19. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

11.05.2016

19. fundur

Brunavarnanefnd

Brunavarnarnefnd, fundur nr. 19

Dags. 11.5.2016

Fundur í brunavarnanefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar 11.maí 2016

Mætt voru: Arnór Benónýsson, Bjarni Höskuldsson, Lárus Björnsson og Helga A. Erlingsdóttir.  Yngvi Ragnar Kristjánsson boðaði forföll vegna veikinda.

Arnór formaður nefndarinnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Þá var gengið til dagskrár.

1.       Starfsmannamál:

Farið var yfir greiðslufyrirkomulag fyrir æfingar slökkviliðsmanna þar hafði komið upp misskilningur vegna greiðslna á árinu 2015, sem verður leiðréttur.

Samþykkt að endurskoða laun slökkviliðsmanna vegna ársins 2016. Lagðar voru fram tillögur frá stjórn Eldibrands – félags slökkviliðsmanna – sem ákveðið var að hafa til grundvallar á endurskoðun launanna.

Þá var slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra  falið að taka saman þeirra framtíðarsýn á verkefnum og vinnufyrirkomulagi slökkviliðsins.

2.       Viðbragðshópur „sjúkraflutninga“

Öll rök benda til þess að nauðsynlegt verði að koma saman viðbragðshóp vegna óvæntra útkalla sjúkrabíla  bæði vegna slysa og alvarlegra veikinda til að flýta fyrir að sjúklingar komist sem fyrst undir læknis hendur.  Þetta getur skipt sköpun þar sem langt er til læknis/sjúkrahúss og sjúkrabílar lengi á leiðinni.  Svona hópur er þegar starfandi í Mývatnssveit en ekki í Þingeyjarsveit. Slökkviliðsstjóra falið að fá frekari upplýsingar á fyrirkomu á þessu í fleiri sveitarfélögum.  Menn sammála um mikilvægi þess að auka öryggi íbúanna svo og annarra á svæðinu og gæti svona hópur orðið mikilvægur þáttur í því.

3.       Stöðuskýrsla slökkviliðsstjóra.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála, m.a. brunavarnaáætlun sem er í vinnslu og að hluta til unnin í samráði við Umhverfisstofnun.

4.       Önnur mál.

Slökkviliðsmenn hafa átt fundi með starfsmönnum Þeistareykja varðandi öryggismál þar. Er samvinna þarna á milli  samkvæmt samkomulagi milli Landsvirkjunar og Þingeyjarsveitar.

Enn hefur ekki fundist slökkviliðsbíll fyrir Mývetninga en leit haldið áfram.   

Verið er að skoða endurbætur á fjarskiptamálum slökkviliðsins og ýmis viðhaldsmál eru í vinnslu.

Slökkviliðsmenn fara í reglubundið eftirlit, þrekpróf og læknisskoðun og eru flestir í góðu standi.

Nokkrir slökkviliðsmanna til viðbótar eru afla sér réttinda sem viðurkenndir slökkviliðsmenn.

Eldvarnaeftirlit gengur þokkalega og heldur sú vinna áfram.

Vaktir verða í sumar á háferðamannatímanum  í samvinnu við Slökkvilið Norðurþings.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20

Helga A. Erlingsdóttir