24. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

16.10.2018

24. fundur

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 16. október kl. 16:30

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, formaður
Einar Örn Kristjánsson, varaformaður
Friðrika Sigurgeirsdóttir
Freydís Anna Ingvarsdóttir
Friðgeir Sigtryggsson 

Starfsmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:  

 

1.      Húsnæðismál 

Erindi vísað til nefndar frá sveitarstjórn skv. fundargerð 241.fundar: 
„Sveitarstjórn samþykkir að fela Atvinnumálanefnd að kanna möguleika og valkosti við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefndinni er ætlað að skila framvinduskýrslu 

til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að umsjónarmaður framkvæmda- og fasteigna verði starfsmaður Atvinnumálanefndar.” 

Benedikt Sigurðarson og Eiríkur Björnsson sátu fundinn undir þessum lið. Þeir þakka fyrir boðið að koma að hitta sveitarfélagið.

 

Búfesti var boðið til fundar til að kynna fyrir okkur hvaða leiðir vegna húsnæðisskorts þeir eru að vinna í. Ýmis gögn voru lögð fram til skoðunar undir þessum lið og fylgja þau gögn með sem viðhengi við þessa fundargerð.

 

Búfesti er leigufélag. Leigusamningur er óuppsegjanlegur ef leigjandi stendur í skilum og gengur vel um eignina. Félagið er rekið án hagnaðarkröfu. Félagið er neytendamiðað og auðvelt að skilyrða að húsnæðið verði nýtt til lögheimilisbúsetu. Félagið er með leigu á m2 sem er hærri en sú sem Þingeyjarsveit hefur verið að bjóða upp á en þeir segjast bjóða eins lága leigu og þeir geta til að húsnæðin standi undir sér. Mismunandi fermetraverð eftir því hvort um er að ræða félagslegar íbúðir eða almennar leiguíbúðir, og svo hvort almennu leiguíbúðirnar séu lúxusíbúðir – þá með bílakjallara o.þ.h. eða ekki. Verð sem þeir nefndu voru á bilinu 1100 kr/m2-2000 kr/m2.

Lögð eru fram til skoðunar viljayfirlýsingar Akureyrarbæjar til samvinnu við Búfesti og svo viljayfirlýsingu Norðurþings til samvinnu við Búfesti og Faktabygg.

Þingeyjarsveit gæti verið með í verkefni Búfestis og Norðurþings ef vill. Viljayfirlýsingarnar eru ekki skuldbindandi fyrir sveitarfélögin en sýna að viljinn er fyrir hendi.

Það er rætt að Þingeyjarsveit var með Norðurþingi í umsókn um að vera þáttakandi í tilraunaverkefni ríkisins varðandi húsnæðisskort. 33 sveitarfélög sóttu um. 

Með viljayfirlýsingum sveitarfélaganna eru þau að sýna Búfesti að vilji er til að tryggja þeim aðgengi að byggingarlóðum til að byggja hagkvæmt húsnæði á góðu verði. Byggingarvísitala hefur hækkað með hækkandi markaðsverði í þéttbýli en byggingarkostnaður hefur ekki hækkað jafn mikið.  Búfesti hefur kynnt sér möguleikana á að koma inn í skortástandið með raðsmíði. Á landsbyggðinni er verið að horfa í parhús, raðhús eða lítil fjórbýlishús.

Þeir vilja hugsa til framtíðar. Þeirra vinna snýst um að fullhanna allt að 120 eins íbúðir sem þeir munu svo raða niður yfir lengri tíma. Hafa hugsað sér að vinna einungis með 3-4 húsagerðir. Þeir vilja gera samkomulag yfir fleiri ár, skipt í áfanga. Það er gert svo undirbúningskostnaður og hönnunarkostnaður dreifist ekki á fleiri áfanga.  

Búfesti vilja byggja þétt með góðu aðgengi, eru ekki að einbeita sér að lúxus. Aðalhugsunin er hagkvæmni án þess að láta það bitna á gæðum. Þeir skila þeim íbúðum sem þeir byggja fullbúnum.

Búfesti eru opnir fyrir samstarfi við sveitarfélög og í því samhengi samfloti sem flestra. Á þann hátt ná þeir mögulega að byggja nógu margar íbúðir til að skila fullri hagkvæmni. Í því formi er auðvelt að bæta við einu húsi hér og þar. Það form sem þeir eru að horfa á á að lágmarka vinnu á byggingarstað og flutning efnis fram og til baka, til að lágmarka hlutfall flutningskostnaðar. 

Búfesti er í samvinnu og samræðum við nokkur íbúðarfélög á Norðurlöndunum og kynna fyrir okkur fyrirtækin Mjobacks, Faktabygg og Malarvillan. Þessi fyrirtæki hafa á boðstólnum þónokkuð af mismunandi húsnæði.

 

ÁPH greinir Búfesti frá því að Þingeyjarsveit vill einbeita sér að uppbyggingu minni íbúða, þ.e. 50-90m2. Hugmyndin er að byggja 2-3 leiguíbúðir í hverjum þéttbýliskjarna. Leitast er eftir að byggja almennar leiguíbúðir en ekki íbúðir eyrnamerktar lágtekjufólki. Í húsnæðisstefnu sem unnin var í Þingeyjarsveit var tekið saman að meðalstærð íbúðarhúsnæðis í Þingeyjarsveit er yfir 200m2 svo vöntun er á minna húsnæði. 

