23. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

13.03.2018

23. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 13. mars kl. 15:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Þorsteinn Gunnarsson
Bjarni Höskuldsson
Helga A. Erlingsdóttir
Lárus Björnsson var fjarverandi

Fundargerð ritaði: Helga A. Erlingsdóttir

Arnór setur fund og bauð sérstaklega nýjan nefndarmann velkominn, Þorstein Gunnarsson, sveitarstjóra í Mývatnssveit. 

Gengið til dagskrár.

1.       Staða viðræðna við stjórn Vaðlaheiðarganga.

Bjarni gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar undirbúning vegna opnun Vaðlaheiðarganga.  Nýlega var fundur sveitarstjóra Þingeyjarsveitar og bæjarstjóra Akureyrar með stjórn Vaðlaheiðarganga um þau verkefni sem fyrir liggja.

Slökkviliðsstjóri lagði fram kostnaðaráætlun vegna opnunar Vaðlaheiðarganga, sbr. fylgiskjal 1. og 2.

 

2.       Fjarnám slökkviliðsmanna.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir fjarnámi sjö slökkviliðsmanna til réttinda slökkviliðsmanns sem stendur yfir núna.

 

3.       Æfingar ársins.

Æfingar í slökkviliðinu eru nú fyrsta laugardag í hverjum mánuði.  Þessar æfingar eru mikilvægar fyrir reykkafara. Þá verða styttri æfingar inn á milli. Það stendur til að fá vatnsöflunarmenn slökkviliðsins til að kanna aðstöðu til vatnsöflunar á svæði slökkviliðsins – svo og vatnsból og hnitsetja.

 

4.       Ársfundur slökkviliðsstjóra.

Slökkviliðsstjóri hefur fengið leyfi oddvita sveitarfélaganna sem standa að halda ársfund slökkviliðsstjóra á landinu hér á svæði slökkviliðs Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.  Fundurinn verður í Sel-hóteli.  Stærri slökkviliðin taka þátt í kostaði.

 

5.       Tilboð í gamlan slökkvibíl.

Komið hefur tilboð í gamla slökkvibílinn á stöðinni við Stórutjarnir, sem ekki er nýttur lengur.  Samþykkt að leggja það til við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að selja þennan slökkviliðsbíl.

 

6.       Nýr samningur slökkviliðsstjóra.

Samningurinn liggur fyrir og hefur hlotið samþykkt sveitastjórna.

 

7.       Önnur mál.

a)       Fyrir liggur eftirlitsáætlun ársins varðandi eldvarnaeftirlit á svæðinu. Hefur hún þegar birst á heimasíðum sveitarfélaganna. Samþykkt að birta hana  einnig  í staðarmiðlunum, Húsöndinni og Hlaupastelpunni.

b)      Slökkviliðsstjóri ræddi afleysingar um helgar í sumar og lýsir áhuga að þær verði með sama sniði og s.l. sumar. Þá er fyrirhugað áframhaldandi vinna við eldvarnayfirlit hjá bændum og öðrum fyrirtækjum.

c)       Nefndin samþykkir að sent verði formlegt erindi til  Umhverfisstofnununar varðandi úrræði vegna íþyngjandi krafna á verndunarsvæði Laxár og Mývatns. Þorsteini Gunnarssyni falið að fylgja þessu máli eftir í samráði við slökkviliðsstjóra.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.