Fullt var út úr húsi á íbúafundi í Ýdölum í gær og fjöldi fólks fylgdist með fundinum í streymi. Hvetjum þá sem ekki sáu sér fært að mæta til þess að horfa á upptöku af þessum fræðandi fundi.
Þingeyjarsveit hefur fest kaup á snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu. Íþróttafélagið Mývetningur mun hafa umsjón með notkun tækisins, en félagið hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf síðustu ár við að byggja upp öflugt skíðastarf á svæðinu.
Sveitarstjóri og oddviti fóru til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Má þar nefna samgönguumbætur, kostnað við snjómokstur og réttlátari skiptingu skatttekna af orkuvinnslu.
20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans hófst í gær. Mótið hefur vakið athygli fyrir sterka þátttöku og er talið eitt það sterkasta sem haldið hefur verið í dreifbýli á Íslandi.
Þingeyjarsveit hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu. Á henni er meðal annars að finna öflugt og notendavænt viðburðadagatal sem ætlað er að sameina allt það sem er að gerast í sveitarfélaginu á einum stað.
Vetrarhátíð við Mývatn lauk um helgina eftir 10 daga af fjöri. „Það er sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að erlendum gestum fjölgar sífellt og æ fleiri fyrirspurnir um hátíðina eru að koma erlendis frá“ segir verkefnastjóri hátíðarinnar.