29. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

19.12.2019

29. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson formaður og Þorsteinn Gunnarsson (í síma). Einnig Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri og Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson

Fundur haldinn í sameiginlegri brunavarnanefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar haldinn á Laugum fimmtudaginn 19.12.2019 kl. 10:00.

Dagskrá:

 

1.    Brunavarnaáætlun Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar

Slökkviliðsstjóri fór yfir drög að brunavarnaáætlun Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem og áhættumat sem unnið hefur verið að undanfarin misseri í samráði við Mannvirkjastofnun. Um 6. útgáfu er að ræða.

Samþykkt að leggja uppfærða brunavarnaáætlun fyrir sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um leið og yfirfarið áhættumat liggur fyrir.

2.   Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 11.25.