Fara í efni

Leikskólinn Krílabær á Laugum auglýsir eftir deildarstjóra

  • Langar þig að verða faglegur leiðtogi og hafa mikil áhrif á starf deildarinnar?
  • Langar þig að vinna með leikskólabörnum í dásamlegri náttúru og útsýni til allra átta?
  • Langar þig að hafa góðan tíma fyrir sérhvert barn á deildinni þinni?

Leikskólinn Krílabær býður upp á alla þessa möguleika!

  • Um 80-100% stöðu er að ræða
  • Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2026.
  • Aðstoð við að finna húsnæði í nágrenni leikskólans í boði

Leikskólinn Krílabær á Laugum í Reykjadal er hluti af Þingeyjarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli á tveimur starfsstöðum í Þingeyjarsveit. Í skólanum er unnið eftir stefnunni um jákvæðan aga, áhersla lögð á sjálfsprottin leik barnanna, tækifæri þeirra til listsköpunar úr margvíslegum efnivið og útiveru í fjölbreyttri náttúru umhverfis skólann. Sjá nánar á thingeyjarskoli.is.

Við leitum að kennara með þekkingu og reynslu af leikskólastiginu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarnanna í samræmi við stefnu skólans.
  • Skipuleggja starf deildarinnar og annast daglega verkstjórn.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðafólk nemenda.
  • Taka þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
  • Taka þátt í vinnu við gerð skólanámskrár, ársáætlunar og innra mat undir stjórn leikskólastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldisfræðimenntun sem nýtist í starfi
  • Virðing fyrir börnum og sjálfsprottnum leik þeirra
  • Mikil færni í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta, að hafa náð amk þrepi C1 í íslensku
  • Stundvísi og samviskusemi

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar gefur leikskólastjóri, Nanna Marteinsdóttir í síma 464-3590/ 898-0790 eða í gegnum tölvupóstfangið nanna@thingeyjarskoli.is.  Umsóknir skulu sendast á tölvupóstfang leikskólastjóra nanna@thingeyjarskoli.is. 
Með umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af leyfisbréfi, hreint sakavottorð, kynningarbréf og upplýsingar um meðmælendur.

Getum við bætt efni þessarar síðu?