20. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

14.01.2015

20. fundur

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 20
Dags. 14.1.2015

Atvinnumálanefnd - 14.01.2015

_________________________________________________________________________

20. fundur.

14. janúar 2015 kl. 16:30

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                          

Árni Pétur Hilmarsson, formaður      

Friðrika Sigurgeirsdóttir, fundarritari             

Eiður Jónsson                       

Ari Teitsson í forföllum Ketils Indriðasonar              

                                                                                             

Dagskrá:

 Árni Pétur setti fund og bauð fundarmenn velkomna og tók fyrir eina málið sem er á dagskrá.

Dagbjört sveitarstjóri sat fundinn fyrsta hálftímann.

1. Ljósleiðari.       Árni gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert eftir bestu getu um hvernig ríkið hyggst koma að því að ljósleiðavæða landið. Búið er að leggja alþjónustukvöð á  Mílu. Líklegt er að langt sé  í að það verði komið að okkur í ljósleiðaravæðingu eftir því sem upplýsingar liggja fyrir í dag um alþjónustu kvöð á Mílu. Hægt væri að sækja um styrki í jöfnunarsjóð alþjónustu af alþjónustu veitanda.

Ari gerði grein fyrir samtölum sínum við Karl Hálfdánarson sem hefur verið í ljósleiðavæða á nokkrum stöðum á landinu. Karl telur að hægt sé að ljósleiðavæða fyrir lægri peningaupphæð en Tengi hefur gefið okkur upp.

Ákveðið að hafa samband við Mílu, Karl Hálfdánarson og Tengi til að reyna að fá samanburðarhæfar upplýsingar um verð og gæði.Og einnig ákveðið að kanna hvaða leiðir eru færar í að sækja um styrki til verksins.

FUNDI SLITIÐ KL 18.00.