Fara í efni

Fish & Chips við Mývatn í úrslit í alþjóðlegri keppni

Árlega er keppt um titilinn besta Fish&Chips veitingastaðinn í breskri keppni, en um er að ræða þjóðarrétt þar í landi. Þrír veitingastaðir eru komnir í úrslit keppninnar, og Þingeyjarsveit á fulltrúa í þeim hópi, Fish & chips Lake Mývatn. Úrslit verða kynnt á hátíðarkvöldi í London 26. febrúar.

Keppnin er haldin í 38. skipti í ár, og er á vegum NFFF, National Federation of Fish Friers. „Við erum ótrúlega stolt af þessari tilnefningu, erum eitt af þremur fyrirtækjum sem komin eru í úrslit í alþjóðlegum flokki,“ segir Unnur Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri The Little Fish Company sem rekur staðinn, í  viðtali við vefinn Húsavík.com.

Fish & Chips Lake Mývatn er fjölskyldufyrirtæki, en það eru þau Hanna Sigga, Stefán, Haukur, Unnur, Sigurgeir og Sarah sem reka staðinn saman. Við óskum þeim til hamingju með að vera komin í úrslit, og það verður spennandi að sjá hvernig fer.

Eigendur Fish&Chips. Mynd: husavik.com 

Getum við bætt efni þessarar síðu?