21. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

06.03.2015

21. fundur

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 21
Dags. 6.3.2015

Atvinnumálanefnd - 06.03.2015

_________________________________________________________________________

21. fundur.

6. mars 2015 kl. 15:30

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                          

Árni Pétur Hilmarsson, formaður      

Svanhildur Kristjánsdóttir      

Eiður Jónsson           

Freydís Arngrímsdóttir sem ritaði fundagerð

Ari Teitsson í forföllum Ketils Indriðasonar              

                                                                                             

Dagskrá:

1. Búfjársamþykkt

Umræður um búfjársamþykkt.

Ekki tekin ákvörðun í málinu.

2. Ljósleiðari

ÁP gerði grein fyrir upplýsingum frá alþjónustunefnd á næstunni er von á niðurstöðu frá þeim í þessum málum.

ÁP og EJ fóru suður og hittu menn frá póst og fjarskiptastofnun þeir mæltu með að lagning ljósleiðara færu í útboð, þannig gætum við fengið styrk frá Jöfnunarsjóði alþjónustu til verkefnisins kr. 250.000 pr notanda og rukka mætti hvern notanda um 250.000 (ekki meira) og alþjónustuveitandinn greiddi 250.000. Samtals 750.000 kr. sem ekki er víst að dygði til í kostnaði. Umræður um málið

Þurfum að vinna þetta mál áfram, spurning um að ráða verkefnastjóra til þess verkefnis því þetta þarf að vinnast tiltölulega hratt.

3. Kynning Karl Hálfdánarson

Karl Hálfdánarson, Jóhannes Ólafsson (Ískraft) og Sveinn Guðjónsson komu á fundinn og gerðu grein fyrir hugmyndum þeirra um ljósleiðara. Ódýrustu mögulegu leið sem þeir telja að fær sé. Skildu eftir gögn fyrir okkur til glöggvunar.

Fóru ekki eftir póstnúmerum hvað varðar fjölda húsa, 397 hús lögð til grundvallar, stofninn sem þeir studdust við var 290 km fyrir utan heimtaugar, þær eru 180 km þ.a. heildarvegalengd er um 470 km. 0,80 m-1,20 m dýpt með strenginn kostnaður pr. km c.a.200.000-250.000 + ófyrirséð eftir jarðvegi strengjum og þverunum. Plægingin c.c 120 milljónir.

Verðhugmyndir heildarefniskostnaður 70 milljónir + skattur c.a. 176.000 pr heimili Míla kemur með endabúnaðinn án aukakostnaðar notandinn leigir sér router sjálfur. Telnet tengir þetta, gæti verið um 20 milljónir í tengingar

Þarf að sækja um í jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir 15. október

Karl og félagar yfirgáfu fundinn, umræður um þeirra innlegg.

Almennar umræður eftir að þeir yfirgáfu fundinn ÁP leggur til að haldinn verði annar fundur þegar skýrsla Alþjónustunefndar kemur út og taka þá ákvörðun hvernig við berum okkur að í framhaldinu.

Fundi slitið kl 18:15