32. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

12.11.2020

32. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10:00

Fundarmenn
Arnór Benónýsson formaður
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri
Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri 
Fundargerð ritaði: Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri 

Arnór setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

  1. Skýrsla slökkviliðsstjóra.
    1. Gerð grein fyrir viðræðum við Landsvirkjun um brunavarnir á starfsstöðvum LV á starfssvæði slökkviliðsins. Ráðgert er að fá Landsnet einnig að borðinu í samstarf og er ráðgerður fundur með LV, LN og slökkviliðsstjóra í næstu viku.
    2. Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi bílakaup á Iveco bifreið slökkviliðsins. Bifreiðin hefur ekki reynst í lagi og er ráðgert að þann 17.11. nk. komi starfsmaður Iveco í Danmörku og starfsmaður One Seven slökkvibúnaðar, að málinu og samhæfi tölvubúnað bílsins og slökkvibúnaðarins.
  2. Fjárhagsáætlun 2021

Fjárhagsáætlun tekin til umræðu. Hækkun er á fjárhagsáætlun um rúm 13% milli ára sem skýrist af launahækkunum og vanáætlun vegna viðbragðsvakta á árinu 2020.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar beggja sveitarfélaga fyrir árið 2021.

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl. 10:43.