Búfesti hvetur sveitarfélög til að stíga ákveðið inn í verkefnið. Með breyttri aldurssamsetningu í samfélögum þarf að hvetja ungt fólk til að flytja í samfélögin. Einnig hvetja þeir sveitarfélagið að skoða hvernig hægt er að nýta sér tækifæri varðandi samgöngubreytingar og aukin atvinnutækifæri. Í því samhengi nefna þeir Vaðlaheiðargöng sem og heilsársstarfsemi í ferðaþjónustu. 

Búfesti eru spurðir hvort þeir myndu vilja eiga húsnæði í sveitarfélaginu.

Afhenda skjal til nánari skoðunar varðandi möguleg samstarfsform Búfestis á nýjum þjónustusvæðum á NA landi. Sjá nánar í viðhengi. 

  • ·         Sjálfstætt íbúðarfélag í sveitarfélaginu. Nota okkar íbúðir sem stofn í íbúðarfélag.

Búfesti tæki að sér að halda utan um eignir sem sveitarfélagið hefur leigt út. Þeir séð um íbúðirnar fyrir okkur. Þá myndum við kaupa búseturétt.   

  • ·         Búfesti stækka starfssvæði sitt til Þingeyjarsveitar.  

 

Búfesti vill vera búið að reisa hús til sýningar á miðju næsta ári. Með því ná þeir sér í reynslu hvernig flutningur, reising og fleira tekst. Eftir það verður hægt að staðfesta hvenær hægt er að byrja vinnu með áhugasömum. Í framhaldi af því telja þeir að 6-10 mánuðir muni að jafnaði líða frá pöntun húss þar til hægt er að flytja inn.

Nefndin ítrekar að vilji er hjá sveitarfélaginu að hægt verði að bjóða upp á hús sem allra fyrst. Búfesti tekur undir það og segir að vöntunin sé núna og þeir muni vinna með það að leiðarljósi. Fyrst og fremst leggja þeir samt áherslu á að vinna af skynsemi. Sýna fram á að þetta séu gæði sem ganga og að byggingarleiðin sé góð.

Þau fyrirtæki sem Búfesti hefur rætt við vilja öll bjóða uppá vörur úr efni sem er upprunavottað og af góðum gæðum. Búfesti mun samhliða innflutningi skoða það að húsin standist þær kröfur sem eru gerðar á íslenskum markaði.  

Búfesti leggur áherslu á að ef gengið hrynur mun ekki allt stoppa, heldur eru þeir með aðra áætlun sem verður þá virkjuð.

 

Búfesti talar um að þá langi til að fleiri sveitarstjórnir sýni þeim viljann í að vilja vera með. Engar beinar skuldbindingar. Getur skipt Búfesti miklu máli að fá fleiri viljayfirlýsingar sveitarfélaga.

 

Nefndin er áhugasöm um hvernig þetta verkefni þróast hjá Búfesti og þá það verð sem húsin enda í. Nefndinni finnst hljóma vel að fljóta með í þessarri vinnu. Það var kosningarloforð sveitarstjórnar að byggja íbúðir og því viljum við sjá að tímaramminn sé þannig að við getum afhent íbúðir á kjörtímabilinu.

 

BS og EÖ yfirgefa fundinn að loknum þessum lið.

 

Eftir þessa kynningu hefur nefndin áhuga á því að beina til sveitarstjórnar að vinna viljayfirlýsingu sbr. þá sem Norðurþing og Akureyrarbær hafa unnið varðandi mögulegt samstarf við Búfesti. 

Mögulegar lóðir ræddar. Sveitarfélagið á þær lóðir sem til stendur að byggja fyrst á. Það gerir það mjög auðvelt að tryggja þeim aðgengi að byggingarlóðum. 

Nefndin mun halda áfram að safna upplýsingum og skoða hvað er skynsamlegt. 

30.október verður haldin húsnæðisráðstefna í Reykjavík. Haldin af Íbúðarlánasjóði og Velferðarráðuneytið. 

Árni Pétur fer fyrir hönd nefndar ásamt einum nefndarmanni. Verður skoðað hver kemst með Árna og rætt í tölvupóstsamskiptum.

 

 

2.             Fjallskil 

Erindi vísað til atvinnumálanefndar frá sveitarstjórn:

 

Fjallskil tekin til umræðu ásamt erindisbréfi fjallskilastjóra í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn felur Atvinnumálanefnd endurskoða erindisbréf fjallskilastjóra með hliðsjón fjallskilasamþykkt nr. 618/2010. 

 

Nefndin sammála um að gera þurfi breytingu á erindisbréfi. Breytingin verði á þann veg að fjallskilastjórar fundi til að gæta samræmis í smölum og koma í veg fyrir tvíverknað.

Rætt að funda þurfi með fjallskilastjórum að ræða breytingar. Árni fái annað hvort Friðriku eða Friðgeir með sér á fundinn.

 

HS mun senda nefndarmönnum fjallskilareglugerðina og erindisbréfið til skoðunar. Nefndin verði í tölvupóstsamskiptum varðandi breytingar.

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

 

Verkefni fyrir næsta fund:

 

Undirbúa erindisbréf fjallskilastjóra.
Framvinduskýrsla fyrir 1.nóvember.
Húsnæðisráðstefna 30.október 2018.

 

Næsti fundur verði haldinn í Kjarna 13.11.2018 klukkan 16.30.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45