28. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

19.09.2019

28. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. september kl. 13:00

Fundarmenn

Dagbjört Jónsdóttir

Arnór Benónýsson formaður

Þorsteinn Gunnarsson (í síma)

Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri.

Gestur fundarins: Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson

Dagskrá:

1                    Skýrsla slökkviliðsstjóra.    

  1. Viðbragðsvakt – Tekin upp um mánaðarmótin maí/jún. Ávallt tveir menn í viðbragðsvaktarkerfi klárir í Mývatnssveit og Þingeyjarsveit, samtals fjórir. Gekk heilt yfir vel í sumar. Búið að semja við 16 slökkviliðsmenn um bakvaktirnar, 7 í Mývatnssveit og 9 í Þingeyjarsveit.
  2. Útköll ársins – 19 útköll það sem af er ári og fjölgar á milli ára. Bróðurpartur í vor og sumar. Er skráð í Bjargir,  gagnagrunn Neyðarlínunnar.

                                                               i.      Aðstoð við sjúkrabíl, 2.

                                                             ii.      Eldur í byggingu, 3.

                                                           iii.      Eldur utan bygginga, 1.

                                                           iv.      Gróðureldar, 1.

                                                             v.      Grunur um eld, 3.

                                                           vi.      Umferðarslys, 5.

13 af 19 útköllum að degi til.

  1. Æfingar og námskeið – Annan hvern á mánudag á vaktaskiptum ætla slökkviliðsmenn að hittast á slökkvistöðvunum. Smærri og færri æfingar skilar meiri virkni í mannskapinn. Farið yfir tæki og búnað á hverri æfingu. Stærri sameiginleg æfing  verður tekin 28. september n.k.
  2. Afhending Iveco bifreiðar – Samkvæmt áætlun er von á bílnum um áramót. Bíllinn smíðaður á Ítalíu, sendur til Hollands og þar er settur kassi með dælum o.fl.

                         

2                    Samstarfsamningar við Slökkvilið Akureyrar og Norðurþings.

A:

Lagður fram samstarfssamningur á milli Slökkviliðs Akureyrar (SA) og BNA um viðbragð við útköllum á starfssvæði BSÞ. Samningurinn byggir á reglugerð 747/2018 þar sem slökkviliðum er áskilið að gera með sér samning varðandi útkallssvæði sbr. 6. gr., en þar segir:

„Ef viðbragðstími slökkviliðs aðliggjandi sveitarfélags fyrir ákveðið landsvæði er styttri en frá slökkviliði þess sveitarfélags sem landsvæðið tilheyrir skulu sveitarfélögin gera með sér samninga til að tryggja sem skemmstan viðbragðstíma óháð sveitarfélagamörkum. Í samningum skal tekið fram verklag við beiðni og um greiðslu kostnaðar.“

 

Slökkvilið Akureyrar skuldbindur sig til að sinna bráðaútköllum á starfssvæði BSÞ í Fnjóskadal og austur í Ljósavatnsskarð að bænum Krossi meðtöldum.

BSÞ skuldbindur sig einnig samkvæmt sömu forsendum og í samningi þessum, að veita aðstoð samkvæmt 20. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir þurfi SA á slíkri aðstoð að halda.

 

B:

Lagður fram samstarfssamningur á milli Slökkviliðs Norðurþings (SN) og BSÞ um viðbrögð við útköllum á starfssvæði hvors liðs fyrir sig.  Samningurinn byggir á reglugerð 747/2018 þar sem slökkviliðum er áskilið að gera með sér samning varðandi útkallssvæði sbr. 6. gr., en þar segir:

„Ef viðbragðstími slökkviliðs aðliggjandi sveitarfélags fyrir ákveðið landsvæði er styttri en frá slökkviliði þess sveitarfélags sem landsvæðið tilheyrir skulu sveitarfélögin gera með sér samninga til að tryggja sem skemmstan viðbragðstíma óháð sveitarfélagamörkum. Í samningum skal tekið fram verklag við beiðni og um greiðslu kostnaðar.“

SN skuldbindur sig til að sinna bráðaútköllum á starfssvæði BSÞ í Aðaldal suður að bænum Knútsstöðum auk virkjunarsvæðis að Þeistareykjum. Útköllin snúa að lögbundnum verkefnum slökkviliða sbr. 3. gr. áður nefndrar reglugerðar 747/2018, þar sem um lífbjörgun er að ræða.

BSÞ skuldbindur sig til að sinna bráðaútköllum á starfssvæði SN austan Jökulsár á Fjöllum, við Grímsstaði og austur á Biskupsháls. Útköllin snúa að lögbundnum verkefnum slökkviliða sbr. 3. gr. áður nefndrar reglugerðar 747/2018, þar sem um lífbjörgun er að ræða.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar að samningarnir verði samþykktir.

 

3                    Brunavarnaráætlun

Slökkviliðsstjóri fór yfir nýjustu drög að brunavarnaráætlun fyrir BSÞ. Hún hefur nú þegar farið í fjórgang í rýningu hjá Mannvirkjastofnun en vonast er til að hún verði tilbúin um næstu áramót.

Nefndin harmar hversu seinleg yfirferð Mannvirkjastofnunar hefur verið á brunavarnaáætluninni.

 

4                    Fjárhagsáætlun

Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Gera þarf ráð fyrir auknum kostnaði vegna viðbragðsbakvaktakerfis þar sem það verður á heilsárs grundvelli. Jafnframt þarf að skoða vel þriggja ára áætlun með tilliti til brunavarnaáætlunarinnar.

 

5                    Fyrirkomulag búnaðar og aðstaða slökkviliðs

Rætt um framtíðar aðstöðu slökkviliðs í Mývatnssveit.

 

6                    Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 14.11.