28. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

18.12.2019

28. fundur

haldinn í Seiglu miðvikudaginn 18. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, Einar Örn Kristjánsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Friðgeir Sigtryggsson og Freydís Anna Ingvarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Árni Pétur Hilmarsson

1. Gjaldskrá um hundahald.

Gjaldskrá um hundahald tekin til umræðu. Atvinnumálanefnd leggur til að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskránni um hundahald:

Breyting á 3. Grein liður A. Skráningargjald fyrir hvern hund verði 8000 kr, um einskiptisgjald er að ræða. Þar af fáist 4000 krónur endurgreiddar þegar skráningarskilti verði skilað inn.

Atvinnumálanefnd leggur einnig til að Samþykkt um hundahald í Þingeyjarsveit breytist til samræmis. Í fyrstu grein fellur út setningin: „Eigendur þarfahunda eru undanþegnir gjaldtöku, nema vegna hundahreinsunar, en að öðru leyti skulu þeir hlíta ákvæðum samþykktar þessarar eftir því sem við á.“

2. Refa og minnkaveiði.

Málefni refa og minnkaveiði tekin til umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 10:58