20. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

11.10.2016

20. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 11. október kl. 00:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Lárus Björnsson
Bjarni Höskuldsson
Helga A. Erlingsdóttir.

1. Staðan í dag. 
Slökkviliðsstjóri gerð grein fyrir stöðu mála.  Lagði hann fram fundargerð slökkviliðsstjóra með starfsmönnum. Þar kemur m.a. tillaga um fjölda æfinga. Farið yfir lista um þá sem eru í slökkviliðinu sem eins og stendur eru 30 manns.

Samstarfið við Landsvirkjun á Þeistareykum gengur vel.

2. Framtíðarsýn.
Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fundi hans með slökkviliðsstjóranum á Akureyri þar sem þeir ræddu m.a.  búnað sem er nauðsynlegur slökkviliðunum vegna væntanlegra jarðgangna undir Vaðlaheiði.  Slökkviliðsstjóri greindi frá skoðunum sínum um nauðsyn þess að slökkviliðsmenn fái námskeið – fræðslu til að mæta sífelldri fjölgun á margbreytilegum aðstæðum, þyngri umferð – stórfelldri fjölgun ferðamanna, lenging ferðamannatímans o.s.frv.

3. Rædd fjárhagsáætlun næsta árs.