Viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra hittust nýverið á Húsvík þar sem haldin var „Námsstefna um aðgerðamál“.
Þátttakendur voru um 50 talsins, aðilar sem koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri.
Fjölmenni var á opnun nýrrar listasýningar á gestastofunni Gíg í rjómablíðu í gær. Sýningarsalurinn er ekkert minna en stórbrotinn enda með útsýni yfir Mývatn.
Fulltrúar frá byggðarráði og sveitarfélaginu héldu nýlega í fræðsluferð inn á Akureyri. Þar héldu Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka málstofuna Orkuskipti á Norðurlandi - hvað næst? Fjallað var um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins var kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir.
Nú nýlega var haldin vinnustofa á vegum SSNE í Skjólbrekku þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og SSNE komu saman til að ræða málin og reyna að greina fjárfestingartækifæri í Þingeyjarsveit. Fundurinn var afar góður. Miklar umræður sköpuðust og greinilegt að það eru talin tækifæri á ýmsum sviðum í Þingeyjarsveit.
Fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) funduðu með sveitarstjórn á Breiðumýri í vikunni. Þar sögðu þau frá starfsemi og verkefnum SSNE. Fundurinn var ákaflega góður og var farið um víðan völl, enda gafst sveitarstjórnarfulltrúum þar tækifæri til að ræða þær áskoranir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir.
Á Hofsstöðum í Mývatnssveit verður komið á fót vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fornleifafræði, minjaverndar og menningarferðaþjónustu. Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið á meistara- og doktorsstigi og aðstöðu til þverfaglegra vettvangsrannsókna, tilrauna og þróunar til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar.
Nýtt stjórnsýsluhús mun halda utan um starfsemi sveitarfélagsins ásamt því að hafa skrifborð og rými sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér. Vonast er til þess að húsið verði iðandi af lífi, suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir.