8. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

18.09.2023

8. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna mánudaginn 18. september kl. 10:00

Fundarmenn

Jónas Þórólfsson
Soffía Kristín Jónsdóttir
Erlingur Ingvarsson
Úlla Árdal
Hallgrímur Páll Leifsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Glatvarmi - 2305001

 

Ottó Elíasson kom til fundar og kynnti starfsemi Eims með áherslu á glatvarma.
Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins. Með verkefninu er ætlunin bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi t.a.m með því að ýta undir rannsóknir og nýtingu hliðarstrauma í orkuvinnslu, iðnaði, landbúnaði o.s.frv. Eimur hefur unnið að innviðagreiningu á Norðurlandi Eystra þar sem markmið Eims er að korleggja og markaðssetja orkuauðlindir á starfssvæðinu með áherslu á fjölþætta nýtingu hliðarstrauma þeirra.

 

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Ottó fyrir greinargóða kynningu.

 

Kynnt

 

   

2.

Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag - 2309084

 

Daði Lange Friðrikson kom til fundar og fór yfir fyrirkomulag á refa og minkaveiðum í sveitarfélaginu.

 

Nefndin þakkar Daða greinargóða yfirferð á fyrirkomulagi við minka- og refaveiðar í sveitarfélaginu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að endurskoða þurfi samninga við verktaka í sveitarfélaginu, til að samræma og uppfæra í takt við breytingar í sveitarfélaginu í samráði við núverandi samningsaðila.

 

Samþykkt

 

   

3.

SSNE - áhersluverkefni Sóknaráætlunar - Auknar fjárfestingar á NE - 2307030

 

SSNE er að hefja undirbúning áhersluverkefnis Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem snýr að því að fá auknar fjárfestingar í landshlutanum. Verkefnið felst meðal annars í því að greina fjárfestingartækifæri á Norðurlandi eystra í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Díanna Jóhannsdóttir hjá SSNE kom til fundar og kynnti verkefnið og tækifæri sem felast í þátttöku.

 

Atvinnu og nýsköpunarnefnd þakkar Díönnu fyrir greinargóða kynningu og hvetur sveitarstjórn til þátttöku í verkefninu með aðkomu atvinnu- og nýsköpunarnefdar.

 

Kynnt

 

   

4.

Girðingar - beitarhólf á Austurfjöllum - 2308017

 

Lögð fram áskorun frá afréttanotendum í Austurfjöllum þar sem þeir óska eftir því að sveitarfélagið vinni að því að girða hólf norðan vegar frá Reykjahlíðargirðingu að Norðmelsgirðingu og aðra girðingu frá suðurenda Reykjahlíðargirðingar í Stórahnjúksgirðingu.

 

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur ekki hlutverk sveitarfélagsins að taka þátt í kostnaði við að girða afréttalönd. Atvinnu- og nýskpunarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að koma að því að leiða aðila saman til frekari viðræðna.

 

Samþykkt

 

   

Úlla Árdal og Halldór Þorlákur Sigurðsson vöktu athygli á mögulegu vanhæfi. Ekki var talið að um vænhæfi væri að ræða.

5.

Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands - 2307008

 

Á 30. fundi sveitarstjórnar var lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands frá 19. júní sl. þar sem fram kemur að árið 2018 hafi verið fyrst gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland þar sem unnið var stöðumat ásamt forgangsröðun verkefna hefur sú áætlun veið uppfærð tvisvar. Nú er hafin vinna við gerð nýrrar þriggja ára áætlunar og óskað er eftir því við Þingeyjarsveit að forgangsraða fimm mikilvægustu uppbyggingarverkefnum í sveitarfélaginu á næsta ári. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar var kallað eftir umsögn frá Mývatnsstofu ehf. Skilafrestur var til 1. september en fengist hefur frestur til að skila um umsögn Þingeyjarsveitar.

 

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögu Mývatnsstofu með áorðnum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

6.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024 - 2309096

 

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

 

Lögð fram til kynningar auglýsing frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Umsóknarfrestur er frá og með 11. september til kl. 13:00 19. október. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur sveitartjórn að senda inn umsóknir í sjóðinn í samræmi við tillögur um forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.