2. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

14.11.2022

2. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna mánudaginn 14. nóvember kl. 10:00

Fundarmenn

Jónas Þórólfsson, Soffía Kristín Jónsdóttir, Erlingur Ingvarsson, Úlla Árdal. Hallgrímur Páll Leifsson var fjarverandi, fundinn sat Sæþór Gunnsteinsson.

Starfsmenn

Magnús Már Þorvaldsson.

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Dagskrá:

1. Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar - 2208025

2. Endurskoðun fjallskilasamþykktar - 2211004

3. Afránsstjórnun í Þingeyjarsveit - 2211024

4. Snjómokstur í Þingeyjarsveit - 2210026

5. Matarskemman - tækja- og búnaðarkaup - 2211025

 

1.

Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar - 2208025

 

Umræða um markmið og starfshætti nefndarinnar. Lögð fram uppfærð drög að erindisbréfi.

 

 

 

Erindisbréfið með áorðnum breytingum tekið til umræðu og það samhljóða samþykkt. Til viðbótar var eftirfarandi bókað og skal innfært í erindisbréfið:
II. Hlutverk nefndar, 3. gr.
-Að leitast við að kalla fram nýjar hugmyndir um atvinnutækifæri og rekstur, hvort sem það er hjá sveitarfélaginu eða með samstarfi fyrirtækja og einstaklinga á staðnum. Þá getur nefndin verið sem samræmingaraðili hugmynda um nýjan resktur eða samvinnu fyrirtækja.
-Að hafa samskipti við SSNE, Markaðsstofu Norðurlands og aðrar stofnanir eða félög sem vinna að atvinnuþróun og uppbyggingu.
-Að fara í verkefni Áfangaáætlunar og gera tillögur að umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
-Að gera tillögur til sveitarstjórnar um uppbyggingu á kynningar- og markaðassetningu sveitarfélagsins.

Samhljóða samþykkt.

IV. 13. gr. ...Formaður nefndarinnar eða varaformaður í forföllum hans ásamt starfsmanni nefndarinnar boða eða láta boða fundi með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara og miða þá við tvo virka daga.

Samhljóða samþykkt.

   

 

   

2.

Endurskoðun fjallskilasamþykktar - 2211004

 

Umræður um verklag við endurskoðun reglna um afréttarmál og fjallskil.

 

Samhljóða samþykkt að Jónas, Erlingur og Daði vinni málið áfram og skili til nefndarinnar tillögum.

   

 

   

3.

Afránsstjórnun í Þingeyjarsveit - 2211024

 

Rætt um afránsstjórnun í Þingeyjarsveit og þörf fyrir samræmingu og/eða endurskoðun fyrirkomulags hennar.

 

Samþykkt samhljóða að kannað verði með ráðningu annars starfsmanns og leitað verði til Umhverfisstofnunar og annarra aðila um fjármagn til málaflokksins. Er málinu hér með vísað til sveitarstjórnar.

   

 

   

4.

Snjómokstur í Þingeyjarsveit - 2210026

 

Umræður um fyrirkomulag snjómoksturs í Þingeyjarsveit. Lögð fram samantekt um fyrirkomulag snjómoksturs.
Þegar vetur gekk í garð óskaði sveitarstjóri eftir því við verktaka að þeir mokuðuðu áfram samkvæmt samningunum til áramóta. Ákveða þarf hvort samningar verða framlengdir áfram eða ráðist í nýtt innkaupaferli.

 

Bókun: Er það mat nefndar að ekki þjóni hagsmunum hlutaðeigandi aðila að breyta útboði á miðjum vetri. Snjómokstur verði því óbreyttur fram til vors 2023 og verði samningar þá teknir til endurskoðunar. Tilmæli að búið verði að opna alla vegi þannig að íbúar komist til vinnu kl. 08. Samhljóða samþykkt.

   

 

   

5.

Matarskemman - tækja- og búnaðarkaup - 2211025

 

Umræða um tækja- og búnaðarkaup fyrir Matarskemmuna, sem er vottað eldhús fyrir smáframleiðendur til að vinna matvæli og þróa vöru sína.

 

Nefndin samþykkir samhljóða að formaður taki saman þörf á innkaupum á tækjum og búnaði.

   

 

   

Fundi slitið kl. 12.20.