið 7 - Gunnar Ingólfsson, tilboð í ekinn km. 899 kr. Leið 8 - Sveitasetrið Draflastöðum ehf., tilboð í ekinn km. 1.444 kr. Að loknum biðtíma útboðs samkvæmt 1. mgr. 86 gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 verður gengið til samninga við ofangreinda aðila á grundvelli útboðsins til næstu ára, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2023 til og með loka skólaárs vorið annars vegar 2025 og hins vegar 2026 í samræmi við útboðsgögn.
Fyrir fundinum liggur bréf frá Árna Garðari Helgasyni þar sem hann fellur frá tilboði sínu í leið 5 Aðaldalur Norður. Í útboðslýsingu kemur fram að falli bjóðandi frá tilboði sínu verði leiðin auglýst að nýju. Samkvæmt þeim skilmálum felur byggðarráð verkefnastjóra fjölskyldumála að auglýsa leið 5 Aðaldalur norður að nýju.

Akstur þriggja leiða, Bárðardalur-Stórutjarnaskóli, Ingjaldsstaðir-Stórutjarnaskóli og Fremstafell-Stórutjarnaskóli voru ekki boðnar út að þessu sinni er sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála falið að framlengja samninga um þessar leiðir.

 

Samþykkt

 

   

3.

Jafnlaunastefna Þingeyjarsveitar samþykkt 2023 - 2307026

 

Lögð fram drög að Jafnlaunastefnu Þingeyjarsveitar.

 

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnlaunastefnu fyrir Þingeyjarsveit og felur sveitarstjóra að birta hana á vefsíðu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

4.

Selen ehf. - Umsagnarbeiðni rekstarfleyfi flokkur II-H Höfðabyggð E22 - 2307023

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra með ítrekun dags. 17. júlí sl. þar sem Selen ehf. sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H Höfðabyggð E22.

 

Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 er fjallað um frístundabyggð í landi Lundar, E-22, sem skiptist upp í þrjú svæði: Lundskógur, Höfðabyggð og Stekkjarbyggð. Gert er ráð fyrir 88 lóðum fyrir frístundahús auk svæðis fyrir smáhýsi og golfskála.
Í deiliskipulagi sumarhúsalóða í landi Lundar frá árinu 1999 er lóðin Höfðabyggð 11A merkt á uppdrátt og vitnað í greinargerð sem er ekki aðgengileg á skipulagsvefsjá. Ekki er getið til um heimild til gistireksturs í birtum gögnum og ekki hafa fundist fordæmi um útgáfu gistileyfa í frístundabyggð í landi Lundar.
Þar sem ekki er að finna skýra skilmála um heimild til gistireksturs í aðal- eða deiliskipulagi fyrir svæðið leggst byggðarráð gegn útgáfu rekstrarleyfisins. Málið var afgreitt í tölvupósti þann 21. júlí sl.

 

Samþykkt

 

   

5.

Líforkuver - SSNE - 2306023

 

Lagt fram bréf frá SSNE þar sem kynnt eru drög að viljayfirlýsingu um stofnun þróunarfélags um áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði. Var afgreiðslu málsins frestað á 28. fundi sveitarstjórnar 22. júní sl.

 

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu með þeim formerkjum að ekki falli til kostnaður á sveitarfélagið vegna þessa.

 

Samþykkt

 

   

6.

Samgönguáætlun 2023-2038 - 2307007

 

Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, mál nr. 112/2023 í Samráðsgátt.

 

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að umsögn og felur sveitarstjóra að senda hana inn í samráðsgátt stjórnvalda.

 

Samþykkt

 

   

7.

Skattalegt umhverfi orkuvinnslu - umsögn - 2307014

 

Í samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu mál nr. 119/2023.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra vinna drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð.

 

Samþykkt

 

   

8.

SSNE - áhersluverkefni Sóknaráætlunar - Auknar fjárfestingar á NE - 2307030

 

Lagður fram tölvupóstur frá Albertínu F. Elíasdóttur þar sem hún vekur athygli á því að áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra um auknar fjárfestingar fari af stað að loknum sumarfríum. Í bréfinu hvetur hún sveitarfélög til þátttöku í verkefninu.

 

Byggðarráð lýsir áhuga á þátttöku Þingeyjarsveitar í verkefninu og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við SSNE.

 

Samþykkt

 

   

9.

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 28. júní sl.

 

Lagt fram

 

   

10.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. júní sl.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 15:00.