Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. júní 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Laxárstöðvar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu nýverið styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“.
Verkefnin Jólasveinasmiðjan - Sagnaarfur í Mývatnssveit og Efling læsis á mið- og unglingastigi hlutu styrk úr Sprotasjóði. Til hamingju Reykjahlíðarskóli og Þingeyjarskóli með úthlutunina!
Sveitarstjórar á norðurlandi eystra og fulltrúi SSNE funduðu með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og lýstu yfir áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu.